Ekkert öðruvísi að eiga barn með Downs Lovísa Arnardóttir skrifar 21. mars 2024 17:01 Íris Lilja og Bjarki með börnunum sínum tveimur. Emblu Rún og Hermanni Inga. Aðsendar Íris Lilja Þórðardóttir fagnar í dag í fyrsta sinn Alþjóðlegum degi Downs-heilkennis með dóttur sinni, Emblu Rún, sem er með Downs. Fjölskyldan klæddi sig öll upp í mislita sokka í morgun og ætlar seinna í dag að halda á hitting hjá Downs-félaginu sem haldinn er í Þróttaraheimilinu. „Þessi dagur hefur aðra þýðingu í dag en áður og snertir okkur aðeins meira,“ segir Íris Lilja en dagurinn hefur að öðru leyti verið nokkuð hefðbundinn. „Við fórum í sjúkraþjálfun í Æfingastöðina og erum svo á leið í Þróttaraheimilið á eftir,“ segir hún og að það sé mikil eftirvænting fyrir viðburðinum. „Það er svo endurnærandi að hitta aðrar fjölskyldur í þessari stöðu. Það er í raun ekkert að skilja við að eiga barn með Downs, en þú færð allt annað viðhorf frá fólki sem á ekki barn með Downs. Þau kannski vorkenna þér ekki beint en inn á milli kemur einhver sem lætur eins og hann bara gæti ekki verið í minni stöðu.“ Íris Lilja og maðurinn hennar, Bjarki Eyþórsson, ræddu fæðingu Emblu Rúnar fyrir tæpu ári síðan í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 en þá var dóttir þeirra fyrsta barnið til að fæðast með Downs-heilkennið í rúm tvö ár á Íslandi. Þau lýstu í viðtalinu mjög blendnum tilfinningum. Mikilli gleði en líka sorg. „Ég veit að við vorum grátandi í viðtalinu og það var mikil óvissa og hræðsla þá. En það er ekkert samasemmerki að eignast barn með Downs og óheilbrigt barn. Það er bara aðeins litríkara, og kannski kemur það mörgum á óvart, en það er líka skemmtilegra. Hún er búin að kenna okkur rosalega mikið,“ segir Íris Lilja. Þegar viðtalið var tekið var Embla Rún aðeins fjögurra daga gömul. „Við vorum enn að ná utan um þetta, og það er alveg fínt að sjá þetta, því við vitum þá bara hversu langt við erum komin núna. Þetta eru ekkert óeðlilegar tilfinningar. Ég skil alla sem fæða barn með eitthvað svona að það taki einhver hræðsla við, og bara börn yfir höfuð. Maður er alltaf hræddur um börnin sín.“ Rólegra fæðingarorlof Hún segir að fyrstu vikurnar eftir fæðingu Emblu Rúnar hafi farið í að meðtaka þetta allt. „Þetta kom okkur allt nokkuð á óvart því við vissum þetta ekki á meðan hún var í maganum. En furðufljótt föttuðum við að þetta er ekkert öðruvísi en að eiga önnur börn. Viðhorfið sem við fengum frá öðrum var einhvern veginn þannig að líf okkar væri að fara að vera allt öðruvísi en ef við hefðum eignast „týpískt“ barn. En svo er þetta ekkert það mikið öðruvísi,“ segir Íris Lilja og að fæðingarorlofið hafi verið mjög svipað því sem það var þegar hún eignaðist son sinn. „Það hefur eiginlega verið rólegra. Hún er miklu værari og er með rosalega gott og rólegt geðslag.“ Hún segir að eftir að hún eignaðist Emblu Rún hafi hún hætt að bera hana, og son sinn, saman við önnur börn. Embla Rún er nú farin að sitja og skríða. Hún verður eins árs eftir tæpan mánuð. Aðsend „Ég bar son minn miklu meira saman við önnur börn, en ég fer ekkert þangað með hana. Það er ekkert til að bera saman við. Þetta hefur kennt manni að þetta bara kemur allt. Þegar hún fæddist sá ég hana aldrei fyrir mér sitja. En svo bara gerði hún það. Svo sá ég hana aldrei fyrir mér skríða. En svo gerir hún það núna. Tíminn er einhvern veginn fljótari að líða, en líka lengur að líða. Ég er að fá að eiga lítið barn miklu lengur en með son minn. Hann var byrjaður að labba á þessum aldri og hún er að byrja að skríða.“ Stutt í leikskóla og þriðja barnið Íris Lilja er enn í fæðingarorlofi en Embla Rún byrjar í leikskóla í maí á þessu ári. Hún fer á sama leikskóla og bróðir hennar. Stuttu seinna, eða í júní, eiga Íris og Bjarki svo von á sínu þriðja barni. „Það verður örugglega mikið þroskastökk þegar hún byrjar á leikskóla. Hún er ekkert mikið innan um börn núna, nema bróður sinn. Við vildum alltaf eignast þrjú til fjögur börn og ein af ástæðunum fyrir því að við flýttum þessum þriðja var til að fá einhvern sem gæti peppað hana og hún gæti litið til og haldið í við,“ segir Íris Lilja. Hermann Ingi og Embla Rún eru bæði spennt að eignast lítið systkini. Aðsend Hún segir að barnið sem þau eiga von á sé ekki með Downs en að það sé í raun það síðasta sem hún hafi hræðst. „Það var engin hræðsla hjá okkur við að eignast annað barn með Downs. Það er meira eitthvað annað. Þegar ég fékk niðurstöðurnar þá var það samt ekkert það sem ég hræðist. En mér fannst upplifun margra að þá værum við „safe“. En hræðist miklu frekar einhver heilsufarsvandamál eða að barninu líði illa. Ég er mjög þakklát að ég fékk Emblu með Downs í staðinn fyrir að fá eitthvað barn sem líður illa. Því henni líður mjög vel, og betur en flestum sem ég þekki.“ Downs-heilkenni Börn og uppeldi Heilbrigðismál Fæðingarorlof Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Mikil sorg en samt svo mikil gleði“ Nýbakaðir foreldrar stúlku með Downs-heilkenni, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin. 21. apríl 2023 20:31 Færðu forseta Íslands mislita sokka Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni. 21. mars 2024 14:13 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Þessi dagur hefur aðra þýðingu í dag en áður og snertir okkur aðeins meira,“ segir Íris Lilja en dagurinn hefur að öðru leyti verið nokkuð hefðbundinn. „Við fórum í sjúkraþjálfun í Æfingastöðina og erum svo á leið í Þróttaraheimilið á eftir,“ segir hún og að það sé mikil eftirvænting fyrir viðburðinum. „Það er svo endurnærandi að hitta aðrar fjölskyldur í þessari stöðu. Það er í raun ekkert að skilja við að eiga barn með Downs, en þú færð allt annað viðhorf frá fólki sem á ekki barn með Downs. Þau kannski vorkenna þér ekki beint en inn á milli kemur einhver sem lætur eins og hann bara gæti ekki verið í minni stöðu.“ Íris Lilja og maðurinn hennar, Bjarki Eyþórsson, ræddu fæðingu Emblu Rúnar fyrir tæpu ári síðan í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 en þá var dóttir þeirra fyrsta barnið til að fæðast með Downs-heilkennið í rúm tvö ár á Íslandi. Þau lýstu í viðtalinu mjög blendnum tilfinningum. Mikilli gleði en líka sorg. „Ég veit að við vorum grátandi í viðtalinu og það var mikil óvissa og hræðsla þá. En það er ekkert samasemmerki að eignast barn með Downs og óheilbrigt barn. Það er bara aðeins litríkara, og kannski kemur það mörgum á óvart, en það er líka skemmtilegra. Hún er búin að kenna okkur rosalega mikið,“ segir Íris Lilja. Þegar viðtalið var tekið var Embla Rún aðeins fjögurra daga gömul. „Við vorum enn að ná utan um þetta, og það er alveg fínt að sjá þetta, því við vitum þá bara hversu langt við erum komin núna. Þetta eru ekkert óeðlilegar tilfinningar. Ég skil alla sem fæða barn með eitthvað svona að það taki einhver hræðsla við, og bara börn yfir höfuð. Maður er alltaf hræddur um börnin sín.