Meðmælabréf kennaranna ekki nóg fyrir skólastjórann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 15:20 Kóraskóli er staðsettur í íþróttahúsinu Kórnum þar sem HK heldur úti íþróttastarfi. Vísir Kennarar og nemendur í Kóraskóla í Kópavogi eru afar ósáttir við að fá ekki skýr svör frá Kópavogsbæ hvers vegna starfandi skólastjóri hafi ekki fengið ráðningu í auglýst starf skólastjóra. Þeim finnst ekki hafa verið hlustað á sig. Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Amanda Mist Pálsdóttir, umsjónarkennari í tíunda bekk, segir að vonbrigðin hafi verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hafi ekki fengið fastráðningu. Hún segir óánægju hafa gætt hjá nemendum í öllum þremur árgöngum, kennarar hafi verið í uppnámi og kennsla fallið niður í lok dags á fimmtudag. „Kennarar voru miður sín. Þetta voru bara mótmæli. Fólk var niðurbrotið.“ Vandaðir kennarar hurfu á braut Amanda tekur skýrt fram að óánægjan beinist að engu leyti gegn nýráðnum skólastjóra, Heimi Eyvindarsyni. Ánægja með störf Arnórs hafi verið mjög mikil og kennararnir lagt sig fram við að upplýsa Kópavogsbæ um þá staðreynd. „Það voru margir kennarar á báðum áttum í fyrra þegar Hörðuvallaskóla var skipt upp og þáverandi skólastjóri sagði upp starfinu,“ segir Amanda. Skólinn hafi misst vandaða kennara úr sínu teymi vegna óvissunnar en með komu Arnórs hafi margt breyst til batnaðar. Skólastjóraskipti höfðu verið tíð árin á undan og kennarar fundið fyrir miklu rótleysi. „Arnór kemur inn með rosalega flottar og sterkar skoðanir. Starfsmannahópurinn fer í rosalega góðan gír, við náum vel saman og allt er svo flott. Hann hefur gert geggjaðar stefnur með okkur í liði,“ segir Amanda. Kennararnir hafi fengið óþægilega tilfinningu þegar starfið var auglýst þótt allir hafi vitað að bærinn væri skyldugur til þess. Sendu meðmælabréf vegna Arnórs „Við sendum yfirlýsingu til menntasviðs Kópavogs, meðmælabréf fyrir Arnór. Við óskuðum eftir því að ákvörðunin yrði hugsuð til enda. Hér eru 35 starfsmenn og meirihlutinn rosalega ánægður með Arnór. Við finnum fyrir stöðugleika, samstöðu. Þetta er skólastjóri sem labbar inn í kennslustofur, gefur fimmur og andinn er rosalega góður.“ Skellurinn hafi því verið mikill þegar í ljós kom að Arnór varð ekki fyrir valinu. Amanda ítrekar að óánægjan beinist í engu gegn þeim sem varð fyrir valinu. „Það eru kennarar sem eru rosalega ósáttir,“ segir Amanda. Fengist hafi fundur með fulltrúum menntasviðs bæjarins á föstudag til að óska eftir nánari rökstuðningi á ráðningunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttu ellefu um starf skólastjóra. Þrír voru boðaðir í annað viðtal og þurfti svo þriðja viðtal til áður en ákvörðun var tekin. Aðeins Arnór geti fengið rökstuðninginn Amanda segir að kennurum hafi ekki fundist þeir fá faglegan rökstuðning fyrir ráðningu Heimis á kostnað Arnórs. Aðeins Arnór sjálfur geti kallað eftir rökstuðningi sem aðili í umsóknarferlinu. Arnór vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Amanda segir mikið svekkelsi með að ekki hafi verið hlustað á raddir kennara. Nemendur voru líka svekktir og hengdu þeir upp stuðningsyfirlýsingar á veggi skólans í síðustu viku. Þær voru teknar niður í morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Halla Björg Evans er formaður foreldrafélagsins í Kóraskóla. Hún segir foreldrafélagið hafa verið upplýst um ráðninguna, þau hafi rætt við kennara og menntasvið Kópavogsbæjar og til standi að ræða við báða skólastjóra til að gæta að því að vel sé haldið utan um börnin og starfið í skólanum. Ekki bara skólastjóri heldur poppstjarna Staða skólastjóra í þremur grunnskólum í Kópavogi var auglýst á sama tíma. Lindaskóla, Hörðuvallaskóla og Kóraskóla. Skólastjórar sem ráðnir voru tímabundið til eins árs voru fastráðnir í Linda- og Hörðuvallaskóla en Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri í Kóraskóla. Hann hefur undanfarið ár starfað sem skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskóla Stykkishólms. Þar áður var hann deildarstjóri elsta stigs grunnskóla í Hveragerði. Þá bauð hann fram krafta sína sem formaður Kennarasambands Íslands árið 2021. Heimir, sem er líklega frægastur sem hljómborðsleikari í Á móti sól, hyggur greinilega á flutninga í Kópavogi en eiginkona hans Sandra Sigurðardóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri íþróttafélagsins HK í Kórahverfinu í Kópavogi. Skrifstofa HK er í Kórnum sem einnig hýsir Kóraskóla. Kópavogur Grunnskólar HK Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Amanda Mist Pálsdóttir, umsjónarkennari í tíunda bekk, segir að vonbrigðin hafi verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hafi ekki fengið fastráðningu. Hún segir óánægju hafa gætt hjá nemendum í öllum þremur árgöngum, kennarar hafi verið í uppnámi og kennsla fallið niður í lok dags á fimmtudag. „Kennarar voru miður sín. Þetta voru bara mótmæli. Fólk var niðurbrotið.