Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar falleinkunn fyrir heilbrigðisyfirvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2024 13:27 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar kallar eftir því að einhver taki málefni ópíóðafíknar í fangið. Vísir/Vilhelm Ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. Þetta er eitt af því sem fram kemur í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum. Þingmaður Viðreisnar segir skýrsluna falleinkun fyrir stjórnvöld. Talið er að þrjátíu hafi látist vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk, og tugir til viðbótar úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Þingmaður Viðreisnar segir skýrslu ríkisendurskoðunar ekki koma á óvart. „Það eru allt of fá úrræði, það er allt of mikill skortur á yfirsýn. Það er ekki búið að greina hversu mikla fjármuni þarf til að leysa vandann. Þetta er allt bein afleiðing af ákveðnu forystuleysi sem ríkir í þessum málaflokki og er undirstrikað rækilega í þessari góðu skýrslu ríkisendurskoðunar,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Hún er auðvitað bara falleinkunn yfir því hvernig við höfum verið að gera hlutina undanfarna áratugi. Þetta er ekki nýr vandi, þetta hefur verið lengi. Við þurfum að gera miklu, miklu betur.“ Fram kemur í skýrslunni að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu, heldur hafi að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Sem eru að vinna rosalega gott starf í baráttunni við ópíóða og fíknisjúkdóminn. En grasrótarstarfið og félagasamtökin verða til því ríkið er ekki að sinna sínu hlutverki,“ segir Sigmar. Síðasta vor lofaði heilbrigðisráðherra að verja 225 milljónum í að sporna við skaða af völdum ópíóða. Búið er að verja um 90 milljónum í aðgerðirnar. „Ríkið borgar viðhaldsmeðferð gegn ópíóðafíkn fyrir níutíu en það eru 268 einstaklinga sem eiga sína stjórnarskrárbundnu heilbrigðisþjónustu undir því að fólk sé duglegt að selja álfinn hjá SÁÁ. Ég skil ekki af hverju þessir fjármunir, sem lofað var, hafa ekki skilað sér með beinum hætti inn í meðferðarkerfið okkar. Þrátt fyrir að allir séu velviljaðir að gera meira skortir með afgerandi hætti forystu og að einhver einn taki sér það vald að taka málaflokkinn í fangið og gera betur,“ segir Sigmar. Fíkn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38 Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Talið er að þrjátíu hafi látist vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk, og tugir til viðbótar úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Þingmaður Viðreisnar segir skýrslu ríkisendurskoðunar ekki koma á óvart. „Það eru allt of fá úrræði, það er allt of mikill skortur á yfirsýn. Það er ekki búið að greina hversu mikla fjármuni þarf til að leysa vandann. Þetta er allt bein afleiðing af ákveðnu forystuleysi sem ríkir í þessum málaflokki og er undirstrikað rækilega í þessari góðu skýrslu ríkisendurskoðunar,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Hún er auðvitað bara falleinkunn yfir því hvernig við höfum verið að gera hlutina undanfarna áratugi. Þetta er ekki nýr vandi, þetta hefur verið lengi. Við þurfum að gera miklu, miklu betur.“ Fram kemur í skýrslunni að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu, heldur hafi að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Sem eru að vinna rosalega gott starf í baráttunni við ópíóða og fíknisjúkdóminn. En grasrótarstarfið og félagasamtökin verða til því ríkið er ekki að sinna sínu hlutverki,“ segir Sigmar. Síðasta vor lofaði heilbrigðisráðherra að verja 225 milljónum í að sporna við skaða af völdum ópíóða. Búið er að verja um 90 milljónum í aðgerðirnar. „Ríkið borgar viðhaldsmeðferð gegn ópíóðafíkn fyrir níutíu en það eru 268 einstaklinga sem eiga sína stjórnarskrárbundnu heilbrigðisþjónustu undir því að fólk sé duglegt að selja álfinn hjá SÁÁ. Ég skil ekki af hverju þessir fjármunir, sem lofað var, hafa ekki skilað sér með beinum hætti inn í meðferðarkerfið okkar. Þrátt fyrir að allir séu velviljaðir að gera meira skortir með afgerandi hætti forystu og að einhver einn taki sér það vald að taka málaflokkinn í fangið og gera betur,“ segir Sigmar.
Fíkn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38 Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38
Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30