Kveðja eftir 117 ára góðgerðarstarf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 15:33 Kvenfélagið hefur verið starfrækt í 117 ár á Akureyri. Vísir/Tryggvi Páll Kvenfélagið Hlíf á Akureyri heyrir nú sögunni til. Á aðalfundi í liðinni viku var samþykkt að leggja félagið niður. Halldóra Stefánsdóttir, ritari félagsins, greinir frá tímamótunum í tilkynningu. Félagið var stofnað þann 4. febrúar 1907 af nokkrum konum í Akureyrarkaupstað. Aðalmarkmið félagsins fyrstu árin var „að hjúkra og aðstoða fátæka og örvasa gamalmenni“ eins og fram kemur í fyrstu lögum félagsins. Síðar stofnuðu Hlífarkonur og starfræktu um árabil leikskólann Pálmholt en gáfu hann „ásamt öllum kostum og göllum“ til Akureyrarbæjar 1973. Þá var sjónum félagsins beint að barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og varð deildin óskabarn félagsins um árabil. Flest eldri tæki deildarinnar, leikföng og afþreyingarefni má þakka vinnu Hlífarkvenna og velvilja bæjarbúa og fyrirtækja í bænum. Seinni árin hefur kvenfélagið styrkt ýmis mál tengt börnum. Fram kemur í tilkynningunni að húsnæðisskortur hafi háð Hlíf um margra ára skeið. Fundir hafi fyrir vikið verið haldnir víða um bæinn. „Var nú farið að halla undir fæti hjá félaginu. Þó að nokkuð margar konur gengju í félagið á tímabili, mættu þær lítið sem ekkert á fundi og voru ekki tiltækar þegar fara átti í fjáröflun. Reynt var að halda kleinusölu, dansiball og kaffi á Mæðradaginn, en bæði var dræm þátttaka félagskvenna í undirbúningi og lítil aðsókn til þess að allt féll niður,“ segir í tilkynningunni. Starfsemi hafi legið nánast niðri á Covid-árunum frá 2020 til 2022. „Hafði mæting á fundinn verið frekar dræm árin á undan og þegar farið var að funda á ný mættu aðeins nokkrar konur. Reynt var samt að halda sig við haustfund, jólafund og aðalfund. Í vorferð félagsins í maí 2023 mættu 6 konur.“ Flestar urðu félagskonur um 60 en aðeins 11 konur mættu á síðasta aðalfundinn. „Nú var svo komið að stjórn Hlífar sá ekki fram á að hægt væri að auka áhuga kvenna á starfinu, margt annað hefur komið til í þjóðfélaginu sem konur eru að sýsla við. Við leiðarlok vilja Hlífarkonur koma fram þakklæti til bæjarbúa og fyrirtækja á Akureyri fyrir hlýhug og velvild í garð félagsins alla tíð,“ segir í tilkynningu sem stjórn Kvenfélagsins Hlífar síðasta starfsárið 2023-2024 ritar undir. Þær Birgit Schov formaður, Halldóra Stefánsdóttir ritari, Kristín Hilmarsdóttir gjaldkeri og Margrét Steingrímsdóttir meðstjórnandi. Akureyri Hjálparstarf Tímamót Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Halldóra Stefánsdóttir, ritari félagsins, greinir frá tímamótunum í tilkynningu. Félagið var stofnað þann 4. febrúar 1907 af nokkrum konum í Akureyrarkaupstað. Aðalmarkmið félagsins fyrstu árin var „að hjúkra og aðstoða fátæka og örvasa gamalmenni“ eins og fram kemur í fyrstu lögum félagsins. Síðar stofnuðu Hlífarkonur og starfræktu um árabil leikskólann Pálmholt en gáfu hann „ásamt öllum kostum og göllum“ til Akureyrarbæjar 1973. Þá var sjónum félagsins beint að barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og varð deildin óskabarn félagsins um árabil. Flest eldri tæki deildarinnar, leikföng og afþreyingarefni má þakka vinnu Hlífarkvenna og velvilja bæjarbúa og fyrirtækja í bænum. Seinni árin hefur kvenfélagið styrkt ýmis mál tengt börnum. Fram kemur í tilkynningunni að húsnæðisskortur hafi háð Hlíf um margra ára skeið. Fundir hafi fyrir vikið verið haldnir víða um bæinn. „Var nú farið að halla undir fæti hjá félaginu. Þó að nokkuð margar konur gengju í félagið á tímabili, mættu þær lítið sem ekkert á fundi og voru ekki tiltækar þegar fara átti í fjáröflun. Reynt var að halda kleinusölu, dansiball og kaffi á Mæðradaginn, en bæði var dræm þátttaka félagskvenna í undirbúningi og lítil aðsókn til þess að allt féll niður,“ segir í tilkynningunni. Starfsemi hafi legið nánast niðri á Covid-árunum frá 2020 til 2022. „Hafði mæting á fundinn verið frekar dræm árin á undan og þegar farið var að funda á ný mættu aðeins nokkrar konur. Reynt var samt að halda sig við haustfund, jólafund og aðalfund. Í vorferð félagsins í maí 2023 mættu 6 konur.“ Flestar urðu félagskonur um 60 en aðeins 11 konur mættu á síðasta aðalfundinn. „Nú var svo komið að stjórn Hlífar sá ekki fram á að hægt væri að auka áhuga kvenna á starfinu, margt annað hefur komið til í þjóðfélaginu sem konur eru að sýsla við. Við leiðarlok vilja Hlífarkonur koma fram þakklæti til bæjarbúa og fyrirtækja á Akureyri fyrir hlýhug og velvild í garð félagsins alla tíð,“ segir í tilkynningu sem stjórn Kvenfélagsins Hlífar síðasta starfsárið 2023-2024 ritar undir. Þær Birgit Schov formaður, Halldóra Stefánsdóttir ritari, Kristín Hilmarsdóttir gjaldkeri og Margrét Steingrímsdóttir meðstjórnandi.
Akureyri Hjálparstarf Tímamót Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira