Verðlaunin verða veitt þann 15. mars í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, en þau eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi. Þau verkefni sem þóttu skara fram úr á síðasta ári verða verðlaunuð auk þess sem heiðursverðlaun SVEF verða veitt í fyrsta sinn.
Fimm tilnefningar eru í hverjum flokki, í alls tíu flokkum. Verðlaun verða veitt í flokkunum: fyrirtækjavefur ársins (lítil fyrirtæki), fyrirtækjavefur ársins (meðalstór fyrirtæki), fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki), markaðsvefur ársins, söluvefur ársins, opinber vefur ársins, efnis- og fréttaveita, stafræn lausn ársins, app ársins og samfélagsvefur ársins.
„Vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Í ár veitum við í fyrsta sinn heiðursverðlaun SVEF en þá heiðrum við þá einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum í þágu vefiðnaðarins í gegnum tíðina,“ segir Bryndís Alexandersdóttir, stjórnarkona í Samtökum vefiðnaðarins, eða SVEF.
SVEF eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi hafa það að markmiði að miðla þekkingu, efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við. Félagsmenn SVEF eru um 360 talsins og koma af ýmsum sviðum vefheimanna.
Í tengslum við Dag vefiðnaðarins verður vefráðstefnan IceWeb haldin fyrr um daginn og er fjöldi áhugaverðra fyrirlesara á dagskrá, meðal frá Twitch, Boozt, 14islands, Blikk og Öldu.
Að neðan má sjá tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2022.
Fyrirtækjavefur ársins
(lítil fyrirtæki)
Framleiðendur: Jökulá
●
Nýr Straumur í greiðslumiðlun
Framleiðendur: Kvika og Hér og Nú
● 14islands.com
Framleiðendur: 14islands
● Myndlistarmiðstöð / Icelandic Art Center
Framleiðendur: Hugsmiðjan, Myndlistarmiðstöð og Studio Studio
● Hjúkrun - Félag íslenskra hjúkrunarfræðing
Framleiðendur: Hugsmiðjan og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Fyrirtækjavefur ársins
(meðalstór fyrirtæki)
Framleiðandi: Júní
● Íslandsstofa
Framleiðendur: Íslandsstofa + Júní
● Vefur Kolibri
Framleiðendur: Kolibri
● Kerlingarfjöll - Highlandbase
Framleiðendur: Kerlingarfjöll - Highlandbase Bláa Lónið og Aranja
● Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Framleiðendur: Vettvangur
Fyrirtækjavefur ársins
(stór fyrirtæki)
● Gangverk.com
Framleiðendur: Gangverk og Aranja
● Alþjóðlegur vefur EFLU
Framleiðandi: Hugsmiðjan og Efla
● Sóltún
Framleiðendur: Kolibri
● Vefur Íslandsbanka
Framleiðendur: Hugsmiðjan og Íslandsbanki
● Domino’s - www.dominos.is
Framleiðendur: Vettvangur
Markaðsvefur ársins
● Vörumerkjahandbók fyrir heildrænt útlit Keflavíkurflugvallar – KEF Airport
Framleiðendur: Brandenburg, Arnar Ólafs, Hugsmiðjan og Isavia
● Vegir okkar allra
Framleiðendur: Júní + Verkefnastofa um fjármögnun vegainnviða + Aton JL
● Önnu Jónu Son: The Radio Won’t Let Me Sleep
Framleiðandi: Aristide Benoist, Robbin Cenijn, Haraldur Þorleifsson
● Netgíró - www.netgiro.is
Framleiðendur: Vettvangur & Maurar hönnunarstúdíó
● Uppá bak
Framleiðendur: Jökulá - Einar Ben/Bien - Ari Hlynur Yates/TeiknAri - Samgöngustofa - VÍS
Söluvefur ársins
● Sotheby's Sealed Auctions
Framleiðendur: Aranja
● Vefsala Bláa Lónsins
Framleiðandi: Bláa Lónið, Aranja og Ataraxia
● Ný bókunarvél Sky Lagoon
Framleiðendur: E-Cubed, Kolibri, Datera, Brandenburg, Pursuit Collections og Sky Lagoon.
● Vefverslun elko.is
Framleiðendur: ELKO, Festi og Reon
● Fly Fishing Agency
Framleiðendur: Jökulá
Opinber vefur ársins
● Myndlistarmiðstöð / Icelandic Art Cente
Framleiðendur: Hugsmiðjan, Myndlistarmiðstöð og Studio Studio
● Hverfið mitt
Framleiðendur: Reykjavíkurborg og Hugsmiðjan
● Mínar síður á Ísland.is
Framleiðendur: Hugsmiðjan fyrir Stafrænt Ísland
● Ísland.is
Framleiðendur: Advania og Júní fyrir Stafrænt Ísland
● Upplýsingavefur fyrir Vatnajökulsþjóðgarð
Framleiðendur; Hugsmiðjan og Vatnajökulsþjóðgarður
Efnis- og fréttaveita
● Vörumerkjahandbók fyrir heildrænt útlit Keflavíkurflugvallar – KEF Airport
Framleiðendur: Brandenburg, Arnar Ólafs, Hugsmiðjan og Isavia
● Upplýsingavefur fyrir Vatnajökulsþjóðgarð
Framleiðendur: Hugsmiðjan og Vatnajökulsþjóðgarður
● Myndlistarmiðstöð / Icelandic Art Center
Framleiðendur: Hugsmiðjan, Myndlistarmiðstöð og Studio Studio
● Ísland.is
Framleiðendur: Stefna fyrir Stafrænt Ísland
● Annar áfangi BHM.is
Framleiðandi: BHM og Hugsmiðjan
Stafræn lausn ársins
● Mínar síður á Ísland.is
Framleiðendur: Stafrænt Ísland og Hugsmiðjan
● Domino’s - www.dominos.is
Framleiðendur: Vettvangur
● Lyfju appið
Framleiðandi: Apparatus, Vettvangur og Lyfja
● Nýr vefur og bókunarvél Sky Lagoon
Framleiðendur: E-Cubed, Kolibri, Datera, Brandenburg, Pursuit Collections og Sky Lagoon
● Stafræn stæðiskort
Framleiðendur: Júní Digital fyrir Stafrænt Ísland
APP ársins
● NOONA
Framleiðendur: Noona Labs
● Landsbanka appið
Framleiðendur: Landsbankinn hf.
● Íslandsbanka appið
Framleiðendur: Íslandsbanki og Hugsmiðjan
● Ísland.is appið
Framleiðendur: Aranja, Enum og Júní fyrir Stafrænt Ísland
● Nova appið
Framleiðendur: Nova ehf, Aranja og Jökulá
Samfélagsvefur ársins
● Hjúkrun - Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Framleiðendur: Hugsmiðjan og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
● Upplýsingavefur fyrir Vatnajökulsþjóðgarð
Framleiðendur: Hugsmiðjan og Vatnajökulsþjóðgarður
● Myndlistarmiðstöð / Icelandic Art Center
Framleiðendur: Hugsmiðjan, Myndlistarmiðstöð og Studio Studio
● Stafræn stæðiskort
Framleiðendur: Júní Digital fyrir Stafrænt Ísland
● Umferðin.is
Framleiðandi: Kolofon, Greipur Gíslason & Vegagerðin