Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. mars 2024 18:17 VR skorar á SA að skipta um kúrs. Vísir/Arnar Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samninganefndinni, en Samtök atvinnulífsins tilkynntu í tak að stjórn þeirra hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er mögulegt verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt viðbrögð SA við mögulegu verkfalli vera ofsafengin, en framkvæmdastjóri SA, Sigríður Margrét Oddsdóttir, hefur sagt að fyrst og fremst sé um varnaraðgerð að ræða. Í yfirlýsingunni sem fréttastofu barst upp úr klukkan sex er forsaga málsins rakin, eins og hún blasir við samninganefnd VR: „Framlínustarfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur um nokkra hríð reynt að ná fram breytingum á sínum kjörum og vinnufyrirkomulagi. Þau starfa á lágmarkstöxtum eftir sérkjarasamningi sem tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi VR og um helmingur þeirra nýtur ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma yfir vetrarmánuðina. Á veturna er þeim gert að starfa á svokölluðum stubbavöktum og mæta þá milli 5 og 9 að morgni og þurfa að mæta aftur til vinnu milli 13 og 17,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að boðað hafi verið til atkvæðagreiðslu um verkfall umræddra starfsmanna vegna þess að lítið hefði þokast í viðræðum SA og VR um sérkjarasamninginn og að stjórnendur Icelandair hafi ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum starfsfólksins. Verkbann í stað viðbragða „Á fundum VR og SA í gær, með aðkomu trúnaðarmanns og starfsmanns Icelandair og stjórnenda Icelandair, áttu sér stað uppbyggilegar viðræður um lausnir til handa þessum hópi. VR hlýddi á og brást við sjónarmiðum SA og Icelandair og lagði fram tillögur til umræðu sem gætu verið til þess fallnar að stuðla að farsælli lausn. Í stað þess að bregðast við tillögum VR ákvað SA að beina þreki sínu í að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum VR.“ Með verkbanni væri gerð tilraun til að kúga VR og starfsfólk Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli til hlýðni í nafni stöðugleika. „Svar samninganefndar VR er að stöðugleiki verður aldrei reistur á herðum fólks sem starfar á lágmarkskjörum. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að kjarabætur fyrir hóp eins og þennan séu undir í kjaraviðræðum, óháð því hvaða samningar hafa gengið á undan við önnur félög.“ Gríðarlegt tjón fyrir samfélagið Samninganefndin telur að ef verkbann yrði að veruleika geti það sett fjölda fyrirtækja á hliðina, með alvarlegum afleiðingum fyrir launafólk og fyrirtæki. SA séu því tilbúin að kalla gríðarlegt fjárhagstjón yfir samfélagið allt, fremur en að bregðast við kröfum fámenns láglaunahóps á flugvellinum, sem séu hóflegar. „Samninganefnd VR skorar á SA að skipta um kúrs og vinna heldur að því með VR að finna lausn á þeim fáu atriðum sem út af standa í kjaraviðræðum. Samninganefnd VR hefur einnig beint því til stjórnar vinnudeilusjóðs VR að útfæra greiðslur til þeirra einstaklinga sem verkbannið mun ná til.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Atvinnurekendur Tengdar fréttir „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samninganefndinni, en Samtök atvinnulífsins tilkynntu í tak að stjórn þeirra hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er mögulegt verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt viðbrögð SA við mögulegu verkfalli vera ofsafengin, en framkvæmdastjóri SA, Sigríður Margrét Oddsdóttir, hefur sagt að fyrst og fremst sé um varnaraðgerð að ræða. Í yfirlýsingunni sem fréttastofu barst upp úr klukkan sex er forsaga málsins rakin, eins og hún blasir við samninganefnd VR: „Framlínustarfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur um nokkra hríð reynt að ná fram breytingum á sínum kjörum og vinnufyrirkomulagi. Þau starfa á lágmarkstöxtum eftir sérkjarasamningi sem tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi VR og um helmingur þeirra nýtur ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma yfir vetrarmánuðina. Á veturna er þeim gert að starfa á svokölluðum stubbavöktum og mæta þá milli 5 og 9 að morgni og þurfa að mæta aftur til vinnu milli 13 og 17,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að boðað hafi verið til atkvæðagreiðslu um verkfall umræddra starfsmanna vegna þess að lítið hefði þokast í viðræðum SA og VR um sérkjarasamninginn og að stjórnendur Icelandair hafi ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum starfsfólksins. Verkbann í stað viðbragða „Á fundum VR og SA í gær, með aðkomu trúnaðarmanns og starfsmanns Icelandair og stjórnenda Icelandair, áttu sér stað uppbyggilegar viðræður um lausnir til handa þessum hópi. VR hlýddi á og brást við sjónarmiðum SA og Icelandair og lagði fram tillögur til umræðu sem gætu verið til þess fallnar að stuðla að farsælli lausn. Í stað þess að bregðast við tillögum VR ákvað SA að beina þreki sínu í að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum VR.“ Með verkbanni væri gerð tilraun til að kúga VR og starfsfólk Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli til hlýðni í nafni stöðugleika. „Svar samninganefndar VR er að stöðugleiki verður aldrei reistur á herðum fólks sem starfar á lágmarkskjörum. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að kjarabætur fyrir hóp eins og þennan séu undir í kjaraviðræðum, óháð því hvaða samningar hafa gengið á undan við önnur félög.“ Gríðarlegt tjón fyrir samfélagið Samninganefndin telur að ef verkbann yrði að veruleika geti það sett fjölda fyrirtækja á hliðina, með alvarlegum afleiðingum fyrir launafólk og fyrirtæki. SA séu því tilbúin að kalla gríðarlegt fjárhagstjón yfir samfélagið allt, fremur en að bregðast við kröfum fámenns láglaunahóps á flugvellinum, sem séu hóflegar. „Samninganefnd VR skorar á SA að skipta um kúrs og vinna heldur að því með VR að finna lausn á þeim fáu atriðum sem út af standa í kjaraviðræðum. Samninganefnd VR hefur einnig beint því til stjórnar vinnudeilusjóðs VR að útfæra greiðslur til þeirra einstaklinga sem verkbannið mun ná til.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Atvinnurekendur Tengdar fréttir „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28
Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30