Doncic endaði leikinn með 39 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst. Þetta var sjötta þrennan hans í röð og í þeim öllum hefur hann skorað þrjátíu stig eða meira.
Luka Doncic becomes the ONLY player in NBA history to have 6 consecutive 30+ point triple-double games pic.twitter.com/kF3Mao9oE5
— Basketball Forever (@bballforever_) March 10, 2024
Russell Westbrook átti gamla metið en hann náði á sínum tíma þrennum í fimm leikjum í röð með þrjátíu stig. Westbrook gerði þetta á 2016-17 tímabilinu.
Doncic er einnig búinn að skora að minnsta kosti 35 stig í síðustu fimm þrennum sínum sem er einnig met.
Slóveninn er illviðráðanlegur og í síðustu nítján leikjum sínum er hann með 36,9 stig, 10,0 fráköst og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Luka Doncic in the last 6 games:
— MFFL NATION (@NationMffl) March 10, 2024
39 PTS, 10 REB, 10 AST
35 PTS, 11 REB, 11 AST
39 PTS, 11 AST, 10 REB
38 PTS, 11 REB, 10 AST
37 PTS, 12 REB, 11 AST
30 PTS, 16 AST, 12 REB
Most all time consecutive 30 point triple-doubles #MFFL pic.twitter.com/JUYg34YLHh
„Þetta sýnir bara á hvaða getustigi hann er spila þessa dagana. Hann veit að hann getur skorað en hann er einnig að finna liðsfélaga og undanfarið er hann líka farinn að frákasta,“ sagði Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks.
Kyrie Irving bætti við 21 stigi fyrir Dallas liðið sem vann þarna sinn annan leik í röð eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð þar á undan.
In honor of Luka Doncic becoming the FIRST player in NBA history to record SIX consecutive triple-doubles with 30+ PTS...
— NBA (@NBA) March 10, 2024
Check out the best plays from his current triple-double streak pic.twitter.com/olG2XzvzZO