Framlínufólkið hjá Icelandair Andrea Rut Pálsdóttir skrifar 12. mars 2024 14:01 Við sem störfum í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair erum fjölbreyttur hópur. Við komum frá ólíkum löndum, tölum mörg tungumál og búum við mismunandi fjölskylduaðstæður. Mörg okkar búa á Suðurnesjum, en hluti okkar á höfuðborgarsvæðinu, eins og á við um mig sem núna þarf að búa mér nýtt heimili fjarri húsinu mínu í Grindavík. En við eigum líka margt sameiginlegt. Öll höfum við valið að starfa í framlínu Icelandair og okkur þykir vænt um starfið okkar og farþegana sem við þjónum. Við deilum vinnuumhverfi og starfskjörum og núna í vikunni þurfum við, langflest í fyrsta sinn, að taka afstöðu til þess hvort við séum tilbúin til að leggja niður störf til að knýja á um kjarabætur og breytingu á okkar vinnuskipulagi. Vinnutími með hléum Kjör okkar eru ákvörðuð samkvæmt sérkjarasamningi VR og SA sem nær eingöngu til okkar starfa, en tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi. Við vinnum eftir lágmarkstöxtum og í áratugi hefur vinna þessa hóps verið skipulögð yfir vetrartímann með vinnudegi sem er ekki samfelldur. Um helmingur okkar vinnur fulla vinnu, ásamt yfirvinnu, á vöktum allan ársins hring. Hinn helmingurinn er færður í 76% starfshlutfall yfir vetrarmánuðina og er þá látinn vinna tvisvar sinnum fjórar klukkustundir, en með fjögurra klukkustunda hléi á milli. Fyrir flest af mínu samstarfsfólki býður þessi fjögurra tíma eyða ekki upp á neitt annað en aukinn kostnað við ferðir til og frá vinnu og tímasóun. Þetta er eini hópurinn á Keflavíkurflugvelli sem vinnur eftir þessu skipulagi. Og við viljum ná fram breytingum á þessu. Við höfum lengi reynt að ná eyrum okkar stjórnenda Icelandair varðandi vinnufyrirkomulag og kjör. Viðbrögðin hafa ekki verið mikil og okkur finnst skorta á að stjórnendur sýni störfum okkar virðingu og séu tilbúnir að mæta sjálfsögðum óskum okkar um vinnuskipulag og kjör sem virka fyrir venjulegt fólk. Þess vegna höfum við óskað eftir liðsinni okkar stéttarfélags, VR, við að sækja okkar kröfur. Við erum framlínan Við vinnum í framlínu fyrirtækisins. Við tökum við áhyggjum fólks af sætaskipan, tengiflugi og týndum farangri. Við berum ábyrgð á að farþegar hafi gild ferðaskilríki og ef það fer forgörðum getur Icelandair þurft að greiða háar sektir. Núna stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfall starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu í Keflavík. Þegar þetta er skrifað er kosningaþáttaka um 90% og henni lýkur á fimmtudag kl. 12 á hádegi. Samhliða sitjum við í Karphúsinu við samningaborðið og reynum að ná fram niðurstöðu. Það er von mín að þær samningaviðræður skili árangri og að ekki þurfi að koma til verkfalls. Ég og mitt samstarfsfólk viljum bætt kjör, vinnuskipulag sem virkar og virðingu fyrir störfum okkar. Ég vona að það nái fram að ganga. Höfundur er trúnaðarmaður starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem störfum í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair erum fjölbreyttur hópur. Við komum frá ólíkum löndum, tölum mörg tungumál og búum við mismunandi fjölskylduaðstæður. Mörg okkar búa á Suðurnesjum, en hluti okkar á höfuðborgarsvæðinu, eins og á við um mig sem núna þarf að búa mér nýtt heimili fjarri húsinu mínu í Grindavík. En við eigum líka margt sameiginlegt. Öll höfum við valið að starfa í framlínu Icelandair og okkur þykir vænt um starfið okkar og farþegana sem við þjónum. Við deilum vinnuumhverfi og starfskjörum og núna í vikunni þurfum við, langflest í fyrsta sinn, að taka afstöðu til þess hvort við séum tilbúin til að leggja niður störf til að knýja á um kjarabætur og breytingu á okkar vinnuskipulagi. Vinnutími með hléum Kjör okkar eru ákvörðuð samkvæmt sérkjarasamningi VR og SA sem nær eingöngu til okkar starfa, en tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi. Við vinnum eftir lágmarkstöxtum og í áratugi hefur vinna þessa hóps verið skipulögð yfir vetrartímann með vinnudegi sem er ekki samfelldur. Um helmingur okkar vinnur fulla vinnu, ásamt yfirvinnu, á vöktum allan ársins hring. Hinn helmingurinn er færður í 76% starfshlutfall yfir vetrarmánuðina og er þá látinn vinna tvisvar sinnum fjórar klukkustundir, en með fjögurra klukkustunda hléi á milli. Fyrir flest af mínu samstarfsfólki býður þessi fjögurra tíma eyða ekki upp á neitt annað en aukinn kostnað við ferðir til og frá vinnu og tímasóun. Þetta er eini hópurinn á Keflavíkurflugvelli sem vinnur eftir þessu skipulagi. Og við viljum ná fram breytingum á þessu. Við höfum lengi reynt að ná eyrum okkar stjórnenda Icelandair varðandi vinnufyrirkomulag og kjör. Viðbrögðin hafa ekki verið mikil og okkur finnst skorta á að stjórnendur sýni störfum okkar virðingu og séu tilbúnir að mæta sjálfsögðum óskum okkar um vinnuskipulag og kjör sem virka fyrir venjulegt fólk. Þess vegna höfum við óskað eftir liðsinni okkar stéttarfélags, VR, við að sækja okkar kröfur. Við erum framlínan Við vinnum í framlínu fyrirtækisins. Við tökum við áhyggjum fólks af sætaskipan, tengiflugi og týndum farangri. Við berum ábyrgð á að farþegar hafi gild ferðaskilríki og ef það fer forgörðum getur Icelandair þurft að greiða háar sektir. Núna stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfall starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu í Keflavík. Þegar þetta er skrifað er kosningaþáttaka um 90% og henni lýkur á fimmtudag kl. 12 á hádegi. Samhliða sitjum við í Karphúsinu við samningaborðið og reynum að ná fram niðurstöðu. Það er von mín að þær samningaviðræður skili árangri og að ekki þurfi að koma til verkfalls. Ég og mitt samstarfsfólk viljum bætt kjör, vinnuskipulag sem virkar og virðingu fyrir störfum okkar. Ég vona að það nái fram að ganga. Höfundur er trúnaðarmaður starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun