Völdu hættu á matareitrun frekar en skaðabætur Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2024 10:38 Ólafur Hauksson er afar óánægður með viðbrögð forstjóra Krónunnar við stöðunni og segir þau einkennast af algjöru skeytingarleysi gagnvart verðmætu vörumerki. vísir/vilhelm Ólafur Hauksson, almannatengill og hluthafi í Festi, gagnrýnir Krónuna harðlega fyrir að hafa metið hættu á skaðabótamáli æðri en þá hættu að selja viðskiptavinum sínum vafasaman mat í fjóra mánuði. Þetta kemur fram í aðsendri grein Ólafs sem hann birtir á Vísi undir yfirskriftinni „Hallærislegt hjá Krónunni“. Ólafur skrifar sem hluthafi í Festi, sem er móðurfélag Krónunnar, og hann telur algert skeytingarleysi hafa ríkt um verðmætt vörumerki sem er Krónan. Málið tengist rassíu lögreglunnar; aðgerðum gegn Vy-þrifum, vafasamri geymslu matvæla og nú rökstuddum grun um vinnumansal og peningaþvætti. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa og Pho Víetnam veitingastaðanna, eignaðist alla Wok On staðina í janúar. Davíð er meðal sex sem sæta gæsluvarðhaldi vikulangt í tengslu við umfangsmikla rannsókn lögreglu. Krónan sagði upp samningum við Wok on í verslunum Krónunnar í nóvember. Frekar að koma sér hjá skaðabótum en bjóða uppá matareitrun „Engu að síður fékk Wok On að selja viðskiptavinum Krónunnar vægast sagt vafasaman mat í fjóra mánuði til viðbótar, allt þar til lögreglan gerði rassíuna hjá eiganda Wok On þann 5. mars síðastliðinn,“ segir Ólafur og honum er ekki skemmt. Skýring Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, er sú að Krónan hafi ekki getað lokað stöðunum fyrr vegna þess að þá væri fyrirtækið skaðabótaskylt. „Þetta er ótrúlega hallærislegt. Krónan valdi semsagt að setja viðskiptavini í þá hættu að fá matareitrun og þaðan af verra frekar en þurfa að borga mögulegar skaðabætur.“ Ásta segir að þegar fréttist af ólöglegum matvælalager eiganda Wok On (í október) hafi Krónan viljað slíta samstarfinu. „En þar sem fyrirtækið var með 12 mánaða uppsagnarákvæði gátum við ekki lokað stöðunum þegar við vildum, sem er mjög miður.“ Ótrúlegur aumingjagangur Krónunnar Ólafur segir Krónuna hafa metið hagstæðara að fórna orðspori sínu og stefna heilsu viðskiptavina í hættu en þurfa kannski að borga skaðabætur. „Aumingjagangur Krónunnar er ótrúlegur. Fyrirtækið hafði ekki afskipti af þeim matsölustöðum sem voru að selja heitan mat inni í verslunum fyrirtækisins og þar með undir merkjum þess. Það kom forráðamönnum Krónunnar á óvart að Heilbrigðiseftirlitið skyldi gefa Wok On stöðum Krónunnar hauskúpu fyrir óþrifnað og hættulega meðferð matvæla. Hverskonar skeytingarleysi er þetta um það verðmæta vörumerki sem Krónan er?“ Ólafur telur verðmætamat stjórnenda Krónunnar brenglað. Og spyr: Ef Quang Le/Davíð Viðarsson tengdist Wok On hjá Krónunni ekkert, hvers vegna þótti ástæða til að slíta samningum sem allra fyrst? „Hvað vissi Krónan um tengsl Quang Le við Wok On staðina í Krónunni?“ Ólafur segir einnig sérkennilegt að sjá Krónuna fullyrða að fylgst verði með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur „á rottulagernum, en hafa enga hugmynd um hauskúpuna sem þetta sama heilbrigðiseftirlit veitti matsölustöðum innan veggja Krónunnar“. Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Heilbrigðismál Matvöruverslun Auglýsinga- og markaðsmál Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Ólafs sem hann birtir á Vísi undir yfirskriftinni „Hallærislegt hjá Krónunni“. Ólafur skrifar sem hluthafi í Festi, sem er móðurfélag Krónunnar, og hann telur algert skeytingarleysi hafa ríkt um verðmætt vörumerki sem er Krónan. Málið tengist rassíu lögreglunnar; aðgerðum gegn Vy-þrifum, vafasamri geymslu matvæla og nú rökstuddum grun um vinnumansal og peningaþvætti. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa og Pho Víetnam veitingastaðanna, eignaðist alla Wok On staðina í janúar. Davíð er meðal sex sem sæta gæsluvarðhaldi vikulangt í tengslu við umfangsmikla rannsókn lögreglu. Krónan sagði upp samningum við Wok on í verslunum Krónunnar í nóvember. Frekar að koma sér hjá skaðabótum en bjóða uppá matareitrun „Engu að síður fékk Wok On að selja viðskiptavinum Krónunnar vægast sagt vafasaman mat í fjóra mánuði til viðbótar, allt þar til lögreglan gerði rassíuna hjá eiganda Wok On þann 5. mars síðastliðinn,“ segir Ólafur og honum er ekki skemmt. Skýring Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, er sú að Krónan hafi ekki getað lokað stöðunum fyrr vegna þess að þá væri fyrirtækið skaðabótaskylt. „Þetta er ótrúlega hallærislegt. Krónan valdi semsagt að setja viðskiptavini í þá hættu að fá matareitrun og þaðan af verra frekar en þurfa að borga mögulegar skaðabætur.“ Ásta segir að þegar fréttist af ólöglegum matvælalager eiganda Wok On (í október) hafi Krónan viljað slíta samstarfinu. „En þar sem fyrirtækið var með 12 mánaða uppsagnarákvæði gátum við ekki lokað stöðunum þegar við vildum, sem er mjög miður.“ Ótrúlegur aumingjagangur Krónunnar Ólafur segir Krónuna hafa metið hagstæðara að fórna orðspori sínu og stefna heilsu viðskiptavina í hættu en þurfa kannski að borga skaðabætur. „Aumingjagangur Krónunnar er ótrúlegur. Fyrirtækið hafði ekki afskipti af þeim matsölustöðum sem voru að selja heitan mat inni í verslunum fyrirtækisins og þar með undir merkjum þess. Það kom forráðamönnum Krónunnar á óvart að Heilbrigðiseftirlitið skyldi gefa Wok On stöðum Krónunnar hauskúpu fyrir óþrifnað og hættulega meðferð matvæla. Hverskonar skeytingarleysi er þetta um það verðmæta vörumerki sem Krónan er?“ Ólafur telur verðmætamat stjórnenda Krónunnar brenglað. Og spyr: Ef Quang Le/Davíð Viðarsson tengdist Wok On hjá Krónunni ekkert, hvers vegna þótti ástæða til að slíta samningum sem allra fyrst? „Hvað vissi Krónan um tengsl Quang Le við Wok On staðina í Krónunni?“ Ólafur segir einnig sérkennilegt að sjá Krónuna fullyrða að fylgst verði með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur „á rottulagernum, en hafa enga hugmynd um hauskúpuna sem þetta sama heilbrigðiseftirlit veitti matsölustöðum innan veggja Krónunnar“.
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Heilbrigðismál Matvöruverslun Auglýsinga- og markaðsmál Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira