Markaðslausnir tryggja öruggari raforku Jón Skafti Gestsson skrifar 14. mars 2024 12:02 Íslenska raforkukerfið er einstakt. Hvergi annars staðar á jörðinni hefur einangruð eyja tekið upp 100% endurnýjanlegt raforkukerfi sem styður við þróað nútímasamfélag fyrir almenning og fyrirtæki. Þetta er afrek sem vert er að hafa í huga þegar við lítum til framtíðar raforkukerfisins og þess samfélags sem við viljum að það þjóni. Áskoranir framtíðarinnar eru nefnilega ólíkar verkefnum fortíðarinnar. Tími miðstýringar er liðinn og markaðslausnir eru vænlegasta leiðin til þess að ná settum markmiðum. Afhendingaröryggi raforku á sér margar hliðar, tæknilegar og viðskiptalegar. Margt þarf að ganga upp til að raforka sé bæði aðgengileg og áreiðanleg og það er ekki gefið að svo verði áfram þótt svo hafið að mestu leyti verið hingað til. Framboð þarf að vera til staðar til að mæta eftirspurn, flutnings- og dreifikerfi þurfa líka að geta afhent orkuna og saman þurfa allir notendur kerfisins þurfa að vera nægjanlega sveigjanlegir til að laga sig að aðstæðum hverju sinni. Fyrirséð er að styrkja þarf alla þessa þætti til að tryggja afhendingaröryggi raforku. Umræða um skerðingar á afhendingu raforku hefur varla farið fram hjá neinum. Umræðan er að hluta til birtingarmynd náttúrulegs breytileika endurnýjanlegs raforkukerfis sem er komið of nálægt hámarksafköstum. Það eru nefnilega blikur á lofti um framboð raforku. Samtök iðnaðarins ályktuðu nýlega um grafalvarlega stöðu í raforkumálum þar sem framboðsskortur var sagður þegar orðinn „dragbítur á verðmætasköpun“. Enduróma þar frásagnir fyrri ára um fjölmörg glötuð tækifæri vegna orkuskorts. Við þessa sögu bætist sú staðreynd að virkjanakostir í rammaáætlun duga ekki til að mæta orkuþörf framtíðarinnar. Fleira kemur þó til. Flutningskerfi raforku er of veikburða og ræður ekki við að flytja raforku landshluta á milli í nægjanlegu magni til að koma í veg fyrir skerðingar. Veturinn 2021-2022 námu skerðingar á afhendingu raforku um 300 GWst og kostnaðurinn sem þeim fylgdi hefur verið metinn á 5,3 milljarða króna. Svipuð og jafnvel verri staða hefur verið uppi þennan vetur en mat á kostnaðinum sem af hefur hlotist liggur ekki fyrir. Markaðslausnir eru nauðsynlegar til að tryggja sveigjanleika Raforkukerfi hafa þá sérstöðu að framboð og eftirspurn verða að vera í jafnvægi öllum stundum. Þess vegna er sveigjanleiki nauðsynlegur. Í grófum dráttum má segja að hingað til hafi íslenska raforkukerfið mætt þessu verkefni með tvennum hætti. Annars vegar hefur vatnsafl verið notað til að skapa sveigjanlegt framboð og hins vegar hafa verið samningsbundnar heimildir til þess að skerða afhendingu til einstakra notenda þegar tímabundinn framboðsskortur myndast. Þessi einfalda miðstýrða nálgun á afhendingaröryggi dugar ekki til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Skapa verður hvata til þess að auka sveigjanleika í bæði framboði og eftirspurn. Fyrir liggur að framboð af jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum í rammaáætlun dugar ekki til að mæta orkuskiptum og framtíðarþörfum samfélagsins. Því þurfa að koma til aðrir virkjanakostir og þá sérstaklega vindorka. Vindorkan hefur þann kost að vera ódýr í vinnslu en á móti kemur að hún er óstýranleg. Það þýðir einfaldlega að framboð raforku verður breytilegra en það hefur verið hingað til og meiri óvissa til skemmri tíma. Vaxandi hlutur vindorku mun því krefjast meiri sveigjanleika af öðrum aðilum raforkukerfisins, hvort sem um ræðir notendur eða framleiðendur. Virkar markaðslausnir með tíðum viðskiptum og verði sem tekur mið af framboði og eftirspurn er sú leið sem nágrannaþjóðir okkar nota til að tryggja þennan sveigjanleika. Virkar markaðslausnir skapa skýr verðmerki sem veita þær upplýsingar sem notendur kerfisins þurfa til að byggja upp og reka hagkvæmt raforkukerfi, bæði til lengri tíma og skemmri. Til lengri tíma eru virk verðmerki nauðsynlegar upplýsingar fyrir fjárfesta um skynsemi þess að auka framboð með byggingu virkjana. Með öðrum orðum laga virk verðmerki framboð að eftirspurn til lengri tíma. Til skamms tíma er hins vegar erfitt að auka framboð því aðdragandi nýrra virkjana er langur. Bygging virkjana tekur mörg ár. Virk verðmerki hafa því það hlutverk til skamms tíma að laga eftirspurnina að framboði svo draga megi úr óhagkvæmum skerðingum. Allt snýst um orkuskiptin Orkuskiptin eru stærsta verkefni okkar kynslóðar. Vísindamönnum ber saman um hættuna af loftslagsbreytingum og samstaða er meðal þjóðarinnar um að við eigum að standa við skuldbindingar okkar og ná kolefnishlutleysi. Til þess að svo megi verða þurfum við að skipta út eldsneyti fyrir raforku og hafa hraðar hendur. Við þurfum að byrja á því að styrkja flutningskerfi raforku og virkja markaðslausnir. Hvort tveggja mun greiða götu nýrra fjárfestinga í orkuvinnslu og tryggja að orkan fáist afhent. Aðeins þá geta orkuskiptin komið í kjölfarið. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska raforkukerfið er einstakt. Hvergi annars staðar á jörðinni hefur einangruð eyja tekið upp 100% endurnýjanlegt raforkukerfi sem styður við þróað nútímasamfélag fyrir almenning og fyrirtæki. Þetta er afrek sem vert er að hafa í huga þegar við lítum til framtíðar raforkukerfisins og þess samfélags sem við viljum að það þjóni. Áskoranir framtíðarinnar eru nefnilega ólíkar verkefnum fortíðarinnar. Tími miðstýringar er liðinn og markaðslausnir eru vænlegasta leiðin til þess að ná settum markmiðum. Afhendingaröryggi raforku á sér margar hliðar, tæknilegar og viðskiptalegar. Margt þarf að ganga upp til að raforka sé bæði aðgengileg og áreiðanleg og það er ekki gefið að svo verði áfram þótt svo hafið að mestu leyti verið hingað til. Framboð þarf að vera til staðar til að mæta eftirspurn, flutnings- og dreifikerfi þurfa líka að geta afhent orkuna og saman þurfa allir notendur kerfisins þurfa að vera nægjanlega sveigjanlegir til að laga sig að aðstæðum hverju sinni. Fyrirséð er að styrkja þarf alla þessa þætti til að tryggja afhendingaröryggi raforku. Umræða um skerðingar á afhendingu raforku hefur varla farið fram hjá neinum. Umræðan er að hluta til birtingarmynd náttúrulegs breytileika endurnýjanlegs raforkukerfis sem er komið of nálægt hámarksafköstum. Það eru nefnilega blikur á lofti um framboð raforku. Samtök iðnaðarins ályktuðu nýlega um grafalvarlega stöðu í raforkumálum þar sem framboðsskortur var sagður þegar orðinn „dragbítur á verðmætasköpun“. Enduróma þar frásagnir fyrri ára um fjölmörg glötuð tækifæri vegna orkuskorts. Við þessa sögu bætist sú staðreynd