Á fasteignavef Vísis kemur fram að staðurinn séu rúmir 167 fermetrar að stærð, í húsi sem byggt var árið 1959.
„Rótgróinn matsölustaður miðsvæðis í Reykjavík. Verið starfræktur í samtals tuttugu ár í Reykjavík, þar af tólf ár í Skipholti 70,“ segir á vefnum. Áður var annar staður Pizza King til húsa við Hafnarstræti 18 í miðbæ Reykjavíkur.

Þá segir að öll helstu tól og tæki fylgi til áframhaldandi reksturs á staðnum. Og góðir möguleikar til að bæta við vöruframboð.

Fram kemur að staðurinn hafi starfsleyfi til árs 2035 og leigusamningur við eigendur sé í gildi til 2031.
