Vargöld í Haítí Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. mars 2024 16:34 Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí síðastliðin ár. Átök hafa færst í aukana síðustu vikur. EPA Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. Mikil óöld Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí síðastliðin ár, og ástandið fer versnandi. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi fyrir viku síðan og lögðu útgöngubann á landsmenn, meðal annars vegna þess að ráðist var inn í tvö fangelsi og þúsundir fanga sluppu. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, fékk ekki leyfi til lendingar eftir heimsókn sína til Bandaríkjanna í síðustu viku, og fékk ekki heldur að lenda í Dóminiska lýðveldinu. Hann er nú strandaglópur í Puerto Rico. BBC greinir frá. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa sent flesta sína sendiherra og aðra diplómata úr landi. Bandaríkin sendu deild á vegum hersins til landsins í síðustu viku að sækja sitt fólk. Þeir Haítíbúar sem hafa kost á því hafi einnig margir flúið landið. Til að mynda hafi verulega margir læknar yfirgefið landið, og er ástandið á spítölunum, sérstaklega í Port-au-Prince slæmt. Lítið er um heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum í Port-au-Prince. Læknar hafa margir yfirgefið landið.EPA Gengin ráði ríkjum Mikil óreiða ríkir í stjórn landsins og vopnuð gengi hafa mikil völd, til að mynda ráða þau yfir um 80% höfuðborgarinnar. Leiðtogi aðalgengisins, Jimmy „Barbecue“ Chérizier, krefst þess að forsætisráðherrann segi af sér. Geri hann það ekki endar þetta með borgarastyrjöld og tilheyrandi hryllingi, að sögn Jimmy. Lögreglan ræður ekkert við ástandið, en hún er undirmönnuð, undirfjármögnuð og á ekki roð í vopnuð gengin. Antony Blinken sækir neyðarfund Óstöðugleiki ríkisins veldur óhug meðal annarra ríkja Karíbahafs og Bandaríkjanna. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sækir fund með leiðtogum annarra ríkja Karíbahafsins í dag mánudag. Vonast er til þess að hægt verði að greiða úr ástandinu á einhvern hátt. Stjórnvöldum í Washington hugnast illa að ellefu milljón manna þjóð lúti stjórn vopnaðra gengja, með tilliti til líklegrar flóttamannabylgju, á stóru kosningaári. Ljóst er að Haítí er í tómu tjóni, en forsætisráðherra kemst ekki heim, ofbeldisfull gengi ráða ríkjum, og lík safnast upp á götum borganna. Haítí Tengdar fréttir „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. 3. október 2023 10:06 Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Mikil óöld Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí síðastliðin ár, og ástandið fer versnandi. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi fyrir viku síðan og lögðu útgöngubann á landsmenn, meðal annars vegna þess að ráðist var inn í tvö fangelsi og þúsundir fanga sluppu. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, fékk ekki leyfi til lendingar eftir heimsókn sína til Bandaríkjanna í síðustu viku, og fékk ekki heldur að lenda í Dóminiska lýðveldinu. Hann er nú strandaglópur í Puerto Rico. BBC greinir frá. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa sent flesta sína sendiherra og aðra diplómata úr landi. Bandaríkin sendu deild á vegum hersins til landsins í síðustu viku að sækja sitt fólk. Þeir Haítíbúar sem hafa kost á því hafi einnig margir flúið landið. Til að mynda hafi verulega margir læknar yfirgefið landið, og er ástandið á spítölunum, sérstaklega í Port-au-Prince slæmt. Lítið er um heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum í Port-au-Prince. Læknar hafa margir yfirgefið landið.EPA Gengin ráði ríkjum Mikil óreiða ríkir í stjórn landsins og vopnuð gengi hafa mikil völd, til að mynda ráða þau yfir um 80% höfuðborgarinnar. Leiðtogi aðalgengisins, Jimmy „Barbecue“ Chérizier, krefst þess að forsætisráðherrann segi af sér. Geri hann það ekki endar þetta með borgarastyrjöld og tilheyrandi hryllingi, að sögn Jimmy. Lögreglan ræður ekkert við ástandið, en hún er undirmönnuð, undirfjármögnuð og á ekki roð í vopnuð gengin. Antony Blinken sækir neyðarfund Óstöðugleiki ríkisins veldur óhug meðal annarra ríkja Karíbahafs og Bandaríkjanna. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sækir fund með leiðtogum annarra ríkja Karíbahafsins í dag mánudag. Vonast er til þess að hægt verði að greiða úr ástandinu á einhvern hátt. Stjórnvöldum í Washington hugnast illa að ellefu milljón manna þjóð lúti stjórn vopnaðra gengja, með tilliti til líklegrar flóttamannabylgju, á stóru kosningaári. Ljóst er að Haítí er í tómu tjóni, en forsætisráðherra kemst ekki heim, ofbeldisfull gengi ráða ríkjum, og lík safnast upp á götum borganna.
Haítí Tengdar fréttir „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. 3. október 2023 10:06 Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
„Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45
Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51
Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. 3. október 2023 10:06
Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00