að virkjanakostir í rammaáætlun duga ekki til að mæta orkuþörf framtíðarinnar. Fleira kemur þó til. Flutningskerfi raforku er of veikburða og ræður ekki við að flytja raforku landshluta á milli í nægjanlegu magni til að koma í veg fyrir skerðingar. Veturinn 2021-2022 námu skerðingar á afhendingu raforku um 300 GWst og kostnaðurinn sem þeim fylgdi hefur verið metinn á 5,3 milljarða króna. Svipuð og jafnvel verri staða hefur verið uppi þennan vetur en mat á kostnaðinum sem af hefur hlotist liggur ekki fyrir. Markaðslausnir eru nauðsynlegar til að tryggja sveigjanleika Raforkukerfi hafa þá sérstöðu að framboð og eftirspurn verða að vera í jafnvægi öllum stundum. Þess vegna er sveigjanleiki nauðsynlegur. Í grófum dráttum má segja að hingað til hafi íslenska raforkukerfið mætt þessu verkefni með tvennum hætti. Annars vegar hefur vatnsafl verið notað til að skapa sveigjanlegt framboð og hins vegar hafa verið samningsbundnar heimildir til þess að skerða afhendingu til einstakra notenda þegar tímabundinn framboðsskortur myndast. Þessi einfalda miðstýrða nálgun á afhendingaröryggi dugar ekki til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Skapa verður hvata til þess að auka sveigjanleika í bæði framboði og eftirspurn. Fyrir liggur að framboð af jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum í rammaáætlun dugar ekki til að mæta orkuskiptum og framtíðarþörfum samfélagsins. Því þurfa að koma til aðrir virkjanakostir og þá sérstaklega vindorka. Vindorkan hefur þann kost að vera ódýr í vinnslu en á móti kemur að hún er óstýranleg. Það þýðir einfaldlega að framboð raforku verður breytilegra en það hefur verið hingað til og meiri óvissa til skemmri tíma. Vaxandi hlutur vindorku mun því krefjast meiri sveigjanleika af öðrum aðilum raforkukerfisins, hvort sem um ræðir notendur eða framleiðendur. Virkar markaðslausnir með tíðum viðskiptum og verði sem tekur mið af framboði og eftirspurn er sú leið sem nágrannaþjóðir okkar nota til að tryggja þennan sveigjanleika. Virkar markaðslausnir skapa skýr verðmerki sem veita þær upplýsingar sem notendur kerfisins þurfa til að byggja upp og reka hagkvæmt raforkukerfi, bæði til lengri tíma og skemmri. Til lengri tíma eru virk verðmerki nauðsynlegar upplýsingar fyrir fjárfesta um skynsemi þess að auka framboð með byggingu virkjana. Með öðrum orðum laga virk verðmerki framboð að eftirspurn til lengri tíma. Til skamms tíma er hins vegar erfitt að auka framboð því aðdragandi nýrra virkjana er langur. Bygging virkjana tekur mörg ár. Virk verðmerki hafa því það hlutverk til skamms tíma að laga eftirspurnina að framboði svo draga megi úr óhagkvæmum skerðingum. Allt snýst um orkuskiptin Orkuskiptin eru stærsta verkefni okkar kynslóðar. Vísindamönnum ber saman um hættuna af loftslagsbreytingum og samstaða er meðal þjóðarinnar um að við eigum að standa við skuldbindingar okkar og ná kolefnishlutleysi. Til þess að svo megi verða þurfum við að skipta út eldsneyti fyrir raforku og hafa hraðar hendur. Við þurfum að byrja á því að styrkja flutningskerfi raforku og virkja markaðslausnir. Hvort tveggja mun greiða götu nýrra fjárfestinga í orkuvinnslu og tryggja að orkan fáist afhent. Aðeins þá geta orkuskiptin komið í kjölfarið. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun