Danir hægja á Ofurdeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2024 11:30 Claus Thomsen, stjórnarformaður dönsku ofurdeildarinnar, fagnar því að Danir geti hægt á evrópskri ofurdeild. Getty Efsta deild karla í Danmörku, Danska ofurdeildin (d. Superligaen), hefur unnið mál gegn Evrópsku ofurdeildinni (e. The Super League), sem lögð hefur verið til. Sú evrópska þarf að líkindum að breyta um nafn, verði hún að veruleika. Stærstu félög Evrópu hafa unnið að hugmyndinni um ofurdeildina um hríð. Um er að ræða lokaða deild stærstu liða Evrópu og vonir standa til um umtalsvert meiri tekjur til þeirra félaga sem taka þátt en þau þéna í Meistaradeild Evrópu, sem heyrir undir Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Mismikill áhugi er fyrir hugmyndinni í álfunni en ljóst er að slíkar hugmyndir myndu auka enn frekar á misskiptingu og yfirburðastöðu umræddra félaga gagnvart öðrum í Evrópu. Forráðamenn dönsku deildarinnar virðast á meðal þeirra sem standa gegn slíkum hugmyndum og þá sérstaklega nafninu. Danir kærðu nafn evrópsku deildarinnar til Evrópusambandsins og samkvæmt úrskurði Hugverkastofu Evrópusambandsins má fyrirtækið sem stofnað var í kringum fyrirhugaða ofudeild ekki skrá vörumerkið þar sem Danir eiga þegar einkarétt að ofurdeildinni. Sverrir Ingi Ingason í leik með Midtjylland gegn Randers í dönsku ofurdeildinni.Getty Við erum mjög ánægður að Hugverkastofa Evrópusambandsins hafi fallist á það að nafnið Ofurdeildin (e. The Super League) innan Evrópu muni brjóta í bága við verðmæti sem dönsku félögin hafa fjárfest í 3F Superliga. Við höfum alltaf staðið gegn vilja stóru félaganna til að stofna nýja evrópska deild, er haft eftir Claus Thomsen, stjórnarformanni dönsku ofurdeildarinnar, í yfirlýsingu frá deildinni varðandi dóminn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni með því að smella á hlekkinn að neðan. danish-superligaen-as-slows-down-european-super-league.pdf (135kB) Ofurdeildin UEFA Danski boltinn Tengdar fréttir Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. 21. desember 2023 23:01 Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. 13. febrúar 2024 07:01 UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. 21. desember 2023 10:30 Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 11. nóvember 2023 13:01 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Stærstu félög Evrópu hafa unnið að hugmyndinni um ofurdeildina um hríð. Um er að ræða lokaða deild stærstu liða Evrópu og vonir standa til um umtalsvert meiri tekjur til þeirra félaga sem taka þátt en þau þéna í Meistaradeild Evrópu, sem heyrir undir Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Mismikill áhugi er fyrir hugmyndinni í álfunni en ljóst er að slíkar hugmyndir myndu auka enn frekar á misskiptingu og yfirburðastöðu umræddra félaga gagnvart öðrum í Evrópu. Forráðamenn dönsku deildarinnar virðast á meðal þeirra sem standa gegn slíkum hugmyndum og þá sérstaklega nafninu. Danir kærðu nafn evrópsku deildarinnar til Evrópusambandsins og samkvæmt úrskurði Hugverkastofu Evrópusambandsins má fyrirtækið sem stofnað var í kringum fyrirhugaða ofudeild ekki skrá vörumerkið þar sem Danir eiga þegar einkarétt að ofurdeildinni. Sverrir Ingi Ingason í leik með Midtjylland gegn Randers í dönsku ofurdeildinni.Getty Við erum mjög ánægður að Hugverkastofa Evrópusambandsins hafi fallist á það að nafnið Ofurdeildin (e. The Super League) innan Evrópu muni brjóta í bága við verðmæti sem dönsku félögin hafa fjárfest í 3F Superliga. Við höfum alltaf staðið gegn vilja stóru félaganna til að stofna nýja evrópska deild, er haft eftir Claus Thomsen, stjórnarformanni dönsku ofurdeildarinnar, í yfirlýsingu frá deildinni varðandi dóminn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni með því að smella á hlekkinn að neðan. danish-superligaen-as-slows-down-european-super-league.pdf (135kB)
Ofurdeildin UEFA Danski boltinn Tengdar fréttir Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. 21. desember 2023 23:01 Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. 13. febrúar 2024 07:01 UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. 21. desember 2023 10:30 Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 11. nóvember 2023 13:01 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. 21. desember 2023 23:01
Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. 13. febrúar 2024 07:01
UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. 21. desember 2023 10:30
Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 11. nóvember 2023 13:01