„Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði neikvæð áhrif á vinnumarkaðssátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2024 12:15 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Vísir/Arnar Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina. Grein eftir tuttugu og sex oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum um allt land birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem þeir gagnrýna Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Heimir Már Pétursson ræddi við Heiðu Björgu í morgun fyrir Landsþing sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu í dag. „Þetta er óvænt upphlaup hjá Sjálfstæðisólki sem hefur tekið þátt í þessari ákvörðun af öllum stigum málsins. En ég held að þessi ágreiningur sé frekar hugmyndafræðilegur heldur en verklegur, þar sem þetta hefur verið samþykkt samhljóða. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar innan sambandsins hafa verið teknar af Sjálfstæðisflokknum og öðrum sem hafa setið í stjórn þar,“ segir Heiða. Það sé þannig ekki endilega víst hvort sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé í meirihluta innleiði gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem eru meðal annars forsendur þeirra kjarsamaninga sem skrifað hefur verið undir að undanförnu. Heiða vonar þó að sátt náist. „En ég sé ekki annað en að fólk geti nú sammælst um einhverja leið til þess að þurfa ekki að rukka grunnskólabörn um máltíðir sem þau fá í skólanum sínum. Ég held að við höfum tekist á við stærri og flóknari úrlausnarefni en það,“ segir Heiða. „Það væri auðvitað mjög slæmt ef þetta hefði neikvæð áhrif á þróun sáttar á vinnumarkaði. Við sáum að VR skrifaði undir í nótt og þetta var ein af meginkröfum þeirra. Þannig að ég vona að svo verði ekki, að fólk sjái heildarhagsmunina og þetta sem úrlausnarefni, lítið púsl í stórri mynd.“ Sannarlega enginn einhugur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og ein þeirra sem skrifar undir greinina segir bæinn munu standa við gjaldfrjálsar skólamáltíðir en útfærsla liggi ekki fyrir. Gagnrýni Sjálfstæðismanna komi því máli raunar ekki beint við, óánægjan lúti að því að forysta sambandsins hafi haldið því fram að fullkomin sátt ríkti. „Það er ekki rétt því að á þessum fundum kom fram mjög skýr andstaða við aðferðafræðina og hvernig þessu væri stillt upp. Sveitastjórnarfólki, sama hvað því finnst um gjaldfrjálsar skólamáltíðir eða annað... hvernig þeim er stillt upp í samningagerð og að það skuli hvergi koma fram að það hafi sannarlega ekki ríkt einhugur um þetta. Það eru menn ósáttir við,“ segir Rósa. Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Grunnskólar Tengdar fréttir „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Grein eftir tuttugu og sex oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum um allt land birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem þeir gagnrýna Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Heimir Már Pétursson ræddi við Heiðu Björgu í morgun fyrir Landsþing sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu í dag. „Þetta er óvænt upphlaup hjá Sjálfstæðisólki sem hefur tekið þátt í þessari ákvörðun af öllum stigum málsins. En ég held að þessi ágreiningur sé frekar hugmyndafræðilegur heldur en verklegur, þar sem þetta hefur verið samþykkt samhljóða. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar innan sambandsins hafa verið teknar af Sjálfstæðisflokknum og öðrum sem hafa setið í stjórn þar,“ segir Heiða. Það sé þannig ekki endilega víst hvort sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé í meirihluta innleiði gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem eru meðal annars forsendur þeirra kjarsamaninga sem skrifað hefur verið undir að undanförnu. Heiða vonar þó að sátt náist. „En ég sé ekki annað en að fólk geti nú sammælst um einhverja leið til þess að þurfa ekki að rukka grunnskólabörn um máltíðir sem þau fá í skólanum sínum. Ég held að við höfum tekist á við stærri og flóknari úrlausnarefni en það,“ segir Heiða. „Það væri auðvitað mjög slæmt ef þetta hefði neikvæð áhrif á þróun sáttar á vinnumarkaði. Við sáum að VR skrifaði undir í nótt og þetta var ein af meginkröfum þeirra. Þannig að ég vona að svo verði ekki, að fólk sjái heildarhagsmunina og þetta sem úrlausnarefni, lítið púsl í stórri mynd.“ Sannarlega enginn einhugur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og ein þeirra sem skrifar undir greinina segir bæinn munu standa við gjaldfrjálsar skólamáltíðir en útfærsla liggi ekki fyrir. Gagnrýni Sjálfstæðismanna komi því máli raunar ekki beint við, óánægjan lúti að því að forysta sambandsins hafi haldið því fram að fullkomin sátt ríkti. „Það er ekki rétt því að á þessum fundum kom fram mjög skýr andstaða við aðferðafræðina og hvernig þessu væri stillt upp. Sveitastjórnarfólki, sama hvað því finnst um gjaldfrjálsar skólamáltíðir eða annað... hvernig þeim er stillt upp í samningagerð og að það skuli hvergi koma fram að það hafi sannarlega ekki ríkt einhugur um þetta. Það eru menn ósáttir við,“ segir Rósa.
Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Grunnskólar Tengdar fréttir „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51