Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1952 og eru veitt höfundi sem skrifar á nýnorsku eða höfundi sem stuðlað hefur að samstarfi milli Noregs og annað hvort Íslands eða Færeyja. Bók hennar Blóðhófnir kom út í Noregi árið 2014 í þýðingu Knut Ödegaard, og vakti mikla athygli og mjög góða dóma. Er hún meðal margra bóka Gerðar sem komið hafa út í Noregi og notið vinsælda. Þar má nefna ljóðabókina Drápu sem var valin á lista bestu bóka ársins hjá fréttamiðlunum Aftenposten og Klassekampen. Ljóðabókin Urta var einnig nýverið seld til virts forlags að nafni Cappelen-Damm.
Á meðal fyrri verðlaunahafa eru Olav H. Hauge, Knut Ödegaard, Jon Fosse, Carl Jóhan Jenssen og Eivör Pálsdóttir.