Hungrinu beitt sem vopni segir utanríkismálastjóri ESB Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2024 07:00 Íbúar á Gasa freista þess að ná sér í mat í Rafah. AP/Fatima Shbair Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, segir hungursneyð beitt eins og vopni á Gasa. Hann segir skort á neyðargögnum á svæðinu „manngerðan harmleik“. Flutningaskip með 200 tonn af matvælum og öðrum neyðargögnum lagði úr höfn í Kýpur í gær en Sameinuðu þjóðirnar segja það ekki koma í staðinn fyrir flutning neyðargagna landleiðina. Þrátt fyrir aukna gagnrýni fjölda ríkja hafa stjórnvöld í Ísrael hins vegar lítið gert til að greiða fyrir aukinni aðstoð við almenna borgara á Gasa og heitið því að halda áfram aðgerðum sínum gegn Hamas. Þau hafna því að vera ábyrg fyrir matarskorti á svæðinu, þar sem þau heimili nú þegar flutning matvæla í gegnum tvö landamærahlið í suðurhluta Gasa. Borrell svaraði þessu þegar hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og sagði mannúðarkrísuna mega rekja til þess að það væru ekki fleiri landleiðir til staðar til að flytja gögn inn á Gasa. „Við erum núna að horfa upp á samfélag sem berst fyrir því að lifa af,“ sagði hann. Hann sagði vandann gerðan af mannanna höndum og að ástæða þess að menn væru að leita leiða til að koma neyðargögnum til Gasa sjó- og loftleiðina væri að landleiðinni hefði verið lokað. „Það er verið að nota hungur sem vopn og þegar við fordæmum það þegar það gerist í Úkraínu þá verðum við að nota sömu orð um það sem er að gerast á Gasa,“ sagði Borrell. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að um 576 þúsund manns á Gasa séu við það að búa við hungursneyð. Heilbrigðisráðuneytið á svæðinu segir 27 hafa látist sökum vannæringar og ofþornunar á síðustu tveimur vikum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist um helgina gera ráð fyrir að átökin myndu standa yfir allt að tvo mánuði í viðbót; kannski fjórar vikur, kannski sex. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Flutningaskip með 200 tonn af matvælum og öðrum neyðargögnum lagði úr höfn í Kýpur í gær en Sameinuðu þjóðirnar segja það ekki koma í staðinn fyrir flutning neyðargagna landleiðina. Þrátt fyrir aukna gagnrýni fjölda ríkja hafa stjórnvöld í Ísrael hins vegar lítið gert til að greiða fyrir aukinni aðstoð við almenna borgara á Gasa og heitið því að halda áfram aðgerðum sínum gegn Hamas. Þau hafna því að vera ábyrg fyrir matarskorti á svæðinu, þar sem þau heimili nú þegar flutning matvæla í gegnum tvö landamærahlið í suðurhluta Gasa. Borrell svaraði þessu þegar hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og sagði mannúðarkrísuna mega rekja til þess að það væru ekki fleiri landleiðir til staðar til að flytja gögn inn á Gasa. „Við erum núna að horfa upp á samfélag sem berst fyrir því að lifa af,“ sagði hann. Hann sagði vandann gerðan af mannanna höndum og að ástæða þess að menn væru að leita leiða til að koma neyðargögnum til Gasa sjó- og loftleiðina væri að landleiðinni hefði verið lokað. „Það er verið að nota hungur sem vopn og þegar við fordæmum það þegar það gerist í Úkraínu þá verðum við að nota sömu orð um það sem er að gerast á Gasa,“ sagði Borrell. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að um 576 þúsund manns á Gasa séu við það að búa við hungursneyð. Heilbrigðisráðuneytið á svæðinu segir 27 hafa látist sökum vannæringar og ofþornunar á síðustu tveimur vikum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist um helgina gera ráð fyrir að átökin myndu standa yfir allt að tvo mánuði í viðbót; kannski fjórar vikur, kannski sex.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira