Starfsmenn sakaðir um að reyna að komast í heilsufarsgögn Katrínar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2024 06:39 Heimildarmenn segja prinsessuna líklega munu greina frá því á einhverjum tímapunkti hvað hrjáði hana. epa/Andy Rain Rannsókn er hafin á London Clinic einkasjúkrahúsinu eftir að starfsmenn þar voru sakaðir um að hafa freistað þess að sækja heilbrigðisupplýsingar Katrínar prinsessu af Wales. Samkvæmt breska miðlinum Mirror reyndi að minnsta kosti einn starfsmaður að ná í gögn prinsessunnar þegar hún lá inni á sjúkrahúsinu til að gangast undir aðgerð á kviðarholi fyrr á árinu. Yfirmenn London Clinic eru sagðir hafa sett sig í samband við Kensington höll um leið og málið kom upp og fullvissað starfsmenn Katrínar og Vilhjálms eiginmanns hennar um að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Búið er að tilkynna málið til yfirvalda. Kensington höll segir málið í höndum London Clinic. Einkasjúkrahúsið þar sem Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi.epa/Tolga Akmen Þegar greint var frá því að Katrín myndi gangast undir aðgerð á kviðarholi fylgdi það sögunni að nánari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp, fyrir utan að ekki væri um að ræða aðgerð vegna krabbameins. Heilsufarsupplýsingar prinsessunnar væru einkamál og að ákvörðunin um að deila ekki smáatriðum væri meðal annars tekin til að vernda börnin hennar. Á svipuðum tíma var hins vegar greint frá því að Karl III Bretakonungur hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir aðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Miklar vangaveltur fóru af stað vegna þess hve langan tíma prinsessunni var ætlað að jafna sig en hún gekkst undir aðgerðina í janúar og var sögð myndu snúa aftur til starfa eftir páska. Síðan hafa samsæriskenningar grasserað og margir gert því skóna að málið sé mun alvarlega en gefið hefur verið upp; Katrín sé alvarlega veik, jafnvel dáin, eða að hjónaband þeirra Vilhjálms standi á brauðfótum, svo eitthvað sé nefnt. Mögulega hafa menn náð áttum á ný eftir að myndir náðust af prinsessunni á markaði nærri heimili þeirra í Windsor í vikunni og þá hefur Times greint frá því að Katrín muni ganga til kirkju á Páskadag. Guardian greindi frá. Bretland Kóngafólk Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira
Samkvæmt breska miðlinum Mirror reyndi að minnsta kosti einn starfsmaður að ná í gögn prinsessunnar þegar hún lá inni á sjúkrahúsinu til að gangast undir aðgerð á kviðarholi fyrr á árinu. Yfirmenn London Clinic eru sagðir hafa sett sig í samband við Kensington höll um leið og málið kom upp og fullvissað starfsmenn Katrínar og Vilhjálms eiginmanns hennar um að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Búið er að tilkynna málið til yfirvalda. Kensington höll segir málið í höndum London Clinic. Einkasjúkrahúsið þar sem Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi.epa/Tolga Akmen Þegar greint var frá því að Katrín myndi gangast undir aðgerð á kviðarholi fylgdi það sögunni að nánari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp, fyrir utan að ekki væri um að ræða aðgerð vegna krabbameins. Heilsufarsupplýsingar prinsessunnar væru einkamál og að ákvörðunin um að deila ekki smáatriðum væri meðal annars tekin til að vernda börnin hennar. Á svipuðum tíma var hins vegar greint frá því að Karl III Bretakonungur hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir aðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Miklar vangaveltur fóru af stað vegna þess hve langan tíma prinsessunni var ætlað að jafna sig en hún gekkst undir aðgerðina í janúar og var sögð myndu snúa aftur til starfa eftir páska. Síðan hafa samsæriskenningar grasserað og margir gert því skóna að málið sé mun alvarlega en gefið hefur verið upp; Katrín sé alvarlega veik, jafnvel dáin, eða að hjónaband þeirra Vilhjálms standi á brauðfótum, svo eitthvað sé nefnt. Mögulega hafa menn náð áttum á ný eftir að myndir náðust af prinsessunni á markaði nærri heimili þeirra í Windsor í vikunni og þá hefur Times greint frá því að Katrín muni ganga til kirkju á Páskadag. Guardian greindi frá.
Bretland Kóngafólk Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira