Leikið fyrir Píeta í Vesturbænum Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2024 10:00 Dani Koljanin og Arnór Hermannsson í bolunum sem seldir verða á staðnum til styrktar Píeta. Gunnar Sverrisson Körfuknattleiksdeild KR stendur fyrir sérstökum styrktarleik fyrir Píeta samtökin er liðið mætir ÍA í 1. deild karla í körfubolta í Frostaskjóli í kvöld. Mikið er undir hjá KR-ingum innan vallar en liðið er þremur leikjum frá því að endurheimta sæti sitt í Subway-deildinni að ári. KR vann ÍR í toppslag síðustu helgi og er nú eitt á toppnum, tveimur stigum á undan ÍR-ingum. Sigrar í síðustu þremur leikjunum, gegn ÍA, Þrótti Vogum og Ármanni munu því tryggja KR efsta sætið og sæti í efstu deild. Liðin þar fyrir neðan fara í umspil um hvert þeirra fylgir toppliðinu upp. Það er hins vegar málefni utan vallar sem verður í brennidepli í KR-heimilinu í kvöld. Um er að ræða sérstakan styrktarleik fyrir Píeta samtökin. Píeta sinnir forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Ágóði allrar miðasölu á leik kvöldsins rennur til Píeta samtakanna, sem og sala á sérstökum bolum sem gerðir hafa verið fyrir tilefnið. Þá er miklu til tjaldað þar sem KR mun leika í sérstökum búningum í leiknum sem hannaðir eru af Antoni Jónasi Illugasyni. Tónlistarkonan Una Torfadóttir mun þá syngja KR-lagið fyrir leik. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Leikurinn gegn Skagamönnum í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Annars vegar vegna þess að við ætlum okkur að sigra þennan leik til að færast skrefi nær okkar markmiði að enda deildarkeppnina í efsta sæti. Hins vegar stendur þetta málefni okkur nærri, við viljum með þessum leik vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Píeta samtökin eru að sinna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, um leik kvöldsins. Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna.vísir/antonbrink „Við hjá Píeta samtökunum erum mjög ánægð með þetta samstarf við körfuknattleiksdeild KR og finna hjá þeim þessa vitundarvakningu til að vekja athygli á sjálfsvígs- og sjálfskaðavanda. Það að finna svona mikinn metnað hjá íþróttafélagi eins og KR er frábært,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna, við Vísi. „Svona umræða vekur iðkendur og einstaklinga almennt til umhugsunar um að það líður mörgum illa, eru hræddir að koma fram og leita hjálpar og þjást í þögn. Verum til staðar fyrir alla þá sem líður illa og vilja tala opinskátt um hlutina, og hvetjum þá til að leita í vinina eða baklandið. Það er alltaf von,“ bætir Benedikt við. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld. KR Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira
Mikið er undir hjá KR-ingum innan vallar en liðið er þremur leikjum frá því að endurheimta sæti sitt í Subway-deildinni að ári. KR vann ÍR í toppslag síðustu helgi og er nú eitt á toppnum, tveimur stigum á undan ÍR-ingum. Sigrar í síðustu þremur leikjunum, gegn ÍA, Þrótti Vogum og Ármanni munu því tryggja KR efsta sætið og sæti í efstu deild. Liðin þar fyrir neðan fara í umspil um hvert þeirra fylgir toppliðinu upp. Það er hins vegar málefni utan vallar sem verður í brennidepli í KR-heimilinu í kvöld. Um er að ræða sérstakan styrktarleik fyrir Píeta samtökin. Píeta sinnir forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Ágóði allrar miðasölu á leik kvöldsins rennur til Píeta samtakanna, sem og sala á sérstökum bolum sem gerðir hafa verið fyrir tilefnið. Þá er miklu til tjaldað þar sem KR mun leika í sérstökum búningum í leiknum sem hannaðir eru af Antoni Jónasi Illugasyni. Tónlistarkonan Una Torfadóttir mun þá syngja KR-lagið fyrir leik. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Leikurinn gegn Skagamönnum í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Annars vegar vegna þess að við ætlum okkur að sigra þennan leik til að færast skrefi nær okkar markmiði að enda deildarkeppnina í efsta sæti. Hins vegar stendur þetta málefni okkur nærri, við viljum með þessum leik vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Píeta samtökin eru að sinna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, um leik kvöldsins. Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna.vísir/antonbrink „Við hjá Píeta samtökunum erum mjög ánægð með þetta samstarf við körfuknattleiksdeild KR og finna hjá þeim þessa vitundarvakningu til að vekja athygli á sjálfsvígs- og sjálfskaðavanda. Það að finna svona mikinn metnað hjá íþróttafélagi eins og KR er frábært,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna, við Vísi. „Svona umræða vekur iðkendur og einstaklinga almennt til umhugsunar um að það líður mörgum illa, eru hræddir að koma fram og leita hjálpar og þjást í þögn. Verum til staðar fyrir alla þá sem líður illa og vilja tala opinskátt um hlutina, og hvetjum þá til að leita í vinina eða baklandið. Það er alltaf von,“ bætir Benedikt við. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
KR Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira