Í tilkynningu kemur fram að alls hafi verið á kjörskrá 23.677 félagsmenn aðildarfélaga SGS. Atkvæði greiddu 4.156 manns eða 17.55 prósent. Atkvæðagreiðsla um samningin stóð yfir dagana 13. til 20. mars.
Telst kjarasamningurinn, sem undirritaður var 7. mars síðastliðinn, því samþykktur hjá öllum 18 aðildarfélögum SGS:
AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf.
Fyrr í dag var greint frá því að félagsmenn Eflingar hefðu einnig samþykkt kjarasamning sinn við SA.