Helmingshækkun til foreldra Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 8. mars 2024 08:30 Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til stuðnings 4 ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það er mikið fagnaðarefni að tekist hafi að ganga frá langtíma kjarasamningum. Það er ábyrgt af aðilum vinnumarkaðarins að ná langtíma kjarasamning við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu, þar sem við þurfum að ná niður verðbólgu og styðja við alla þá sem misst hafa heimili sín og atvinnu í Grindavík. Hlutverk vinnumarkaðarins er að semja um kaup og kjör. Það kemur svo í hlut okkar stjórnmálamanna að tryggja að umgjörð launafólks og vinnumarkaðarins sé eins og best sé á kosið; að launin sem fólk vinnur sér fyrir renni ekki öll í skatta, að plægja akurinn fyrir fólk og fyrirtæki til að vaxa og dafna, ýta ekki undir frekari verðbólgu með útgjöldum og loks að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það síðastnefnda gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bætt umgjörð um fæðingarorlof. Hækkun á þaki fæðingarolofsgreiðslna um 50% Það er því afskaplega ánægjulegt að sjá stjórnvöld kynna stórt skref í átt að jafnari tækifærum foreldra á vinnumarkaði með hækkun á hámarki greiðslna í fæðingarorlofi úr 600 í 900 þúsund krónur til ársins 2026. Aðgerðin dregur úr tekjufalli foreldra í fæðingarorlofi og gerir foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta hefur verið eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um árabil en hámarkið hefur staðið í stað síðan 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Ísland stendur þegar meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og sérstaklega með tilliti til atvinnuþátttöku kvenna og fæðingarorlofstöku feðra. En betur má ef duga skal. Eftir sem áður er það þannig að barneignir hafa neikvæð áhrif á tekjur mæðra en jákvæð áhrif á tekjur feðra. Að jafnaði taka mæður lengra fæðingarorlof en feður. Á hinni hlið peningsins er biðtími eftir plássi á leikskóla enn of langur í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins þrátt fyrir margítrekuð loforð stjórnmálamanna um styttingu biðlista. Eftir stendur því tímabil frá því að fæðingarorlofi sleppir þangað til barnið kemst inn á leikskóla sem fellur oftar í hlut mæðra að brúa. Það verður samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga að brúa þetta bil. Rökrétt næsta skref fyrir ríkið er því að hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi svo foreldrar sjái hag sinn í að fullnýta fæðingarorlofsréttinn í auknum mæli. Þrátt fyrir að vera fremst meðal þjóða heims þegar kemur að launajafnrétti kynjanna þá er launamunur enn til staðar. Það er eitthvað sem verður ekki lagað með jafnlaunavottun heldur fyrst og fremst með því að jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði. Með hærra þaki á fæðingarorlofsgreiðslur erum við taka stórt skref í þá átt. Forgangsröðun í þágu fjölskyldna Langtímakjarasamningar munu stuðla að efnahagslegum stöðugleika og byggja undir aukna hagsæld nú er komið að stjórnvöldum að negla síðasta naglann í kistuna í baráttunni við verðbólguna með að draga úr útgjöldum. Aðgerðapakki stjórnvalda er ákvörðun um að forgangsraða ríkisfjármunum til stuðnings við fjölskyldur í landinu. Það er skynsöm og rétt forgangsröðun en hún gerist ekki í efnahagslegu tómarúmi. Svo þessar aðgerðir samrýmist markmiðum stjórnvalda og vinnumarkaðarins um að ná niður verðbólgu í landinu mun þurfa að ráðast í miklar hagræðingar á öðrum sviðum ríkisrekstrarins. Það mun ekki vera sársaukalaust en er eina leiðin til að ná niður verðbólgu, til hagsbóta fyrir vinnumarkaðinn, fjölskyldur og ófædd börn þessa lands. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til stuðnings 4 ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það er mikið fagnaðarefni að tekist hafi að ganga frá langtíma kjarasamningum. Það er ábyrgt af aðilum vinnumarkaðarins að ná langtíma kjarasamning við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu, þar sem við þurfum að ná niður verðbólgu og styðja við alla þá sem misst hafa heimili sín og atvinnu í Grindavík. Hlutverk vinnumarkaðarins er að semja um kaup og kjör. Það kemur svo í hlut okkar stjórnmálamanna að tryggja að umgjörð launafólks og vinnumarkaðarins sé eins og best sé á kosið; að launin sem fólk vinnur sér fyrir renni ekki öll í skatta, að plægja akurinn fyrir fólk og fyrirtæki til að vaxa og dafna, ýta ekki undir frekari verðbólgu með útgjöldum og loks að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það síðastnefnda gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bætt umgjörð um fæðingarorlof. Hækkun á þaki fæðingarolofsgreiðslna um 50% Það er því afskaplega ánægjulegt að sjá stjórnvöld kynna stórt skref í átt að jafnari tækifærum foreldra á vinnumarkaði með hækkun á hámarki greiðslna í fæðingarorlofi úr 600 í 900 þúsund krónur til ársins 2026. Aðgerðin dregur úr tekjufalli foreldra í fæðingarorlofi og gerir foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta hefur verið eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um árabil en hámarkið hefur staðið í stað síðan 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Ísland stendur þegar meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og sérstaklega með tilliti til atvinnuþátttöku kvenna og fæðingarorlofstöku feðra. En betur má ef duga skal. Eftir sem áður er það þannig að barneignir hafa neikvæð áhrif á tekjur mæðra en jákvæð áhrif á tekjur feðra. Að jafnaði taka mæður lengra fæðingarorlof en feður. Á hinni hlið peningsins er biðtími eftir plássi á leikskóla enn of langur í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins þrátt fyrir margítrekuð loforð stjórnmálamanna um styttingu biðlista. Eftir stendur því tímabil frá því að fæðingarorlofi sleppir þangað til barnið kemst inn á leikskóla sem fellur oftar í hlut mæðra að brúa. Það verður samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga að brúa þetta bil. Rökrétt næsta skref fyrir ríkið er því að hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi svo foreldrar sjái hag sinn í að fullnýta fæðingarorlofsréttinn í auknum mæli. Þrátt fyrir að vera fremst meðal þjóða heims þegar kemur að launajafnrétti kynjanna þá er launamunur enn til staðar. Það er eitthvað sem verður ekki lagað með jafnlaunavottun heldur fyrst og fremst með því að jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði. Með hærra þaki á fæðingarorlofsgreiðslur erum við taka stórt skref í þá átt. Forgangsröðun í þágu fjölskyldna Langtímakjarasamningar munu stuðla að efnahagslegum stöðugleika og byggja undir aukna hagsæld nú er komið að stjórnvöldum að negla síðasta naglann í kistuna í baráttunni við verðbólguna með að draga úr útgjöldum. Aðgerðapakki stjórnvalda er ákvörðun um að forgangsraða ríkisfjármunum til stuðnings við fjölskyldur í landinu. Það er skynsöm og rétt forgangsröðun en hún gerist ekki í efnahagslegu tómarúmi. Svo þessar aðgerðir samrýmist markmiðum stjórnvalda og vinnumarkaðarins um að ná niður verðbólgu í landinu mun þurfa að ráðast í miklar hagræðingar á öðrum sviðum ríkisrekstrarins. Það mun ekki vera sársaukalaust en er eina leiðin til að ná niður verðbólgu, til hagsbóta fyrir vinnumarkaðinn, fjölskyldur og ófædd börn þessa lands. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun