Dreymir um hitalagnir og höll Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 14:01 Baldur Sigurðsson og Davíð Smári Lamude fóru yfir vallarmál Vestramanna í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport Vallarmál Vestramanna hafa verið nokkuð í umræðunni í vetur og óvíst er hvort þeir geti spilað á nýjum heimavelli í næsta mánuði, þegar keppni í Bestu deildinni hefst. Þjálfarinn Davíð Smári Lamude fór yfir málin með Baldri Sigurðssyni í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Fyrstu tveir leikir nýliðanna eru á útivelli, gegn Fram 7. apríl og við Breiðablik 13. apríl, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður 20. apríl, gegn KA á Kerecisvellinum. Myndu reyna að skipta við hin liðin Til þess þurfa veðurguðirnir hins vegar að vera afar hliðhollir Vestfirðingum, því bíða þarf eftir þíðu til að leggja gervigras á völlinn sem áður var með náttúrulegt gras. En hvað ef það tekst ekki í tæka tíð? „Þá verðum við að reyna að færa þessa fyrstu heimaleiki, svissa við hin liðin,“ segir Davíð Smári. Baldur var með á æfingu á æfingavelli Vestra, þar sem nýtt gervigras var lagt í október í fyrra. Frost í jörðu hafði hins vegar áhrif á gæði æfingarinnar, líkt og í allan vetur, og draumur Davíðs Smára er að fá hitalagnir undir nýja völlinn. Klippa: LUÍH - Baldur fékk að kynnast völlunum á Ísafirði Algjört lykilatriði að fá lagnir „Auðvitað er verið að vinna í því að bæta alla aðstöðu hérna en staðreyndin er samt sú að við erum með tvo frosna velli í staðinn fyrir einn. Það er bara staðreyndin. Auðvitað verðum við að fá lagnir undir völlinn svo það sé hægt að hita hann upp seinna meir, því það er ekki framkvæmd sem farið er í eftir á. Það er algjörlega krúsjal fyrir mér að við getum verið að byggja hérna upp starf sem er allt árið, en ekki eftir veðri og vindum,“ segir Davíð Smári. En er ekki eina leiðin að fá knattspyrnuhöll, til að geta æft allt árið um kring? „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Ég held að stærsta málið sé að fá lagnir undir þennan völl. Þú sérð að stóru félögin í Reykjavík eru svolítið mikið að fara út úr höllunum. Ég er ekki að segja að það væri ekki frábært að fá höll hérna. Það væri alveg frábært. En eitt skref í einu og ef hægt væri að fá lagnir í þennan völl þá væri það algjört lykilatriði í að reyna að búa til unga leikmenn hérna sem geta spilað fyrir meistaraflokk Vestra,“ segir Davíð Smári. Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. 5. febrúar 2024 23:01 Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. 7. febrúar 2024 11:00 Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Fyrstu tveir leikir nýliðanna eru á útivelli, gegn Fram 7. apríl og við Breiðablik 13. apríl, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður 20. apríl, gegn KA á Kerecisvellinum. Myndu reyna að skipta við hin liðin Til þess þurfa veðurguðirnir hins vegar að vera afar hliðhollir Vestfirðingum, því bíða þarf eftir þíðu til að leggja gervigras á völlinn sem áður var með náttúrulegt gras. En hvað ef það tekst ekki í tæka tíð? „Þá verðum við að reyna að færa þessa fyrstu heimaleiki, svissa við hin liðin,“ segir Davíð Smári. Baldur var með á æfingu á æfingavelli Vestra, þar sem nýtt gervigras var lagt í október í fyrra. Frost í jörðu hafði hins vegar áhrif á gæði æfingarinnar, líkt og í allan vetur, og draumur Davíðs Smára er að fá hitalagnir undir nýja völlinn. Klippa: LUÍH - Baldur fékk að kynnast völlunum á Ísafirði Algjört lykilatriði að fá lagnir „Auðvitað er verið að vinna í því að bæta alla aðstöðu hérna en staðreyndin er samt sú að við erum með tvo frosna velli í staðinn fyrir einn. Það er bara staðreyndin. Auðvitað verðum við að fá lagnir undir völlinn svo það sé hægt að hita hann upp seinna meir, því það er ekki framkvæmd sem farið er í eftir á. Það er algjörlega krúsjal fyrir mér að við getum verið að byggja hérna upp starf sem er allt árið, en ekki eftir veðri og vindum,“ segir Davíð Smári. En er ekki eina leiðin að fá knattspyrnuhöll, til að geta æft allt árið um kring? „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Ég held að stærsta málið sé að fá lagnir undir þennan völl. Þú sérð að stóru félögin í Reykjavík eru svolítið mikið að fara út úr höllunum. Ég er ekki að segja að það væri ekki frábært að fá höll hérna. Það væri alveg frábært. En eitt skref í einu og ef hægt væri að fá lagnir í þennan völl þá væri það algjört lykilatriði í að reyna að búa til unga leikmenn hérna sem geta spilað fyrir meistaraflokk Vestra,“ segir Davíð Smári. Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. 5. febrúar 2024 23:01 Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. 7. febrúar 2024 11:00 Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. 5. febrúar 2024 23:01
Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. 7. febrúar 2024 11:00
Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti