Er náttúruverndin í öðru sæti? Jódís Skúladóttir og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifa 8. mars 2024 15:00 Við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi í eitt, sem nú ber nafnið Múlaþing, höfðu félagar í VG og þáverandi sveitarstjórnarfulltrúi V-lista af því áhyggjur að ekki yrði starfrækt sérstök náttúruverndarnefnd í sveitarfélaginu. Meirihluta D-lista og B-lista fannst fara vel á því að koma verkefnum náttúruverndarnefndar fyrir innan nýstofnaðra heimastjórna. Víða um land virðist það tíðkast að náttúruverndarnefndir séu sameinaðar öðrum fastanefndum svo sem heilbrigðisnefndum eða skipulagsnefndum. Í 14 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 segir að á vegum hvers sveitarfélags starfi þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára í senn og skulu náttúruverndarnefndir vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Einnig skulu þær stuðla að náttúruvernd á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líklegt er að hafi áhrif á náttúruna, og gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Umhverfisstofnunar. Það var ljóst frá upphafi að verkefni heimastjórna yrðu ærin þar sem þær hafa m.a. skipulagsvald og fjölmörg ólík verkefni á sinni könnu. Nýverið sendi Jódís Skúladóttir fyrirspurnir á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra annars vegar en Innviðaráðherra hins vegar, um hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi skilað inn lögbundinni ársskýrslu síðustu fimm ár og í svari ráðherra kom í ljós að árið 2018 skiluðu umhverfisnefndir Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar ársskýrslu til Umhverfisstofnunar. Síðan þá hafa engar skýrslur borist stofnuninni. Einnig var spurt hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi sinnt lögbundinni skyldu um sameiginlegan fund með Umhverfisstofnun og forstöðumönnum náttúrustofa? Þar er staðan síst betri en samkvæmt svari ráðherra féll ársfundurinn niður árið 2020 vegna COVID-19-faraldursins og árið 2022 mættu einungis fulltrúar sveitarfélaganna Borgarbyggðar, Garðabæjar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Mosfellsbæjar, Rangárþings eystra, Reykhólahrepps, Reykjanesbæjar, Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Voga. Enn undarlegra er svo að Umhverfisstofnun, sem fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga um náttúruvernd, hefur ekki kallað eftir skýrslum þar sem stofnunin telur sig hvorki hafa eftirlitsskyldu með störfum náttúruverndarnefnda né sé það hlutverk stofnunarinnar að óska eftir skýrslunum. Sótt er að náttúru landsins úr öllum áttum og vígin því mörg. Náttúruverndarnefndir, ef þær virkuðu sem skyldi, væru mikilvægt afl til verndar náttúru og umhverfi af hálfu sveitarfélaga, en þær geta illa þjónað hlutverki sínu sem olnbogabarn heimastjórna eða annarra fastanefnda sem hafa nóg á sinni könnu. Frjáls félagasamtök bera þess í stað hitann og þungann af þeirri baráttu í sjálfboðavinnu og á köflum er erfitt að hafa nægjanlega yfirsýn. Það ætti hins vegar ekki að vera svo flókið fyrir stjórnsýsluna, þar sem málum er vísað á sinn stað eftir fyrir fram ákveðnum ferlum og kerfum. Það sem upp á vantar í þessum efnum er að virkja náttúruverndarnefndir sveitarfélaga af alvöru og gera þeim kleift að starfa þannig að tilgangi þeirra sé náð. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er vissulega sterkur og heimild til þess í lögum að sameina nefndir til hagræðis en við undirritaðar höfum af því miklar áhyggjur að ein af okkar dýrmætustu auðlindum, íslensk náttúra, njóti ekki mikilvægrar verndar eins og málum er fyrir komið. Aukin ásókn í auðlindir og ágangur á náttúruna gerir okkur öll ábyrg fyrir því að standa vörð um okkar fallega land og þar þurfa ríki, sveitarfélög og almenningur öll að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er borðleggjandi að frumkvæði og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga á verndun náttúru landsins, í skjóli götótts lagaverks, er verulega ábótavant. Eins og áður hefur verið rakið eru verkefni og hlutverk náttúruverndarnefnda afar mikilvæg og ljóst að við verðum að endurskoða þetta fyrirkomulag sem nú viðgengst með hag íslenskrar náttúru að leiðarljósi. Það er ekki nóg að reisa fallega forhlið með fögrum orðum laga og reglugerða en láta þar við sitja - aðgerða er þörf. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi og formaður NAUST. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Múlaþing Umhverfismál Mest lesið Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Sjá meira
Við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi í eitt, sem nú ber nafnið Múlaþing, höfðu félagar í VG og þáverandi sveitarstjórnarfulltrúi V-lista af því áhyggjur að ekki yrði starfrækt sérstök náttúruverndarnefnd í sveitarfélaginu. Meirihluta D-lista og B-lista fannst fara vel á því að koma verkefnum náttúruverndarnefndar fyrir innan nýstofnaðra heimastjórna. Víða um land virðist það tíðkast að náttúruverndarnefndir séu sameinaðar öðrum fastanefndum svo sem heilbrigðisnefndum eða skipulagsnefndum. Í 14 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 segir að á vegum hvers sveitarfélags starfi þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára í senn og skulu náttúruverndarnefndir vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Einnig skulu þær stuðla að náttúruvernd á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líklegt er að hafi áhrif á náttúruna, og gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Umhverfisstofnunar. Það var ljóst frá upphafi að verkefni heimastjórna yrðu ærin þar sem þær hafa m.a. skipulagsvald og fjölmörg ólík verkefni á sinni könnu. Nýverið sendi Jódís Skúladóttir fyrirspurnir á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra annars vegar en Innviðaráðherra hins vegar, um hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi skilað inn lögbundinni ársskýrslu síðustu fimm ár og í svari ráðherra kom í ljós að árið 2018 skiluðu umhverfisnefndir Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar ársskýrslu til Umhverfisstofnunar. Síðan þá hafa engar skýrslur borist stofnuninni. Einnig var spurt hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi sinnt lögbundinni skyldu um sameiginlegan fund með Umhverfisstofnun og forstöðumönnum náttúrustofa? Þar er staðan síst betri en samkvæmt svari ráðherra féll ársfundurinn niður árið 2020 vegna COVID-19-faraldursins og árið 2022 mættu einungis fulltrúar sveitarfélaganna Borgarbyggðar, Garðabæjar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Mosfellsbæjar, Rangárþings eystra, Reykhólahrepps, Reykjanesbæjar, Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Voga. Enn undarlegra er svo að Umhverfisstofnun, sem fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga um náttúruvernd, hefur ekki kallað eftir skýrslum þar sem stofnunin telur sig hvorki hafa eftirlitsskyldu með störfum náttúruverndarnefnda né sé það hlutverk stofnunarinnar að óska eftir skýrslunum. Sótt er að náttúru landsins úr öllum áttum og vígin því mörg. Náttúruverndarnefndir, ef þær virkuðu sem skyldi, væru mikilvægt afl til verndar náttúru og umhverfi af hálfu sveitarfélaga, en þær geta illa þjónað hlutverki sínu sem olnbogabarn heimastjórna eða annarra fastanefnda sem hafa nóg á sinni könnu. Frjáls félagasamtök bera þess í stað hitann og þungann af þeirri baráttu í sjálfboðavinnu og á köflum er erfitt að hafa nægjanlega yfirsýn. Það ætti hins vegar ekki að vera svo flókið fyrir stjórnsýsluna, þar sem málum er vísað á sinn stað eftir fyrir fram ákveðnum ferlum og kerfum. Það sem upp á vantar í þessum efnum er að virkja náttúruverndarnefndir sveitarfélaga af alvöru og gera þeim kleift að starfa þannig að tilgangi þeirra sé náð. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er vissulega sterkur og heimild til þess í lögum að sameina nefndir til hagræðis en við undirritaðar höfum af því miklar áhyggjur að ein af okkar dýrmætustu auðlindum, íslensk náttúra, njóti ekki mikilvægrar verndar eins og málum er fyrir komið. Aukin ásókn í auðlindir og ágangur á náttúruna gerir okkur öll ábyrg fyrir því að standa vörð um okkar fallega land og þar þurfa ríki, sveitarfélög og almenningur öll að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er borðleggjandi að frumkvæði og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga á verndun náttúru landsins, í skjóli götótts lagaverks, er verulega ábótavant. Eins og áður hefur verið rakið eru verkefni og hlutverk náttúruverndarnefnda afar mikilvæg og ljóst að við verðum að endurskoða þetta fyrirkomulag sem nú viðgengst með hag íslenskrar náttúru að leiðarljósi. Það er ekki nóg að reisa fallega forhlið með fögrum orðum laga og reglugerða en láta þar við sitja - aðgerða er þörf. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi og formaður NAUST.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun