Hálft prósent stórverkefna standast áætlun Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar 12. mars 2024 09:31 Ísland er land tækifæranna en einnig land fyrirhugaðra verkefna. Sem dæmi um það má þess geta að í nýlegri frétt frá Innviðaráðuneytinu er sagt frá því að 909 milljarðar eru áætlaðir bara í samgönguverkefni á næstu fimmtán árum. Þá eru ótalin önnur verkefni á vegum hins opinbera og vitanlega öll önnur fjárfestingaverkefni. Fjárfestingar í verkefnum á Íslandi í nánustu framtíð skipta hundruðum og jafnvel þúsundum milljarða. Í sjálfu sér hið besta mál. Fátt heillar meira en metnaðarfull framtíðarsýn sem verður að veruleika og býr í haginn fyrir fólkið í landinu. Við horfum með stolti á stórvirki og frumkvöðla sem búa til verðmætin sem leggja grunninn að velferðarsamfélaginu. Lítið dæmi um þetta eru virkjanirnar við Búrfell sem í hartnær sextíu ár hafa malað gull fyrir land og þjóð. Ísfirskir frumkvöðlar fundu leið til að nota þorskaroð til að græða mannshúð og seldu fyrirtækið sitt fyrir geypifé og svona mætti áfram segja frábærar sögur sem eru okkur öllum hvatning til dáða. Því miður er það samt svo að flestar hugmyndir mistakast að einhverju leyti að minnsta kosti. Stundum er um martraðarkenndan hrylling að ræða. Um allan heim, í hverju landi og í hverri borg má finna dæmi um stórhuga framkvæmdaverkefni sem nú má helst ekki minnast á nema þá helst til að hneyklast eða hlæja að. Raunar er það svo að 92% stórverkefna fara yfir kostnaðaráætlun, yfir tímaáætlun eða hvoru tveggja. Ef bætt er við að standast væntingar viðskiptavinanna reynist hlutfall vel heppnaðra verkefna vera lægra en hálft prósent. Og ekki þarf stórvirki til. Einu má gilda hvort skipuleggja eigi ráðstefnu, hrinda lítilli viðskiptahugmynd í framkvæmd eða klára hefðbundið verkefni á réttum tíma. Líkurnar á að mistakast eru umtalsvert meiri en að standast áætlun. Þekkjum við ekki öll að við gerðum áætlun um að skipta út gömlu eldhúsinnréttingunni eða fórum í langþráð frí og kostnaður fór illa úr böndunum. En af hverju? Í frábærri bók þeirra Dan Gardner og Bent Flybjerg er lýst æviverki þeirra til að skilja eðli stórvirkja (megaprojects). Bókin sem heitir “How Big Things Get Done” ætti að vera skyldulesning fyrir stjórnmálamenn, hönnuði, ráðgjafa, embættismenn, fjárfesta og öll þau sem vilja skilja þá krafta sem skilja milli feigs og ófeigs við undirbúning , skipulagningu og framkvæmd verkefna. Bókin er byggð á áratuga rannsóknum þar sem þúsundir verkefna um allan heim hafa verið krufin til mergjar til að skilja hvað fór úrskeiðis og hvað tókst vel. Hvernig forðumst við hugsanavillur, slæmar ákvarðanir og vanmat sem leiðir til óásættanlegrar niðurstöðu? Hvaða grundvallaatriði þurfa að vera til staðar og í lagi til að verkefni takist vel? Bókin “How Big Things Get Done” er tímamótaverk sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga og tilnefninga sem bók ársins 2023. Má þar nefna útgáfur eins og Financial Times, Economist og CEO Magazine. Dan Gardner og Bent Flyvbjerg eru líklega fremstu sérfræðingar okkar daga þegar kemur að því að ráða okkur Íslendingum heilt um þau miklu og stórhuga verkefni sem bíða handan við hornið. Það eru því mikil og góð tíðindi að sá fyrrnefndi, Dan Gardner, mun stíga á stokk þann 18. apríl næskomandi og ræða þessu mikilvægu mál á IMaR 2024 ráðstefnunni og þann 19. apríl á Degi Verkfræðinnar. Höfundur er lektor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður rannsóknasetursins CORDA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Nýsköpun Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er land tækifæranna en einnig land fyrirhugaðra verkefna. Sem dæmi um það má þess geta að í nýlegri frétt frá Innviðaráðuneytinu er sagt frá því að 909 milljarðar eru áætlaðir bara í samgönguverkefni á næstu fimmtán árum. Þá eru ótalin önnur verkefni á vegum hins opinbera og vitanlega öll önnur fjárfestingaverkefni. Fjárfestingar í verkefnum á Íslandi í nánustu framtíð skipta hundruðum og jafnvel þúsundum milljarða. Í sjálfu sér hið besta mál. Fátt heillar meira en metnaðarfull framtíðarsýn sem verður að veruleika og býr í haginn fyrir fólkið í landinu. Við horfum með stolti á stórvirki og frumkvöðla sem búa til verðmætin sem leggja grunninn að velferðarsamfélaginu. Lítið dæmi um þetta eru virkjanirnar við Búrfell sem í hartnær sextíu ár hafa malað gull fyrir land og þjóð. Ísfirskir frumkvöðlar fundu leið til að nota þorskaroð til að græða mannshúð og seldu fyrirtækið sitt fyrir geypifé og svona mætti áfram segja frábærar sögur sem eru okkur öllum hvatning til dáða. Því miður er það samt svo að flestar hugmyndir mistakast að einhverju leyti að minnsta kosti. Stundum er um martraðarkenndan hrylling að ræða. Um allan heim, í hverju landi og í hverri borg má finna dæmi um stórhuga framkvæmdaverkefni sem nú má helst ekki minnast á nema þá helst til að hneyklast eða hlæja að. Raunar er það svo að 92% stórverkefna fara yfir kostnaðaráætlun, yfir tímaáætlun eða hvoru tveggja. Ef bætt er við að standast væntingar viðskiptavinanna reynist hlutfall vel heppnaðra verkefna vera lægra en hálft prósent. Og ekki þarf stórvirki til. Einu má gilda hvort skipuleggja eigi ráðstefnu, hrinda lítilli viðskiptahugmynd í framkvæmd eða klára hefðbundið verkefni á réttum tíma. Líkurnar á að mistakast eru umtalsvert meiri en að standast áætlun. Þekkjum við ekki öll að við gerðum áætlun um að skipta út gömlu eldhúsinnréttingunni eða fórum í langþráð frí og kostnaður fór illa úr böndunum. En af hverju? Í frábærri bók þeirra Dan Gardner og Bent Flybjerg er lýst æviverki þeirra til að skilja eðli stórvirkja (megaprojects). Bókin sem heitir “How Big Things Get Done” ætti að vera skyldulesning fyrir stjórnmálamenn, hönnuði, ráðgjafa, embættismenn, fjárfesta og öll þau sem vilja skilja þá krafta sem skilja milli feigs og ófeigs við undirbúning , skipulagningu og framkvæmd verkefna. Bókin er byggð á áratuga rannsóknum þar sem þúsundir verkefna um allan heim hafa verið krufin til mergjar til að skilja hvað fór úrskeiðis og hvað tókst vel. Hvernig forðumst við hugsanavillur, slæmar ákvarðanir og vanmat sem leiðir til óásættanlegrar niðurstöðu? Hvaða grundvallaatriði þurfa að vera til staðar og í lagi til að verkefni takist vel? Bókin “How Big Things Get Done” er tímamótaverk sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga og tilnefninga sem bók ársins 2023. Má þar nefna útgáfur eins og Financial Times, Economist og CEO Magazine. Dan Gardner og Bent Flyvbjerg eru líklega fremstu sérfræðingar okkar daga þegar kemur að því að ráða okkur Íslendingum heilt um þau miklu og stórhuga verkefni sem bíða handan við hornið. Það eru því mikil og góð tíðindi að sá fyrrnefndi, Dan Gardner, mun stíga á stokk þann 18. apríl næskomandi og ræða þessu mikilvægu mál á IMaR 2024 ráðstefnunni og þann 19. apríl á Degi Verkfræðinnar. Höfundur er lektor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður rannsóknasetursins CORDA.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun