Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga
![Nú bíða margir spenntir eftir því hvað Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og peningastefnunefnd Seðlabankans ákveða að gera í vaxtamálum eftir þrjár vikur.](https://www.visir.is/i/6E309B93110DBCF75924CC9234F0A3705CA6C6D02CF3878D8295B8929CBBEE03_713x0.jpg)
Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/4016E3910C3B4A82CA7E02682809F4B7DEB802E3428E5AAF30A5DAC788FD37DD_308x200.jpg)
Vöxtum haldið óbreyttum fjórða fundinn í röð en óvissa minnkað eftir kjarasamninga
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við væntingar meirihluta markaðsaðila og greinenda, en segir að óvissa hafi minnkað eftir að kjarasamningar kláruðust á almennum vinnumarkaði. Nefndin varar hins vegar við hættu á launaskriði vegna spennu í þjóðarbúinu og að verðbólga kunni að reynast þrálát.
![](https://www.visir.is/i/815F75354B4FEF5C31EC2A400DF6A6F587AFAC9E3CD06C87A68384B8C72DB08E_308x200.jpg)
Tvísýn ákvörðun en markaðurinn veðjar á óbreytta vexti enn um sinn
Þrátt fyrir skaplega niðurstöðu í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegur þyngra að síðasta verðbólgumæling var slæm, talsvert yfir spám greinenda, og því er erfitt fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans að réttlæta á þessari stundu að hefja vaxtalækkunarferlið, að mati meirihluta markaðsaðila og hagfræðinga í vaxtakönnun Innherja. Aðrir benda á hækkandi raunvaxtastig, skýr merki um kólnun í hagkerfinu og lækkandi verðbólguvæntingar og telja að bankinn muni því fara í varfærna vaxtalækkun í fyrsta sinn frá árslokum 2020.