Heilsugæslan flytur tímabundið eftir brunann Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 08:46 Umtalsvert tjón varð á fasteigninni, húsgögnum, tölvubúnaði og lækningatækjum sem þar voru. Vísir/Vilhelm Heilsugæslan Garðabæ mun á næstu dögum flytja tímabundið í húsnæði í Mjóddinni í Reykjavík á meðan húsnæði heilsugæslunnar er þrifið og endurnýjað. Talsvert tjón varð á húsnæðinu af völdum reyks eftir að eldur kom upp á snyrtistofu í næsta húsi fyrir helgi. Er ljóst að einhverjar vikur muni taka þar til að hægt verði hefja starfsemi í húsinu á ný. Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að starfsfólk Heilsugæslunnar Garðabæ hafi fengið tímabundna aðstöðu til að taka á móti skjólstæðingum sem eiga bókaða tíma á nærliggjandi heilsugæslustöðvum í Hafnarfirði og Kópavogi. Haft verði samband við þau sem eiga bókaða tíma og upplýst um hvar verði tekið á móti viðkomandi. „Unnið er að því að koma upp tímabundinni aðstöðu fyrir alla starfsemi Heilsugæslunnar Garðabæ á einum stað á meðan viðgerðir á Garðatorgi standa yfir. Á næstu dögum mun stöðin opna í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Þönglabakka 1 í Mjóddinni. Óvíst er á þessu stigi hversu lengi stöðin á Garðatorgi verður lokuð en umtalsvert tjón varð á fasteigninni, húsgögnum, tölvubúnaði og lækningatækjum sem þar voru. Ljóst er að vinna við þrif og endurnýjun mun taka einhverjar vikur að lágmarki,“ segir í tilkynningunni. Fólki með bráð erindi er bent á að hringja í síma 1700 eða hafa samband í gegnum netspjall Heilsuveru. Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun veita ráðgjöf og koma erindum á nærliggjandi stöðvar. Hægt er að sjá myndir frá vettvangi í fréttinni að neðan. Garðabær Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Sviðnir og sótugir stólar eftir eldsvoðann Óvíst er hvenær húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ verður opnað á ný eftir að eldur kviknaði í nærliggjandi snyrtistofu við Garðatorg í nótt. Stórtjón varð á snyrtistofunni í eldsvoðanum. 7. mars 2024 22:05 Heilsugæslan Garðabæ lokuð vegna bruna Heilsugæslan í Garðabæ verður lokuð í dag vegna eldsvoða í aðliggjandi húsnæði á Garðatorgi. 7. mars 2024 09:53 Mikið tjón á Garðatorgi eftir eld í nótt Mikið tjón varð á snyrtistofu á Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang. Reykur barst í nærliggjandi rými, en á Garðatorgi eru meðal annars heilsugæsla og bæjarskrifstofur Garðabæjar. Engin slys urðu á fólki. 7. mars 2024 08:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að starfsfólk Heilsugæslunnar Garðabæ hafi fengið tímabundna aðstöðu til að taka á móti skjólstæðingum sem eiga bókaða tíma á nærliggjandi heilsugæslustöðvum í Hafnarfirði og Kópavogi. Haft verði samband við þau sem eiga bókaða tíma og upplýst um hvar verði tekið á móti viðkomandi. „Unnið er að því að koma upp tímabundinni aðstöðu fyrir alla starfsemi Heilsugæslunnar Garðabæ á einum stað á meðan viðgerðir á Garðatorgi standa yfir. Á næstu dögum mun stöðin opna í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Þönglabakka 1 í Mjóddinni. Óvíst er á þessu stigi hversu lengi stöðin á Garðatorgi verður lokuð en umtalsvert tjón varð á fasteigninni, húsgögnum, tölvubúnaði og lækningatækjum sem þar voru. Ljóst er að vinna við þrif og endurnýjun mun taka einhverjar vikur að lágmarki,“ segir í tilkynningunni. Fólki með bráð erindi er bent á að hringja í síma 1700 eða hafa samband í gegnum netspjall Heilsuveru. Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun veita ráðgjöf og koma erindum á nærliggjandi stöðvar. Hægt er að sjá myndir frá vettvangi í fréttinni að neðan.
Garðabær Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Sviðnir og sótugir stólar eftir eldsvoðann Óvíst er hvenær húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ verður opnað á ný eftir að eldur kviknaði í nærliggjandi snyrtistofu við Garðatorg í nótt. Stórtjón varð á snyrtistofunni í eldsvoðanum. 7. mars 2024 22:05 Heilsugæslan Garðabæ lokuð vegna bruna Heilsugæslan í Garðabæ verður lokuð í dag vegna eldsvoða í aðliggjandi húsnæði á Garðatorgi. 7. mars 2024 09:53 Mikið tjón á Garðatorgi eftir eld í nótt Mikið tjón varð á snyrtistofu á Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang. Reykur barst í nærliggjandi rými, en á Garðatorgi eru meðal annars heilsugæsla og bæjarskrifstofur Garðabæjar. Engin slys urðu á fólki. 7. mars 2024 08:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Sviðnir og sótugir stólar eftir eldsvoðann Óvíst er hvenær húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ verður opnað á ný eftir að eldur kviknaði í nærliggjandi snyrtistofu við Garðatorg í nótt. Stórtjón varð á snyrtistofunni í eldsvoðanum. 7. mars 2024 22:05
Heilsugæslan Garðabæ lokuð vegna bruna Heilsugæslan í Garðabæ verður lokuð í dag vegna eldsvoða í aðliggjandi húsnæði á Garðatorgi. 7. mars 2024 09:53
Mikið tjón á Garðatorgi eftir eld í nótt Mikið tjón varð á snyrtistofu á Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang. Reykur barst í nærliggjandi rými, en á Garðatorgi eru meðal annars heilsugæsla og bæjarskrifstofur Garðabæjar. Engin slys urðu á fólki. 7. mars 2024 08:26