Björgvin og Sara með yfirburði en þetta eru þau efstu á Íslandi í CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 09:00 Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir voru einu Íslendingarnir inn á topp hundrað í CrossFit Open í ár. @sarasigmunds og @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir voru langefst Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit en niðurstöður úr þriðju og síðustu viku CrossFit Open hafa nú verið staðfestar. Sara var á toppnum meðal íslensku stelpnanna eftir allar þrjár vikurnar en Björgvin Karl tók toppsætið eftir aðra viku og jók bara forystu sína í lokavikunni. Alls voru tólf íslenskar stelpur inn á topp þúsund í heiminum en aðeins fimm íslenskir karlar. CrossFit Open er fyrstu hluti af þremur í undankeppni heimsleikanna. 25 prósent keppenda komast áfram í fjórðungsúrslit þar sem síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Í undanúrslitamótunum eru síðan sæti í boði á sjálfa heimsleikanna næsta haust. Björgvin Karl endaði í 22. sæti á heimsvísu og í níunda sæti í Evrópu. Hann varð í 45. sæti í heiminum í Open í fyrra en best náði hann öðru sætinu árið 2019 og fjórða sætinu bæði 2017 og 2020. Bergur Sverrisson varð næsthæstur íslensku strákanna en þó bara í 574. sæti á heimsvísu og í 215. sæti í Evrópu. Það segir mikið til um yfirburði Björgvins. Þriðji íslenski karlmaðurinn varð síðan handbolta- og fótboltadómararinn Sigurður Hjörtur Þrastarson. Sigurður varð í 659. sæti á heimsvísu en enn fremur í 9. sæti í sínum aldursflokki sem er flokkur 40 til 44 ára. Fjórði varð Ægir Björn Gunnsteinsson (926. sæti í heimi - 357. sæti í Evrópu) og fimmtiRagnar Ingi Klemenzson (929. sæti í heimi - 359. sæti í Evrópu). Hér fyrir neðan má sjá þá fimmtán efstu á Íslandi. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games Lini Linason, sem varð efstur Íslendinga eftir fyrstu vikuna og keppir undir dulnefni, endaði í sautjánda sætinu sem skilaði honum í 3347. sæti á heimsvísu. Sara Sigmundsdóttir er á góðri leið í endurkomu sinni en hún endaði í 30. sæti á heimsvísu sem er 154 sætum ofar en í fyrra og átján sætum ofar en árið 2022. Sara vann hins vegar Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Sara endaði í 10. sæti í Evrópu. Hún varð eina íslenska konan inn á topp hundrað í heiminum og 75 sætum á undan næstu íslensku konu. Þuríður Erla Helgadóttir varð önnur íslenskra kvenna en hún endaði í 105. sæti á heimsvísu og í 50. sæti í Evrópu. Þuríður lækkaði sig þriðja árið í röð en hún varð í 64. sæti í heiminum í fyrra, 46. sæti árið 2022 og í 29. sæti árið 2021. Þriðja af íslensku stelpunum var hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir en hún varð efst í heiminum í flokki sextán til sautján ára. Bergrós varð í 160. sæti á heimsvísu og í 69. sæti í Evrópu. Fjórða varð Steinunn Anna Svansdóttir (250. sæti í heimi - 109. sæti í Evrópu) og fimmta Birta Líf Þórarinsdóttir (284. sæti í heimi - 124. sæti í Evrópu). Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir í undankeppni Norður-Ameríku en hún endaði í 343. sæti á heimsvísu sem hefði skilað henni 141. sæti í Evrópu. Katrín Tanja hefði samkvæmt þessu endaði í sjötta sætinu meðal íslensku stelpnanna. Hér fyrir neðan má sjá þær fimmtán efstu á Íslandi en Katrín Tanja er ekki með á listanum enda á listanum yfir vesturhluta Norður-Ameríku. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira
Sara var á toppnum meðal íslensku stelpnanna eftir allar þrjár vikurnar en Björgvin Karl tók toppsætið eftir aðra viku og jók bara forystu sína í lokavikunni. Alls voru tólf íslenskar stelpur inn á topp þúsund í heiminum en aðeins fimm íslenskir karlar. CrossFit Open er fyrstu hluti af þremur í undankeppni heimsleikanna. 25 prósent keppenda komast áfram í fjórðungsúrslit þar sem síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Í undanúrslitamótunum eru síðan sæti í boði á sjálfa heimsleikanna næsta haust. Björgvin Karl endaði í 22. sæti á heimsvísu og í níunda sæti í Evrópu. Hann varð í 45. sæti í heiminum í Open í fyrra en best náði hann öðru sætinu árið 2019 og fjórða sætinu bæði 2017 og 2020. Bergur Sverrisson varð næsthæstur íslensku strákanna en þó bara í 574. sæti á heimsvísu og í 215. sæti í Evrópu. Það segir mikið til um yfirburði Björgvins. Þriðji íslenski karlmaðurinn varð síðan handbolta- og fótboltadómararinn Sigurður Hjörtur Þrastarson. Sigurður varð í 659. sæti á heimsvísu en enn fremur í 9. sæti í sínum aldursflokki sem er flokkur 40 til 44 ára. Fjórði varð Ægir Björn Gunnsteinsson (926. sæti í heimi - 357. sæti í Evrópu) og fimmtiRagnar Ingi Klemenzson (929. sæti í heimi - 359. sæti í Evrópu). Hér fyrir neðan má sjá þá fimmtán efstu á Íslandi. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games Lini Linason, sem varð efstur Íslendinga eftir fyrstu vikuna og keppir undir dulnefni, endaði í sautjánda sætinu sem skilaði honum í 3347. sæti á heimsvísu. Sara Sigmundsdóttir er á góðri leið í endurkomu sinni en hún endaði í 30. sæti á heimsvísu sem er 154 sætum ofar en í fyrra og átján sætum ofar en árið 2022. Sara vann hins vegar Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Sara endaði í 10. sæti í Evrópu. Hún varð eina íslenska konan inn á topp hundrað í heiminum og 75 sætum á undan næstu íslensku konu. Þuríður Erla Helgadóttir varð önnur íslenskra kvenna en hún endaði í 105. sæti á heimsvísu og í 50. sæti í Evrópu. Þuríður lækkaði sig þriðja árið í röð en hún varð í 64. sæti í heiminum í fyrra, 46. sæti árið 2022 og í 29. sæti árið 2021. Þriðja af íslensku stelpunum var hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir en hún varð efst í heiminum í flokki sextán til sautján ára. Bergrós varð í 160. sæti á heimsvísu og í 69. sæti í Evrópu. Fjórða varð Steinunn Anna Svansdóttir (250. sæti í heimi - 109. sæti í Evrópu) og fimmta Birta Líf Þórarinsdóttir (284. sæti í heimi - 124. sæti í Evrópu). Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir í undankeppni Norður-Ameríku en hún endaði í 343. sæti á heimsvísu sem hefði skilað henni 141. sæti í Evrópu. Katrín Tanja hefði samkvæmt þessu endaði í sjötta sætinu meðal íslensku stelpnanna. Hér fyrir neðan má sjá þær fimmtán efstu á Íslandi en Katrín Tanja er ekki með á listanum enda á listanum yfir vesturhluta Norður-Ameríku. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games
CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira