Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2024 13:25 Albert í leik íslenska landsliðsins gegn Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. Í samtali við RÚV segir Þorvaldur að Knattspyrnusambandið líti á mál Albert sem svo að það sé niður fallið. Vegna þess sé Hareide heimilt að velja Albert eins og sakir standa. Héraðssaksóknari felldi málið niður þann 22. febrúar síðastliðinn en kærandi í málinu getur enn kært þá niðurstöðu. Áfrýjunarfresturinn rennur út þann 22. mars, degi eftir leik Íslands og Ísrael. Samkvæmt frétt RÚV gat Þorvaldur ekki sagt til um hvaða áhrif slík kæra myndi hafa á stöðu Alberts í hópnum. Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert fyrir kynferðisbrot, sagði við Vísi í gær það til alvarlegrar skoðunar að kæra ákvörðun Héraðssaksóknara. Landsliðshópur Íslands verður valinn eftir tvo daga, á föstudaginn 15. mars. Ef marka má orð Þorvaldar virðist ekki enn liggja fyrir hvort Albert verði gjaldgengur ef niðurstaða Héraðssaksóknara verður kærð. Yrði niðurstaðan kærð í dag eða á morgun er þá ekki víst hvort Hareide sé heimilt að velja hann í hópinn. Þá er spurningin hvort Albert verði vísað úr hópnum sé niðurstaðan kærð eftir helgi. Samkvæmt samþykkt KSÍ frá árinu 2022 skal haft að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Áður hefur Aron Einar Gunnarsson verið útilokaður frá vali í landsliðið vegna þeirrar samþykktar. Hann var kærður fyrir kynferðisbrot í september 2021 og var utan hóps frá þeim tíma þar til málið var látið niður falla tæpu ári síðar. KSÍ Landslið karla í fótbolta Lögreglumál Kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Sjá meira
Í samtali við RÚV segir Þorvaldur að Knattspyrnusambandið líti á mál Albert sem svo að það sé niður fallið. Vegna þess sé Hareide heimilt að velja Albert eins og sakir standa. Héraðssaksóknari felldi málið niður þann 22. febrúar síðastliðinn en kærandi í málinu getur enn kært þá niðurstöðu. Áfrýjunarfresturinn rennur út þann 22. mars, degi eftir leik Íslands og Ísrael. Samkvæmt frétt RÚV gat Þorvaldur ekki sagt til um hvaða áhrif slík kæra myndi hafa á stöðu Alberts í hópnum. Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert fyrir kynferðisbrot, sagði við Vísi í gær það til alvarlegrar skoðunar að kæra ákvörðun Héraðssaksóknara. Landsliðshópur Íslands verður valinn eftir tvo daga, á föstudaginn 15. mars. Ef marka má orð Þorvaldar virðist ekki enn liggja fyrir hvort Albert verði gjaldgengur ef niðurstaða Héraðssaksóknara verður kærð. Yrði niðurstaðan kærð í dag eða á morgun er þá ekki víst hvort Hareide sé heimilt að velja hann í hópinn. Þá er spurningin hvort Albert verði vísað úr hópnum sé niðurstaðan kærð eftir helgi. Samkvæmt samþykkt KSÍ frá árinu 2022 skal haft að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Áður hefur Aron Einar Gunnarsson verið útilokaður frá vali í landsliðið vegna þeirrar samþykktar. Hann var kærður fyrir kynferðisbrot í september 2021 og var utan hóps frá þeim tíma þar til málið var látið niður falla tæpu ári síðar.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Lögreglumál Kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Sjá meira