Byggja draumavillu með sundlaug sem kostar sextán milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2024 20:00 Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þegar Björn Páll Pálsson, 34 ára, kláraði stúdentinn frá Menntaskólanum á Akureyri komst bara eitt að, hann vildi út í heim til að ferðast. Hafði fengið Afríkubakteríu á menntaskólaárunum og þráði að upplifa á eigin skinni hvernig það er að lifa án rafmagns og aðgangs að hreinu rennandi vatni, eins og fram kemur í þættinum Hvar er best að búa sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Ákaflega óvanalegur draumur hjá ungum manni úr vellystingum Vesturlanda en raunveruleikinn hjá ótrúlega stórum hluta mannkyns. Talið að um 775 milljónir manna búi án rafmagns á jörðinni og nærri 2 milljarðar manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni. Draumurinn rættist og Björn Páll fór beint eftir stúdentinn til að kenna börnum sögu og íþróttir í afskekktu þorpi í Kenýa. Þar dvaldi hann í eitt ár en notaði skólafríin til að ferðast víða um Afríku. Þá var ekki aftur snúið og hann hélt áfram að ferðast næstu 13 árin. Árið 2022 var hann staddur á Srí Lanka þegar ástin kom inn í líf hans. Þar hitti hann Alinu Zaynullina, unga konu frá Rússlandi, sem var þar tímabundið í fjarvinnu og fríi. Þetta var rétt fyrir innrás Rússlands í Úkraínu – sem átti eftir að hafa áhrif á þeirra plön, eins og fram kemur í þættinum. Langt komin með draumahúsið Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þá hafði Björn dvalið í nærri hundrað löndum heimsins – og mætti því segja að fáir hafi gert jafn kyrfilega rannsókn á því hvar í heiminum er best að búa. Þau ákváðu eftir að skoðað m.a. Taíland að leita sér að lóð á suðurhluta hitabeltiseyjunnar Srí Lanka. Frá fallegum tökudegi við gerð þáttarins úti Í Srí Lanka. Þar keyptu þau sér lóð og eru nú langt komin með að byggja sér draumahús með sundlaug í miðjum frumskógi en steinsnar frá paradísarströndinni þar sem þau kynntust upphaflega. En Björn er hvergi nærri hættur að flakka, enda hefur hann gert ferðalögin að atvinnu sinni, því hann stofnaði ferðaskrifstofuna Crazy Puffin Adventures þar sem hann fer með hópa í ævintýralegar ferðir til landa sem fæstum dytti í hug að heimsækja. Í 6. og síðasta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Björn Pál og Alinu til Srí Lanka. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar var Hákon Pálsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Byggja draumavillu með sundlaug Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Srí Lanka Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Sjá meira
Hafði fengið Afríkubakteríu á menntaskólaárunum og þráði að upplifa á eigin skinni hvernig það er að lifa án rafmagns og aðgangs að hreinu rennandi vatni, eins og fram kemur í þættinum Hvar er best að búa sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Ákaflega óvanalegur draumur hjá ungum manni úr vellystingum Vesturlanda en raunveruleikinn hjá ótrúlega stórum hluta mannkyns. Talið að um 775 milljónir manna búi án rafmagns á jörðinni og nærri 2 milljarðar manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni. Draumurinn rættist og Björn Páll fór beint eftir stúdentinn til að kenna börnum sögu og íþróttir í afskekktu þorpi í Kenýa. Þar dvaldi hann í eitt ár en notaði skólafríin til að ferðast víða um Afríku. Þá var ekki aftur snúið og hann hélt áfram að ferðast næstu 13 árin. Árið 2022 var hann staddur á Srí Lanka þegar ástin kom inn í líf hans. Þar hitti hann Alinu Zaynullina, unga konu frá Rússlandi, sem var þar tímabundið í fjarvinnu og fríi. Þetta var rétt fyrir innrás Rússlands í Úkraínu – sem átti eftir að hafa áhrif á þeirra plön, eins og fram kemur í þættinum. Langt komin með draumahúsið Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þá hafði Björn dvalið í nærri hundrað löndum heimsins – og mætti því segja að fáir hafi gert jafn kyrfilega rannsókn á því hvar í heiminum er best að búa. Þau ákváðu eftir að skoðað m.a. Taíland að leita sér að lóð á suðurhluta hitabeltiseyjunnar Srí Lanka. Frá fallegum tökudegi við gerð þáttarins úti Í Srí Lanka. Þar keyptu þau sér lóð og eru nú langt komin með að byggja sér draumahús með sundlaug í miðjum frumskógi en steinsnar frá paradísarströndinni þar sem þau kynntust upphaflega. En Björn er hvergi nærri hættur að flakka, enda hefur hann gert ferðalögin að atvinnu sinni, því hann stofnaði ferðaskrifstofuna Crazy Puffin Adventures þar sem hann fer með hópa í ævintýralegar ferðir til landa sem fæstum dytti í hug að heimsækja. Í 6. og síðasta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Björn Pál og Alinu til Srí Lanka. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar var Hákon Pálsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Byggja draumavillu með sundlaug
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Srí Lanka Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Sjá meira