“ Vandaðir kennarar hurfu á braut Amanda tekur skýrt fram að óánægjan beinist að engu leyti gegn nýráðnum skólastjóra, Heimi Eyvindarsyni. Ánægja með störf Arnórs hafi verið mjög mikil og kennararnir lagt sig fram við að upplýsa Kópavogsbæ um þá staðreynd. „Það voru margir kennarar á báðum áttum í fyrra þegar Hörðuvallaskóla var skipt upp og þáverandi skólastjóri sagði upp starfinu,“ segir Amanda. Skólinn hafi misst vandaða kennara úr sínu teymi vegna óvissunnar en með komu Arnórs hafi margt breyst til batnaðar. Skólastjóraskipti höfðu verið tíð árin á undan og kennarar fundið fyrir miklu rótleysi. „Arnór kemur inn með rosalega flottar og sterkar skoðanir. Starfsmannahópurinn fer í rosalega góðan gír, við náum vel saman og allt er svo flott. Hann hefur gert geggjaðar stefnur með okkur í liði,“ segir Amanda. Kennararnir hafi fengið óþægilega tilfinningu þegar starfið var auglýst þótt allir hafi vitað að bærinn væri skyldugur til þess. Sendu meðmælabréf vegna Arnórs „Við sendum yfirlýsingu til menntasviðs Kópavogs, meðmælabréf fyrir Arnór. Við óskuðum eftir því að ákvörðunin yrði hugsuð til enda. Hér eru 35 starfsmenn og meirihlutinn rosalega ánægður með Arnór. Við finnum fyrir stöðugleika, samstöðu. Þetta er skólastjóri sem labbar inn í kennslustofur, gefur fimmur og andinn er rosalega góður.“ Skellurinn hafi því verið mikill þegar í ljós kom að Arnór varð ekki fyrir valinu. Amanda ítrekar að óánægjan beinist í engu gegn þeim sem varð fyrir valinu. „Það eru kennarar sem eru rosalega ósáttir,“ segir Amanda. Fengist hafi fundur með fulltrúum menntasviðs bæjarins á föstudag til að óska eftir nánari rökstuðningi á ráðningunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttu ellefu um starf skólastjóra. Þrír voru boðaðir í annað viðtal og þurfti svo þriðja viðtal til áður en ákvörðun var tekin. Aðeins Arnór geti fengið rökstuðninginn Amanda segir að kennurum hafi ekki fundist þeir fá faglegan rökstuðning fyrir ráðningu Heimis á kostnað Arnórs. Aðeins Arnór sjálfur geti kallað eftir rökstuðningi sem aðili í umsóknarferlinu. Arnór vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Amanda segir mikið svekkelsi með að ekki hafi verið hlustað á raddir kennara. Nemendur voru líka svekktir og hengdu þeir upp stuðningsyfirlýsingar á veggi skólans í síðustu viku. Þær voru teknar niður í morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Halla Björg Evans er formaður foreldrafélagsins í Kóraskóla. Hún segir foreldrafélagið hafa verið upplýst um ráðninguna, þau hafi rætt við kennara og menntasvið Kópavogsbæjar og til standi að ræða við báða skólastjóra til að gæta að því að vel sé haldið utan um börnin og starfið í skólanum. Ekki bara skólastjóri heldur poppstjarna Staða skólastjóra í þremur grunnskólum í Kópavogi var auglýst á sama tíma. Lindaskóla, Hörðuvallaskóla og Kóraskóla. Skólastjórar sem ráðnir voru tímabundið til eins árs voru fastráðnir í Linda- og Hörðuvallaskóla en Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri í Kóraskóla. Hann hefur undanfarið ár starfað sem skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskóla Stykkishólms. Þar áður var hann deildarstjóri elsta stigs grunnskóla í Hveragerði. Þá bauð hann fram krafta sína sem formaður Kennarasambands Íslands árið 2021. Heimir, sem er líklega frægastur sem hljómborðsleikari í Á móti sól, hyggur greinilega á flutninga í Kópavogi en eiginkona hans Sandra Sigurðardóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri íþróttafélagsins HK í Kórahverfinu í Kópavogi. Skrifstofa HK er í Kórnum sem einnig hýsir Kóraskóla.
Kópavogur Grunnskólar HK Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent