„Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 08:54 Frá fundi Öryggisráðsins í gær. AP/Eduardo Munoz Alvarez Bandaríkin og Japan standa saman að ályktun sem hefur verið lögð fram í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum í geimnum. Sendifulltrúi Bandaríkjanna, Linda Thomas-Greenfield, sagði á fundi ráðsins í gær að það væri „fordæmalaust, hættulegt og óásættanlegt“ að koma kjarnorkuvopnum á sporbraut um jörðu. Ákvörðun Bandaríkjanna og Japana kemur á hæla fregna þess efnis að Rússar hefðu þróað tækni sem mætti nýta til að eyðileggja gervihnetti. Það var Hvíta húsið sem greindi frá þessu í febrúar síðastliðinum en þá kom fram að ekki stafaði ógn af vopninu enn sem komið væri. Greint var frá því í erlendum miðlum að um væri að ræða einhvers konar kjarnorku- eða gjöreyðingarvopn en þetta fékkst ekki staðfest. Aðeins að vopnið væri ætlað til notkunar í geimnum og að það fæli í sér brot á Geimsáttmálanum frá 1967, sem kveður á um bann gegn gjöreyðingarvopnum í geimnum. 114 ríki eru aðilar að sáttmálanum, þeirra á meðal Bandaríkin og Rússland. Utanríkisráðherra Yoko Kamikawa, sem stýrði Öryggisráðsfundinum þar sem rætt var um ályktun Bandaríkjanna og Japan, sagði að þrátt fyrir mikla spennu í samskiptum ríkja á tímum Kalda stríðsins, hefðu menn getað sameinast um það að friður ríkti í geimnum. Bannið sem menn hefðu náð samkomulagi um þá ætti einnig að virða í dag. Dmitry Polyansky, sendifulltrúi Rússlands í Bandaríkjunum, sagði ályktunina hins vegar enn eina áróðursbrelluna af hálfu Bandaríkjastjórnar. Rússar hafa neitað að vinna að „geimvopni“ og þá sagði Polyansky ályktunina ekki hafa verið unna af sérfræðingum né samráð verið haft um hana. Antóníó Guterres, framkævmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virðist hins vegar fylgjandi ályktuninni og hefur bent á að spenna og vantraust ríkja á milli hefði ekki verið meiri í marga áratugi. „Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer,“ sagði Guterres, í vísun í Óskarsverðlaunamynd Christopher Nolan um þróun kjarnorkusprengjunnar. Guardian greindi frá. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Japan Rússland Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Sjá meira
Sendifulltrúi Bandaríkjanna, Linda Thomas-Greenfield, sagði á fundi ráðsins í gær að það væri „fordæmalaust, hættulegt og óásættanlegt“ að koma kjarnorkuvopnum á sporbraut um jörðu. Ákvörðun Bandaríkjanna og Japana kemur á hæla fregna þess efnis að Rússar hefðu þróað tækni sem mætti nýta til að eyðileggja gervihnetti. Það var Hvíta húsið sem greindi frá þessu í febrúar síðastliðinum en þá kom fram að ekki stafaði ógn af vopninu enn sem komið væri. Greint var frá því í erlendum miðlum að um væri að ræða einhvers konar kjarnorku- eða gjöreyðingarvopn en þetta fékkst ekki staðfest. Aðeins að vopnið væri ætlað til notkunar í geimnum og að það fæli í sér brot á Geimsáttmálanum frá 1967, sem kveður á um bann gegn gjöreyðingarvopnum í geimnum. 114 ríki eru aðilar að sáttmálanum, þeirra á meðal Bandaríkin og Rússland. Utanríkisráðherra Yoko Kamikawa, sem stýrði Öryggisráðsfundinum þar sem rætt var um ályktun Bandaríkjanna og Japan, sagði að þrátt fyrir mikla spennu í samskiptum ríkja á tímum Kalda stríðsins, hefðu menn getað sameinast um það að friður ríkti í geimnum. Bannið sem menn hefðu náð samkomulagi um þá ætti einnig að virða í dag. Dmitry Polyansky, sendifulltrúi Rússlands í Bandaríkjunum, sagði ályktunina hins vegar enn eina áróðursbrelluna af hálfu Bandaríkjastjórnar. Rússar hafa neitað að vinna að „geimvopni“ og þá sagði Polyansky ályktunina ekki hafa verið unna af sérfræðingum né samráð verið haft um hana. Antóníó Guterres, framkævmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virðist hins vegar fylgjandi ályktuninni og hefur bent á að spenna og vantraust ríkja á milli hefði ekki verið meiri í marga áratugi. „Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer,“ sagði Guterres, í vísun í Óskarsverðlaunamynd Christopher Nolan um þróun kjarnorkusprengjunnar. Guardian greindi frá.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Japan Rússland Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“