Kaldar kveðjur til bænda? Ólafur Stephensen skrifar 23. mars 2024 17:31 Ég sé að sá ágæti þingmaður, Ásmundur Friðriksson, víkur að greinarhöfundi nokkrum orðum á Facebook-síðu sinni. Ásmundur er í stjórnarmeirihlutanum í atvinnuveganefnd Alþingis, sem samdi hið nýja frumvarp um undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum, sem undirritaður og Félag atvinnurekenda hafa eindregið gagnrýnt, en varð að lögum í vikunni. Ásmundur segir að í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi hafi greinarhöfundur „að venju sen[t] bændum þessa lands kaldar kveðjur.“ Förum nú aðeins yfir hvað var sagt um bændur í viðtalinu: Styrkir einokun stöðu bænda?„Þetta mun væntanlega þýða hækkanir á verði og ég skil ekki gleði forystu Bændasamtakanna yfir þessum nýju lögum því ég held að staða bænda gagnvart afurðarstöðunum muni enn veikjast og var hún ekki beysin fyrir.“ Þarna er ég m.a. að vísa í kannanir Samkeppniseftirlitsins meðal bænda, en þær sýna að um og yfir 90% hrossa- og sauðfjárbænda og 75% nautgripabænda telja samningsstöðu bænda almennt vera veika eða enga gagnvart afurðastöðvum. Hvernig afnám samkeppni og einokun í rekstri afurðastöðva á að styrkja stöðu bænda gagnvart þeim er ofvaxið mínum skilningi. Hér má bæta við að þegar mjólkuriðnaðurinn fékk undanþágu frá samkeppnislögum, lá fyrir að bændur væru eigendur afurðastöðvanna og hefðu á þeim einhverja stjórn. Því er ekki að heilsa í kjötiðnaðinum nema að takmörkuðu leyti. Annað sem undirritaður sagði um bændur var eftirfarandi: „Ætlunin með hinu upphaflega frumvarpi var að styrkja fyrirtæki í eigu og undir stjórn bænda, nú eru þau skilyrði farin út og það eru einfaldlega ýmis stórfyrirtæki, sum hver með alveg hreint myljandi hagnað, sem mega núna hafa með sér samráð og sameinast án eftirlits Samkeppniseftirlitsins. Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið mjög auðvelt að forðast.“ Við Ásmundur höfum kannski mismunandi skilning á köldum kveðjum, en þessar voru alltént ekki til bænda, heldur fremur til þingmanna sem telja að það, sem er ólöglegt og jafnvel refsivert í öllum öðrum atvinnugreinum, sé bara í fínu lagi í landbúnaðinum. Samkeppnislögin hindra ekki hagræðingu Það er rétt að halda því til haga að Félag atvinnurekenda er aldeilis ekki ósammála því að rétt geti verið að hagræða í sláturiðnaðinum. En við höfum viljað að það gerðist innan ramma samkeppnislöggjafarinnar, eins og ég fór raunar yfir í viðtalinu við Stöð 2 en rúmaðist ekki í sjónvarpsfréttinni. 15. grein samkeppnislaga kveður á um að ákvæði um bann við samstilltum aðgerðum fyrirtækja eða samkeppnishindrunum gildi ekki ef samstarfið uppfylli tiltekin skilyrði, þar á meðal um að veita neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af samstarfinu hlýst og fyrirtækjunum sé ekki veitt færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðsluvaranna eða þjónustunnar sem um er að ræða. Sömuleiðis liggur fyrir nýlegur samruni afurðastöðva, þ.e. Kjarnafæðis og Norðlenska, sem Samkeppniseftirlitið heimilaði að uppfylltum skilyrðum m.a. til verndar hagsmunum bænda, neytenda og samkeppni. Samkeppnislöggjöfin gefur með öðrum orðum ágætt svigrúm til hagræðingar, samstarfs og sameiningar í kjötiðnaði, að því gefnu að áðurnefnd skilyrði séu uppfyllt. Það að menn telji þurfa að víkja henni til hliðar með undanþágum sem eiga sér ekki fordæmi í nágrannalöndunum bendir mjög eindregið til að þeir treysti sér ekki til að tryggja hag neytenda eða að samkeppni verði áfram við lýði. Atvinnurekendur og kýrnar Í umræðum á Alþingi í gær sagði Ásmundur Friðriksson: „Ég verð nú að segja það, virðulegur forseti, að þegar kýrnar í fjósinu hjá atvinnurekendum fara að baula þá held ég að við séum að gera eitthvað rétt í þinginu. Það er nú kannski bara óvirðing við kýrnar að vera að tala um þennan félagsskap í sömu andrá og þær.“ Gömlum kúasmala getur nú sárnað! Valdefling bænda Að lokum leyfir gamli kúasmalinn sér að birta texta úr umsögn Félags atvinnurekenda um drög að þingsályktunartilllögu, sem varð að gildandi landbúnaðarstefnu til 2040. Þar er afstaða félagsins til hlutverks bænda kjörnuð: „FA fagnar markmiðum stefnudraganna um að bændur búi yfir hæfni og getu til að mæta eftirspurn neytenda og að styrkja tengsl þeirra og traust gagnvart neytendum. FA telur þó að leggja ætti enn ríkari áherzlu á samstarf og sameiginlega hagsmuni bænda og verzlunar, en hvorug greinin getur án hinnar verið. Það er í sjálfu sér umhugsunarefni að stefnumótun í þessum málaflokki fari ekki fram í samtali á milli þessara greina. FA tekur undir að landbúnaðurinn eigi að vera „framsækinn og spennandi starfsvettvangur“ en finnst að gjarnan mætti leggja meiri áherzlu á það í stefnunni að bændur séu frumkvöðlar sem nýta sér krafta samkeppni á frjálsum markaði til að skapa sér og sínum góða lífsafkomu og framtíð. Í mótun landbúnaðarstefnu til framtíðar er lykilatriði að valdefla hinn íslenzka bónda sem sjálfstæðan atvinnurekanda og þátttakanda á markaði, sem vonandi er sem frjálsastur, til að skapa bændum sem ríkasta möguleika.“ Lagabreytingin, sem Ásmundur Friðriksson og félagar knúðu í gegnum Alþingi, er því miður ekki þáttur í valdeflingu íslenzkra bænda. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Samkeppnismál Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég sé að sá ágæti þingmaður, Ásmundur Friðriksson, víkur að greinarhöfundi nokkrum orðum á Facebook-síðu sinni. Ásmundur er í stjórnarmeirihlutanum í atvinnuveganefnd Alþingis, sem samdi hið nýja frumvarp um undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum, sem undirritaður og Félag atvinnurekenda hafa eindregið gagnrýnt, en varð að lögum í vikunni. Ásmundur segir að í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi hafi greinarhöfundur „að venju sen[t] bændum þessa lands kaldar kveðjur.“ Förum nú aðeins yfir hvað var sagt um bændur í viðtalinu: Styrkir einokun stöðu bænda?„Þetta mun væntanlega þýða hækkanir á verði og ég skil ekki gleði forystu Bændasamtakanna yfir þessum nýju lögum því ég held að staða bænda gagnvart afurðarstöðunum muni enn veikjast og var hún ekki beysin fyrir.“ Þarna er ég m.a. að vísa í kannanir Samkeppniseftirlitsins meðal bænda, en þær sýna að um og yfir 90% hrossa- og sauðfjárbænda og 75% nautgripabænda telja samningsstöðu bænda almennt vera veika eða enga gagnvart afurðastöðvum. Hvernig afnám samkeppni og einokun í rekstri afurðastöðva á að styrkja stöðu bænda gagnvart þeim er ofvaxið mínum skilningi. Hér má bæta við að þegar mjólkuriðnaðurinn fékk undanþágu frá samkeppnislögum, lá fyrir að bændur væru eigendur afurðastöðvanna og hefðu á þeim einhverja stjórn. Því er ekki að heilsa í kjötiðnaðinum nema að takmörkuðu leyti. Annað sem undirritaður sagði um bændur var eftirfarandi: „Ætlunin með hinu upphaflega frumvarpi var að styrkja fyrirtæki í eigu og undir stjórn bænda, nú eru þau skilyrði farin út og það eru einfaldlega ýmis stórfyrirtæki, sum hver með alveg hreint myljandi hagnað, sem mega núna hafa með sér samráð og sameinast án eftirlits Samkeppniseftirlitsins. Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið mjög auðvelt að forðast.“ Við Ásmundur höfum kannski mismunandi skilning á köldum kveðjum, en þessar voru alltént ekki til bænda, heldur fremur til þingmanna sem telja að það, sem er ólöglegt og jafnvel refsivert í öllum öðrum atvinnugreinum, sé bara í fínu lagi í landbúnaðinum. Samkeppnislögin hindra ekki hagræðingu Það er rétt að halda því til haga að Félag atvinnurekenda er aldeilis ekki ósammála því að rétt geti verið að hagræða í sláturiðnaðinum. En við höfum viljað að það gerðist innan ramma samkeppnislöggjafarinnar, eins og ég fór raunar yfir í viðtalinu við Stöð 2 en rúmaðist ekki í sjónvarpsfréttinni. 15. grein samkeppnislaga kveður á um að ákvæði um bann við samstilltum aðgerðum fyrirtækja eða samkeppnishindrunum gildi ekki ef samstarfið uppfylli tiltekin skilyrði, þar á meðal um að veita neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af samstarfinu hlýst og fyrirtækjunum sé ekki veitt færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðsluvaranna eða þjónustunnar sem um er að ræða. Sömuleiðis liggur fyrir nýlegur samruni afurðastöðva, þ.e. Kjarnafæðis og Norðlenska, sem Samkeppniseftirlitið heimilaði að uppfylltum skilyrðum m.a. til verndar hagsmunum bænda, neytenda og samkeppni. Samkeppnislöggjöfin gefur með öðrum orðum ágætt svigrúm til hagræðingar, samstarfs og sameiningar í kjötiðnaði, að því gefnu að áðurnefnd skilyrði séu uppfyllt. Það að menn telji þurfa að víkja henni til hliðar með undanþágum sem eiga sér ekki fordæmi í nágrannalöndunum bendir mjög eindregið til að þeir treysti sér ekki til að tryggja hag neytenda eða að samkeppni verði áfram við lýði. Atvinnurekendur og kýrnar Í umræðum á Alþingi í gær sagði Ásmundur Friðriksson: „Ég verð nú að segja það, virðulegur forseti, að þegar kýrnar í fjósinu hjá atvinnurekendum fara að baula þá held ég að við séum að gera eitthvað rétt í þinginu. Það er nú kannski bara óvirðing við kýrnar að vera að tala um þennan félagsskap í sömu andrá og þær.“ Gömlum kúasmala getur nú sárnað! Valdefling bænda Að lokum leyfir gamli kúasmalinn sér að birta texta úr umsögn Félags atvinnurekenda um drög að þingsályktunartilllögu, sem varð að gildandi landbúnaðarstefnu til 2040. Þar er afstaða félagsins til hlutverks bænda kjörnuð: „FA fagnar markmiðum stefnudraganna um að bændur búi yfir hæfni og getu til að mæta eftirspurn neytenda og að styrkja tengsl þeirra og traust gagnvart neytendum. FA telur þó að leggja ætti enn ríkari áherzlu á samstarf og sameiginlega hagsmuni bænda og verzlunar, en hvorug greinin getur án hinnar verið. Það er í sjálfu sér umhugsunarefni að stefnumótun í þessum málaflokki fari ekki fram í samtali á milli þessara greina. FA tekur undir að landbúnaðurinn eigi að vera „framsækinn og spennandi starfsvettvangur“ en finnst að gjarnan mætti leggja meiri áherzlu á það í stefnunni að bændur séu frumkvöðlar sem nýta sér krafta samkeppni á frjálsum markaði til að skapa sér og sínum góða lífsafkomu og framtíð. Í mótun landbúnaðarstefnu til framtíðar er lykilatriði að valdefla hinn íslenzka bónda sem sjálfstæðan atvinnurekanda og þátttakanda á markaði, sem vonandi er sem frjálsastur, til að skapa bændum sem ríkasta möguleika.“ Lagabreytingin, sem Ásmundur Friðriksson og félagar knúðu í gegnum Alþingi, er því miður ekki þáttur í valdeflingu íslenzkra bænda. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun