Er náttúruverndin í öðru sæti? Jódís Skúladóttir og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifa 8. mars 2024 15:00 Við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi í eitt, sem nú ber nafnið Múlaþing, höfðu félagar í VG og þáverandi sveitarstjórnarfulltrúi V-lista af því áhyggjur að ekki yrði starfrækt sérstök náttúruverndarnefnd í sveitarfélaginu. Meirihluta D-lista og B-lista fannst fara vel á því að koma verkefnum náttúruverndarnefndar fyrir innan nýstofnaðra heimastjórna. Víða um land virðist það tíðkast að náttúruverndarnefndir séu sameinaðar öðrum fastanefndum svo sem heilbrigðisnefndum eða skipulagsnefndum. Í 14 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 segir að á vegum hvers sveitarfélags starfi þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára í senn og skulu náttúruverndarnefndir vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Einnig skulu þær stuðla að náttúruvernd á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líklegt er að hafi áhrif á náttúruna, og gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Umhverfisstofnunar. Það var ljóst frá upphafi að verkefni heimastjórna yrðu ærin þar sem þær hafa m.a. skipulagsvald og fjölmörg ólík verkefni á sinni könnu. Nýverið sendi Jódís Skúladóttir fyrirspurnir á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra annars vegar en Innviðaráðherra hins vegar, um hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi skilað inn lögbundinni ársskýrslu síðustu fimm ár og í svari ráðherra kom í ljós að árið 2018 skiluðu umhverfisnefndir Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar ársskýrslu til Umhverfisstofnunar. Síðan þá hafa engar skýrslur borist stofnuninni. Einnig var spurt hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi sinnt lögbundinni skyldu um sameiginlegan fund með Umhverfisstofnun og forstöðumönnum náttúrustofa? Þar er staðan síst betri en samkvæmt svari ráðherra féll ársfundurinn niður árið 2020 vegna COVID-19-faraldursins og árið 2022 mættu einungis fulltrúar sveitarfélaganna Borgarbyggðar, Garðabæjar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Mosfellsbæjar, Rangárþings eystra, Reykhólahrepps, Reykjanesbæjar, Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Voga. Enn undarlegra er svo að Umhverfisstofnun, sem fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga um náttúruvernd, hefur ekki kallað eftir skýrslum þar sem stofnunin telur sig hvorki hafa eftirlitsskyldu með störfum náttúruverndarnefnda né sé það hlutverk stofnunarinnar að óska eftir skýrslunum. Sótt er að náttúru landsins úr öllum áttum og vígin því mörg. Náttúruverndarnefndir, ef þær virkuðu sem skyldi, væru mikilvægt afl til verndar náttúru og umhverfi af hálfu sveitarfélaga, en þær geta illa þjónað hlutverki sínu sem olnbogabarn heimastjórna eða annarra fastanefnda sem hafa nóg á sinni könnu. Frjáls félagasamtök bera þess í stað hitann og þungann af þeirri baráttu í sjálfboðavinnu og á köflum er erfitt að hafa nægjanlega yfirsýn. Það ætti hins vegar ekki að vera svo flókið fyrir stjórnsýsluna, þar sem málum er vísað á sinn stað eftir fyrir fram ákveðnum ferlum og kerfum. Það sem upp á vantar í þessum efnum er að virkja náttúruverndarnefndir sveitarfélaga af alvöru og gera þeim kleift að starfa þannig að tilgangi þeirra sé náð. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er vissulega sterkur og heimild til þess í lögum að sameina nefndir til hagræðis en við undirritaðar höfum af því miklar áhyggjur að ein af okkar dýrmætustu auðlindum, íslensk náttúra, njóti ekki mikilvægrar verndar eins og málum er fyrir komið. Aukin ásókn í auðlindir og ágangur á náttúruna gerir okkur öll ábyrg fyrir því að standa vörð um okkar fallega land og þar þurfa ríki, sveitarfélög og almenningur öll að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er borðleggjandi að frumkvæði og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga á verndun náttúru landsins, í skjóli götótts lagaverks, er verulega ábótavant. Eins og áður hefur verið rakið eru verkefni og hlutverk náttúruverndarnefnda afar mikilvæg og ljóst að við verðum að endurskoða þetta fyrirkomulag sem nú viðgengst með hag íslenskrar náttúru að leiðarljósi. Það er ekki nóg að reisa fallega forhlið með fögrum orðum laga og reglugerða en láta þar við sitja - aðgerða er þörf. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi og formaður NAUST. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Múlaþing Umhverfismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi í eitt, sem nú ber nafnið Múlaþing, höfðu félagar í VG og þáverandi sveitarstjórnarfulltrúi V-lista af því áhyggjur að ekki yrði starfrækt sérstök náttúruverndarnefnd í sveitarfélaginu. Meirihluta D-lista og B-lista fannst fara vel á því að koma verkefnum náttúruverndarnefndar fyrir innan nýstofnaðra heimastjórna. Víða um land virðist það tíðkast að náttúruverndarnefndir séu sameinaðar öðrum fastanefndum svo sem heilbrigðisnefndum eða skipulagsnefndum. Í 14 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 segir að á vegum hvers sveitarfélags starfi þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára í senn og skulu náttúruverndarnefndir vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Einnig skulu þær stuðla að náttúruvernd á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líklegt er að hafi áhrif á náttúruna, og gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Umhverfisstofnunar. Það var ljóst frá upphafi að verkefni heimastjórna yrðu ærin þar sem þær hafa m.a. skipulagsvald og fjölmörg ólík verkefni á sinni könnu. Nýverið sendi Jódís Skúladóttir fyrirspurnir á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra annars vegar en Innviðaráðherra hins vegar, um hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi skilað inn lögbundinni ársskýrslu síðustu fimm ár og í svari ráðherra kom í ljós að árið 2018 skiluðu umhverfisnefndir Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar ársskýrslu til Umhverfisstofnunar. Síðan þá hafa engar skýrslur borist stofnuninni. Einnig var spurt hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafi sinnt lögbundinni skyldu um sameiginlegan fund með Umhverfisstofnun og forstöðumönnum náttúrustofa? Þar er staðan síst betri en samkvæmt svari ráðherra féll ársfundurinn niður árið 2020 vegna COVID-19-faraldursins og árið 2022 mættu einungis fulltrúar sveitarfélaganna Borgarbyggðar, Garðabæjar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Mosfellsbæjar, Rangárþings eystra, Reykhólahrepps, Reykjanesbæjar, Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Voga. Enn undarlegra er svo að Umhverfisstofnun, sem fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga um náttúruvernd, hefur ekki kallað eftir skýrslum þar sem stofnunin telur sig hvorki hafa eftirlitsskyldu með störfum náttúruverndarnefnda né sé það hlutverk stofnunarinnar að óska eftir skýrslunum. Sótt er að náttúru landsins úr öllum áttum og vígin því mörg. Náttúruverndarnefndir, ef þær virkuðu sem skyldi, væru mikilvægt afl til verndar náttúru og umhverfi af hálfu sveitarfélaga, en þær geta illa þjónað hlutverki sínu sem olnbogabarn heimastjórna eða annarra fastanefnda sem hafa nóg á sinni könnu. Frjáls félagasamtök bera þess í stað hitann og þungann af þeirri baráttu í sjálfboðavinnu og á köflum er erfitt að hafa nægjanlega yfirsýn. Það ætti hins vegar ekki að vera svo flókið fyrir stjórnsýsluna, þar sem málum er vísað á sinn stað eftir fyrir fram ákveðnum ferlum og kerfum. Það sem upp á vantar í þessum efnum er að virkja náttúruverndarnefndir sveitarfélaga af alvöru og gera þeim kleift að starfa þannig að tilgangi þeirra sé náð. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er vissulega sterkur og heimild til þess í lögum að sameina nefndir til hagræðis en við undirritaðar höfum af því miklar áhyggjur að ein af okkar dýrmætustu auðlindum, íslensk náttúra, njóti ekki mikilvægrar verndar eins og málum er fyrir komið. Aukin ásókn í auðlindir og ágangur á náttúruna gerir okkur öll ábyrg fyrir því að standa vörð um okkar fallega land og þar þurfa ríki, sveitarfélög og almenningur öll að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er borðleggjandi að frumkvæði og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga á verndun náttúru landsins, í skjóli götótts lagaverks, er verulega ábótavant. Eins og áður hefur verið rakið eru verkefni og hlutverk náttúruverndarnefnda afar mikilvæg og ljóst að við verðum að endurskoða þetta fyrirkomulag sem nú viðgengst með hag íslenskrar náttúru að leiðarljósi. Það er ekki nóg að reisa fallega forhlið með fögrum orðum laga og reglugerða en láta þar við sitja - aðgerða er þörf. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi og formaður NAUST.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar