Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2024 13:43 Flugvél með merkjum Ernis á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Vísir/Vilhelm Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við flugfélögin Erni og Mýflug verði ekki framlengdir, en félögin, sem eru tengd, eru í dag þau einu sem fljúga til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Ernir fékk samning við Vegagerðina í desember síðastliðnum um slíkt flug. Sá samningur rann út í febrúar. „Þá var gerður samningur við Mýflug, en Ernir og Mýflug eru tengd. Þá var gerður samningur til eins mánaðar og heimild í honum til að framlengja hann tvisvar sinnum um tvær vikur,“ segir G. Ómar Pétursson rekstrarstjóri Ernis. Í fyrradag hafi hins vegar borist tilkynning um að samningar verði ekki framlengdir. „Sem þýðir þá bara endalok áætlunarferða til Húsavíkur og Vestmannaeyja.“ Enginn flugrekstur á markaðsforsendum Ómar segir lítinn fyrirsjáanleika hafa verið í starfseminni, þar sem samningar hafi verið gerðir til nokkurra mánaða. „Þar að auki hefur auðvitað verið tilkynnt með örfárra daga fyrirvara hvort þeir verði framlengdir eða ekki framlengdir. Þetta er auðvitað bara engan veginn boðlegt og mjög erfitt að búa við.“ Eina áætlunarflug félaganna verði þá til Hafnar í Hornafirði, en samningur um það gildir til ágústloka á þessu ári. Félagið muni nú sinna sjúkra- og leiguflugi í auknum mæli. „En það er auðvitað mjög erfitt að halda úti flugfélagi sem hefur bara eina áætlunarleið, það er augljóst.“ Fjöldi farþega félagsins hafi verið fólk sem hefur þurft að leita sér sérfræðiþjónustu, einkum heilbrigðisþjónustu, í Reykjavík. „Þetta er auðvitað bara reiðarslag fyrir alla.“ Ábyrgðin liggi á endanum hjá þeim sem hafi fjárveitingarvaldið, þar sem flug til dreifðari byggða landsins verði ekki rekið á markaðslegum forsendum. „Það sem við erum kannski ekki síður að kalla eftir er bara fyrirsjáanleikinn í þessu, að það séu gerðir samningar til lengri tíma.“ Fréttir af flugi Samgöngur Vestmannaeyjar Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Tengdar fréttir Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við flugfélögin Erni og Mýflug verði ekki framlengdir, en félögin, sem eru tengd, eru í dag þau einu sem fljúga til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Ernir fékk samning við Vegagerðina í desember síðastliðnum um slíkt flug. Sá samningur rann út í febrúar. „Þá var gerður samningur við Mýflug, en Ernir og Mýflug eru tengd. Þá var gerður samningur til eins mánaðar og heimild í honum til að framlengja hann tvisvar sinnum um tvær vikur,“ segir G. Ómar Pétursson rekstrarstjóri Ernis. Í fyrradag hafi hins vegar borist tilkynning um að samningar verði ekki framlengdir. „Sem þýðir þá bara endalok áætlunarferða til Húsavíkur og Vestmannaeyja.“ Enginn flugrekstur á markaðsforsendum Ómar segir lítinn fyrirsjáanleika hafa verið í starfseminni, þar sem samningar hafi verið gerðir til nokkurra mánaða. „Þar að auki hefur auðvitað verið tilkynnt með örfárra daga fyrirvara hvort þeir verði framlengdir eða ekki framlengdir. Þetta er auðvitað bara engan veginn boðlegt og mjög erfitt að búa við.“ Eina áætlunarflug félaganna verði þá til Hafnar í Hornafirði, en samningur um það gildir til ágústloka á þessu ári. Félagið muni nú sinna sjúkra- og leiguflugi í auknum mæli. „En það er auðvitað mjög erfitt að halda úti flugfélagi sem hefur bara eina áætlunarleið, það er augljóst.“ Fjöldi farþega félagsins hafi verið fólk sem hefur þurft að leita sér sérfræðiþjónustu, einkum heilbrigðisþjónustu, í Reykjavík. „Þetta er auðvitað bara reiðarslag fyrir alla.“ Ábyrgðin liggi á endanum hjá þeim sem hafi fjárveitingarvaldið, þar sem flug til dreifðari byggða landsins verði ekki rekið á markaðslegum forsendum. „Það sem við erum kannski ekki síður að kalla eftir er bara fyrirsjáanleikinn í þessu, að það séu gerðir samningar til lengri tíma.“
Fréttir af flugi Samgöngur Vestmannaeyjar Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Tengdar fréttir Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38