Danir hægja á Ofurdeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2024 11:30 Claus Thomsen, stjórnarformaður dönsku ofurdeildarinnar, fagnar því að Danir geti hægt á evrópskri ofurdeild. Getty Efsta deild karla í Danmörku, Danska ofurdeildin (d. Superligaen), hefur unnið mál gegn Evrópsku ofurdeildinni (e. The Super League), sem lögð hefur verið til. Sú evrópska þarf að líkindum að breyta um nafn, verði hún að veruleika. Stærstu félög Evrópu hafa unnið að hugmyndinni um ofurdeildina um hríð. Um er að ræða lokaða deild stærstu liða Evrópu og vonir standa til um umtalsvert meiri tekjur til þeirra félaga sem taka þátt en þau þéna í Meistaradeild Evrópu, sem heyrir undir Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Mismikill áhugi er fyrir hugmyndinni í álfunni en ljóst er að slíkar hugmyndir myndu auka enn frekar á misskiptingu og yfirburðastöðu umræddra félaga gagnvart öðrum í Evrópu. Forráðamenn dönsku deildarinnar virðast á meðal þeirra sem standa gegn slíkum hugmyndum og þá sérstaklega nafninu. Danir kærðu nafn evrópsku deildarinnar til Evrópusambandsins og samkvæmt úrskurði Hugverkastofu Evrópusambandsins má fyrirtækið sem stofnað var í kringum fyrirhugaða ofudeild ekki skrá vörumerkið þar sem Danir eiga þegar einkarétt að ofurdeildinni. Sverrir Ingi Ingason í leik með Midtjylland gegn Randers í dönsku ofurdeildinni.Getty Við erum mjög ánægður að Hugverkastofa Evrópusambandsins hafi fallist á það að nafnið Ofurdeildin (e. The Super League) innan Evrópu muni brjóta í bága við verðmæti sem dönsku félögin hafa fjárfest í 3F Superliga. Við höfum alltaf staðið gegn vilja stóru félaganna til að stofna nýja evrópska deild, er haft eftir Claus Thomsen, stjórnarformanni dönsku ofurdeildarinnar, í yfirlýsingu frá deildinni varðandi dóminn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni með því að smella á hlekkinn að neðan. danish-superligaen-as-slows-down-european-super-league.pdf (135kB) Ofurdeildin UEFA Danski boltinn Tengdar fréttir Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. 21. desember 2023 23:01 Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. 13. febrúar 2024 07:01 UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. 21. desember 2023 10:30 Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 11. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Stærstu félög Evrópu hafa unnið að hugmyndinni um ofurdeildina um hríð. Um er að ræða lokaða deild stærstu liða Evrópu og vonir standa til um umtalsvert meiri tekjur til þeirra félaga sem taka þátt en þau þéna í Meistaradeild Evrópu, sem heyrir undir Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Mismikill áhugi er fyrir hugmyndinni í álfunni en ljóst er að slíkar hugmyndir myndu auka enn frekar á misskiptingu og yfirburðastöðu umræddra félaga gagnvart öðrum í Evrópu. Forráðamenn dönsku deildarinnar virðast á meðal þeirra sem standa gegn slíkum hugmyndum og þá sérstaklega nafninu. Danir kærðu nafn evrópsku deildarinnar til Evrópusambandsins og samkvæmt úrskurði Hugverkastofu Evrópusambandsins má fyrirtækið sem stofnað var í kringum fyrirhugaða ofudeild ekki skrá vörumerkið þar sem Danir eiga þegar einkarétt að ofurdeildinni. Sverrir Ingi Ingason í leik með Midtjylland gegn Randers í dönsku ofurdeildinni.Getty Við erum mjög ánægður að Hugverkastofa Evrópusambandsins hafi fallist á það að nafnið Ofurdeildin (e. The Super League) innan Evrópu muni brjóta í bága við verðmæti sem dönsku félögin hafa fjárfest í 3F Superliga. Við höfum alltaf staðið gegn vilja stóru félaganna til að stofna nýja evrópska deild, er haft eftir Claus Thomsen, stjórnarformanni dönsku ofurdeildarinnar, í yfirlýsingu frá deildinni varðandi dóminn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni með því að smella á hlekkinn að neðan. danish-superligaen-as-slows-down-european-super-league.pdf (135kB)
Ofurdeildin UEFA Danski boltinn Tengdar fréttir Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. 21. desember 2023 23:01 Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. 13. febrúar 2024 07:01 UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. 21. desember 2023 10:30 Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 11. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. 21. desember 2023 23:01
Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. 13. febrúar 2024 07:01
UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. 21. desember 2023 10:30
Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 11. nóvember 2023 13:01
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn