Samiðn og SA komust að samkomulagi um kjarasamning þann 7. mars og var hann lagður í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Samiðnar sem stóð yfir frá 12. til 19. mars. Samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta í öllum tilvikum og taka gildi frá 1. febrúar síðastliðnum.
Um fjóra ólíka samninga er að ræða innan Samiðnar enn allir voru samþykktir af sjötíu til áttatíu prósentum félagsmanna. Kjörsókn var á bilinu nítján til fjörutíu prósent.