Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 500 krónur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2024 22:16 Reiknað er með að það muni kosta um 500 krónur að aka yfir nýja brú yfir Ölfusá þó það sé ekki 100 % niðurneglt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kostnaður við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar austan við Selfoss verður væntanlega um fjórtán milljarðar króna en honum verður mætt með vegjöldum en reiknað er með að ferðin muni kosti fimm hundruð krónur á bíl. Áfram verður hægt að aka ókeypis yfir núverandi Ölfusárbrú. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi var nýlega með kynningu á nýju Ölfusárbrúnni á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi enda mikill áhugi hjá íbúum að fá að vita um stöðu verkefnisins og hvernig það er hugsað. Í gær voru opnuð tilboð í hönnun og smíði brúarinnar en aðeins eitt tilboð barst, eða frá ÞG verktökum. „Þetta er stagbrú sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Mér finnst hún bara mjög fallegt mannvirki. Þetta er þversnið brúarinnar en hún er sem sagt 19,5 metrar á breidd brúardekkið og það er gert ráð fyrir að fyrstu árin verði þetta tvær akreinar í aðra áttina og ein í hina og gönguleið þá inn á gólfinu en síðan í framtíðinni á að flytja gönguleiðina út fyrir og þá verða tvær akreinar í báðar áttir,“ segir Svanur. Hverju mun brúin breyta? „Núverandi brú er orðin mjög lúin og þröng og þar myndast bara umferðartappar, þannig að það liðkast fyrir alla umferð hérna um Suðurlandið getum við sagt með þessari nýju brú,“ segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á SuðurlandiMagnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom í máli Svans að gjaldtaka yfir brúna eigi að standa straum af hönnun og kostnaði við byggingu hennar, sem áætlaður er um 14 milljarðar króna. Honum finnst ekki ólíklegt að kostnaður við að aka yfir brúna verður 500 krónur á bíl. Mikill umferðarþungi er á núverandi brú yfir Ölfusá og því brýnt að fá nýja sem fyrst til að létta á þeirri gömlu. Áfram verður hægt að aka yfir þá gömlu þó ný brú verði komin í notkun og það mun ekki kosta krónu. Útlit nýju brúarinnar yfir Ölfusá, sem á að vera tilbúin í lok sumars 2027 ef allt gengur eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „En hún hefur alveg fullt burðarþol ennþá,“ segir Svanur. En ef allt gengur upp, hvenær verður nýja brúin þá tilbúin? „Það er stefnt að því í sumarlok 2027. Við verðum að reikna með því að það gangi upp,“ segir Svanur að lokum. Árborg Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi var nýlega með kynningu á nýju Ölfusárbrúnni á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi enda mikill áhugi hjá íbúum að fá að vita um stöðu verkefnisins og hvernig það er hugsað. Í gær voru opnuð tilboð í hönnun og smíði brúarinnar en aðeins eitt tilboð barst, eða frá ÞG verktökum. „Þetta er stagbrú sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Mér finnst hún bara mjög fallegt mannvirki. Þetta er þversnið brúarinnar en hún er sem sagt 19,5 metrar á breidd brúardekkið og það er gert ráð fyrir að fyrstu árin verði þetta tvær akreinar í aðra áttina og ein í hina og gönguleið þá inn á gólfinu en síðan í framtíðinni á að flytja gönguleiðina út fyrir og þá verða tvær akreinar í báðar áttir,“ segir Svanur. Hverju mun brúin breyta? „Núverandi brú er orðin mjög lúin og þröng og þar myndast bara umferðartappar, þannig að það liðkast fyrir alla umferð hérna um Suðurlandið getum við sagt með þessari nýju brú,“ segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á SuðurlandiMagnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom í máli Svans að gjaldtaka yfir brúna eigi að standa straum af hönnun og kostnaði við byggingu hennar, sem áætlaður er um 14 milljarðar króna. Honum finnst ekki ólíklegt að kostnaður við að aka yfir brúna verður 500 krónur á bíl. Mikill umferðarþungi er á núverandi brú yfir Ölfusá og því brýnt að fá nýja sem fyrst til að létta á þeirri gömlu. Áfram verður hægt að aka yfir þá gömlu þó ný brú verði komin í notkun og það mun ekki kosta krónu. Útlit nýju brúarinnar yfir Ölfusá, sem á að vera tilbúin í lok sumars 2027 ef allt gengur eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „En hún hefur alveg fullt burðarþol ennþá,“ segir Svanur. En ef allt gengur upp, hvenær verður nýja brúin þá tilbúin? „Það er stefnt að því í sumarlok 2027. Við verðum að reikna með því að það gangi upp,“ segir Svanur að lokum.
Árborg Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31
Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17
Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01