“ Rólegra fæðingarorlof Hún segir að fyrstu vikurnar eftir fæðingu Emblu Rúnar hafi farið í að meðtaka þetta allt. „Þetta kom okkur allt nokkuð á óvart því við vissum þetta ekki á meðan hún var í maganum. En furðufljótt föttuðum við að þetta er ekkert öðruvísi en að eiga önnur börn. Viðhorfið sem við fengum frá öðrum var einhvern veginn þannig að líf okkar væri að fara að vera allt öðruvísi en ef við hefðum eignast „týpískt“ barn. En svo er þetta ekkert það mikið öðruvísi,“ segir Íris Lilja og að fæðingarorlofið hafi verið mjög svipað því sem það var þegar hún eignaðist son sinn. „Það hefur eiginlega verið rólegra. Hún er miklu værari og er með rosalega gott og rólegt geðslag.“ Hún segir að eftir að hún eignaðist Emblu Rún hafi hún hætt að bera hana, og son sinn, saman við önnur börn. Embla Rún er nú farin að sitja og skríða. Hún verður eins árs eftir tæpan mánuð. Aðsend „Ég bar son minn miklu meira saman við önnur börn, en ég fer ekkert þangað með hana. Það er ekkert til að bera saman við. Þetta hefur kennt manni að þetta bara kemur allt. Þegar hún fæddist sá ég hana aldrei fyrir mér sitja. En svo bara gerði hún það. Svo sá ég hana aldrei fyrir mér skríða. En svo gerir hún það núna. Tíminn er einhvern veginn fljótari að líða, en líka lengur að líða. Ég er að fá að eiga lítið barn miklu lengur en með son minn. Hann var byrjaður að labba á þessum aldri og hún er að byrja að skríða.“ Stutt í leikskóla og þriðja barnið Íris Lilja er enn í fæðingarorlofi en Embla Rún byrjar í leikskóla í maí á þessu ári. Hún fer á sama leikskóla og bróðir hennar. Stuttu seinna, eða í júní, eiga Íris og Bjarki svo von á sínu þriðja barni. „Það verður örugglega mikið þroskastökk þegar hún byrjar á leikskóla. Hún er ekkert mikið innan um börn núna, nema bróður sinn. Við vildum alltaf eignast þrjú til fjögur börn og ein af ástæðunum fyrir því að við flýttum þessum þriðja var til að fá einhvern sem gæti peppað hana og hún gæti litið til og haldið í við,“ segir Íris Lilja. Hermann Ingi og Embla Rún eru bæði spennt að eignast lítið systkini. Aðsend Hún segir að barnið sem þau eiga von á sé ekki með Downs en að það sé í raun það síðasta sem hún hafi hræðst. „Það var engin hræðsla hjá okkur við að eignast annað barn með Downs. Það er meira eitthvað annað. Þegar ég fékk niðurstöðurnar þá var það samt ekkert það sem ég hræðist. En mér fannst upplifun margra að þá værum við „safe“. En hræðist miklu frekar einhver heilsufarsvandamál eða að barninu líði illa. Ég er mjög þakklát að ég fékk Emblu með Downs í staðinn fyrir að fá eitthvað barn sem líður illa. Því henni líður mjög vel, og betur en flestum sem ég þekki.“
Downs-heilkenni Börn og uppeldi Heilbrigðismál Fæðingarorlof Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Mikil sorg en samt svo mikil gleði“ Nýbakaðir foreldrar stúlku með Downs-heilkenni, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin. 21. apríl 2023 20:31 Færðu forseta Íslands mislita sokka Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni. 21. mars 2024 14:13 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Mikil sorg en samt svo mikil gleði“ Nýbakaðir foreldrar stúlku með Downs-heilkenni, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin. 21. apríl 2023 20:31
Færðu forseta Íslands mislita sokka Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni. 21. mars 2024 14:13