Hyggst breyta lögum svo hægt verði að afturkalla dvalarleyfi síbrotafólks Bjarki Sigurðsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 13. mars 2024 18:30 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segist vilja breyta lögum svo hægt sé að vísa burt fólki sem fengið hefur hér hæli en brýtur lög ítrekað. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra hyggst breyta lögum þannig hægt verði að afturkalla dvalarleyfi fólks með alþjóðlega vernd brjóti það af sér hér á landi. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki hægt að senda mann úr landi sem hefur framið stunguárás og hótað vararíkissaksóknara ítrekað. Fréttastofa hefur síðustu daga fjallað um mann sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar sem hann framdi í verslun OK Market í Valshverfinu fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði áreitt og hótað manninum sem hann stakk um árabil, að sögn fórnarlambsins vegna þess að hann túlkaði fyrir mann sem var að kæra árásarmanninn. Og sá er ekki einn um að sæta hótunum af hálfu mannsins, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur einnig í nokkur ár ítrekað lent í því að maðurinn hóti honum og fjölskyldu hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær velti hann því fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að senda manninn úr landi vegna brota sinna, sem eru tæplega hundrað talsins, en maðurinn kom hingað árið 2018 frá Sýrlandi og er með alþjóðlega vernd. „Í þessu tiltekna máli er það svo að það er ekki heimild í íslenskum lögum og ekki heldur samkvæmt meginrétti þjóðarréttar að senda fólk úr landi enda hefur það hlotið vernd hér vegna þess að það hefur verið ofsótt eða lífi þess ógnað í heimaríkinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að á Norðurlöndunum séu heimildir í lögum til þess að afturkalla dvalarleyfi einstaklinga sem hafa brotið af sér. „Ég tel fulla ástæðu til að við tökum það til skoðunar hér á landi enda hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að eftir að ég kom í embætti hef ég lagt mjög miklar áherslu á það að við samræmum löggjöf okkar og regluverk við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum,“ segir Guðrún. Er þetta eitthvað sem þú hugsar með þér að fara með á borð ríkisstjórnar og endurskoða? „Já,“ segir Guðrún. Heimildin misjöfn milli hópa Annmarkar á löggjöf vegna þessa máls voru til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar lýsti Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar, þessum lögum. „Það er heimild í lögum um útlendinga til að afturkalla dvalarleyfi og brottvísa einstaklingum sem fremja glæpi. Þessi heimild er mjög misjöfn eftir því hvers konar dvalarleyfishafa er um að ræða. Það má segja það að þeir einstaklingar sem eru hafa að vera stutt hér á landi og eru ekki komnir með ótímabundin leyfi það eru víðari heimildir til að afturkalla slík leyfi,“ sagði Íris. „En þegar við erum komin með einstakling sem er annað hvort með ótímabundið leyfi hér á landi eða einstakling sem er með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar. Þá eru í raun heimildirnar tæmandi taldar í lögum um útlendinga.“ Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mál Mohamad Kourani Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fréttastofa hefur síðustu daga fjallað um mann sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar sem hann framdi í verslun OK Market í Valshverfinu fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði áreitt og hótað manninum sem hann stakk um árabil, að sögn fórnarlambsins vegna þess að hann túlkaði fyrir mann sem var að kæra árásarmanninn. Og sá er ekki einn um að sæta hótunum af hálfu mannsins, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur einnig í nokkur ár ítrekað lent í því að maðurinn hóti honum og fjölskyldu hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær velti hann því fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að senda manninn úr landi vegna brota sinna, sem eru tæplega hundrað talsins, en maðurinn kom hingað árið 2018 frá Sýrlandi og er með alþjóðlega vernd. „Í þessu tiltekna máli er það svo að það er ekki heimild í íslenskum lögum og ekki heldur samkvæmt meginrétti þjóðarréttar að senda fólk úr landi enda hefur það hlotið vernd hér vegna þess að það hefur verið ofsótt eða lífi þess ógnað í heimaríkinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að á Norðurlöndunum séu heimildir í lögum til þess að afturkalla dvalarleyfi einstaklinga sem hafa brotið af sér. „Ég tel fulla ástæðu til að við tökum það til skoðunar hér á landi enda hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að eftir að ég kom í embætti hef ég lagt mjög miklar áherslu á það að við samræmum löggjöf okkar og regluverk við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum,“ segir Guðrún. Er þetta eitthvað sem þú hugsar með þér að fara með á borð ríkisstjórnar og endurskoða? „Já,“ segir Guðrún. Heimildin misjöfn milli hópa Annmarkar á löggjöf vegna þessa máls voru til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar lýsti Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar, þessum lögum. „Það er heimild í lögum um útlendinga til að afturkalla dvalarleyfi og brottvísa einstaklingum sem fremja glæpi. Þessi heimild er mjög misjöfn eftir því hvers konar dvalarleyfishafa er um að ræða. Það má segja það að þeir einstaklingar sem eru hafa að vera stutt hér á landi og eru ekki komnir með ótímabundin leyfi það eru víðari heimildir til að afturkalla slík leyfi,“ sagði Íris. „En þegar við erum komin með einstakling sem er annað hvort með ótímabundið leyfi hér á landi eða einstakling sem er með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar. Þá eru í raun heimildirnar tæmandi taldar í lögum um útlendinga.“ Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mál Mohamad Kourani Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira