Sársaknar sérhannaðrar úlpu: „Þetta er bara listaverkið mitt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2024 21:00 Úlpan er meðal annars kyrfilega merkt Andra, ber eftirnafnið hans Unnarsson. Andri Hrafn Gunnarsson, fatahönnuður sem búsettur er í Danmörku, sársaknar sérhannaðrar úlpu sem er hans eigin hönnun. Úlpan hvarf eftir að Andri lagði hana frá sér um stund á Kaffibarnum í miðbæ Reykjavíkur. „Ég rétt leit af henni til að dansa, eins og maður gerir,“ segir Andri í samtali við Vísi. Hann birti færslu um úlpuna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann segist vona að einhver hafi tekið úlpuna í misgripum. Andri er einn af öflugustu fatahönnuðum landsins. Undanfarin ár hefur hann meðal annars komið að búningahönnun Eurovision hóps Íslands þegar Hatari keppti árið 2019. Síðast tók hann þátt í að hanna búninga fyrir atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni. Rætt var við Andra í Júrógarðinum, sérstökum Eurovision þætti Vísis, úti í Ísrael árið 2019. Gæti ekki hannað úlpuna aftur „Ég gerði úlpuna í mastersnáminu mínu fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Andri. Hann nam fatahönnun úti í Kaupmannahöfn. Hönnun úlpunnar hafi verið hluti af áfanga þar sem áhersla hafi verið lögð á að gera færri hluti á lengri tíma. Það fer ekki á milli mála að úlpan er sérhönnuð. „Það tók mig alveg sirkabát mánuð að gera bara úlpuna. Þetta var mikil smáatriðavinna í henni sem ég hef í dag ekki tæki eða tól í. Þarna eru vélar sem maður þarf að hafa aðgang að, sem hinn almennari borgari hefur yfirleitt ekki.“ Ljóst sé því að úlpuna geti hann ekki gert aftur. Fyrir utan aðbúnaðinn sjálfan væri auk þess erfitt að finna þann mikla tíma aftur sem þarf í gerð úlpunnar, nú þegar Andri er ekki lengur nemandi. „Þetta er bara listaverkið mitt. Þetta er mitt handverk, mitt hugvit og mínir draumórar. Ég er svo sem ekkert bjartsýnn á að hún rati aftur til mín, ef ég á að vera alveg hreinskilinn en maður verður að reyna allt.“ Tíska og hönnun Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég rétt leit af henni til að dansa, eins og maður gerir,“ segir Andri í samtali við Vísi. Hann birti færslu um úlpuna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann segist vona að einhver hafi tekið úlpuna í misgripum. Andri er einn af öflugustu fatahönnuðum landsins. Undanfarin ár hefur hann meðal annars komið að búningahönnun Eurovision hóps Íslands þegar Hatari keppti árið 2019. Síðast tók hann þátt í að hanna búninga fyrir atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni. Rætt var við Andra í Júrógarðinum, sérstökum Eurovision þætti Vísis, úti í Ísrael árið 2019. Gæti ekki hannað úlpuna aftur „Ég gerði úlpuna í mastersnáminu mínu fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Andri. Hann nam fatahönnun úti í Kaupmannahöfn. Hönnun úlpunnar hafi verið hluti af áfanga þar sem áhersla hafi verið lögð á að gera færri hluti á lengri tíma. Það fer ekki á milli mála að úlpan er sérhönnuð. „Það tók mig alveg sirkabát mánuð að gera bara úlpuna. Þetta var mikil smáatriðavinna í henni sem ég hef í dag ekki tæki eða tól í. Þarna eru vélar sem maður þarf að hafa aðgang að, sem hinn almennari borgari hefur yfirleitt ekki.“ Ljóst sé því að úlpuna geti hann ekki gert aftur. Fyrir utan aðbúnaðinn sjálfan væri auk þess erfitt að finna þann mikla tíma aftur sem þarf í gerð úlpunnar, nú þegar Andri er ekki lengur nemandi. „Þetta er bara listaverkið mitt. Þetta er mitt handverk, mitt hugvit og mínir draumórar. Ég er svo sem ekkert bjartsýnn á að hún rati aftur til mín, ef ég á að vera alveg hreinskilinn en maður verður að reyna allt.“
Tíska og hönnun Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira