Örplast tengt við hjartasjúkdóma, heilablóðföll og dauða í nýrri rannsókn Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2024 00:23 Plastið er alls staðar og örplastið enn víðar. Vísir/Vilhelm Ítölsk rannsókn hefur vakið athygli vegna þess að hún sýnir í fyrsta sinn tengsl milli örplasts og hjartasjúkdóma. Rannsóknin er ýmsum takmörkunum háð en vísindamenn sem rannsaka umhverfisáhrif á hjarta- og æðakefið segja hana marka tímamót. Við erum umkringd og umvafin plasti flestalla daga, hvort sem það er í matarpakkningum, raftækjum, dekkjum, húsgögnum eða fötum. Það sem meira er þá losar plastið frá sér örplast sem getur smogið næstum hvert sem er og fólk getur bæði gleypt og andað að sér. Örplast hefur fundist í höfunum, drykkjar- og regnvatni, flögrandi um loftið og meira að segja í brjóstamjólk. Ekki nóg með að örplastið sé alls staðar heldur getur það tekið aldir fyrir það að brotna niður. Fyrir vikið eiga frumur sem sjá um að hreinsa burt rusl erfitt með að eyða örplastinu sem safnast þá upp í lífverum. Í mönnum hefur örplast fundist í blóði og líffærum á borð við lungu og fylgju. Þrátt fyrir að örplastið safnist fyrir í líkamanum þýðir ekki endilega að það valdi skaða. Plastmengaðir líklegri til að fá hjartaáfall, slag eða deyja Í fyrsta skipti hefur hins vegar birst rannsókn sem sýnir tengsl milli örplasts og heilsu fólks. Rannsóknin var unnin af ítölskum vísindamönnum við Campania Luigi Vanvitelli háskóla í Caserta og tók fyrir 257 einstaklinga sem höfðu farið í aðgerð til að losa stíflaðar blóðæðar í hálsi. Vísindamennirnir greindu fitubygginguna sem skurðlæknarnir fjarlægðu úr hálsslagæðum fólksins en þær ferja blóð og súrefni til heilans. Með tveimur aðferðum greindu þeir merki um plast, aðallega ósýnilegt nanóplast, í æðaskellum 150 sjúklinga (um 58 prósent þátttakenda) en ekkert plast í 107 sjúklingum. Fylgst var með einstaklingunum í þrjú ár eftir aðgerðina. Þrjátíu einstaklingar af þeim sem innihéldu plast (um nítján prósent) fengu á þeim tíma hjartaáfall, heilablóðfall eða létust til samanburðar við aðeins átta af þeim plastlausu (um 7,5 prósent). Þar að auki voru merki um meiri æðabólgur í þeim sem voru með plast í æðunum en þær eru taldar geta aukið hættu á hjartaáföllum og heilablóðföllum. Fyrsta rannsóknin sem gefi til kynna tengsl plasts við sjúkdóma Rannsóknin birtist í The New England Journal of Medicine þann 6. mars er þó ýsmum takmörkunum háð. Í fyrsta lagi vegna þess hve fáir voru rannsakaðir, í öðru lagi vegna þess að fólkið sem var til rannsóknar glímdi þegar við ákveðna heilsubresti sem eru ekki lýsandi fyrir heildarfjölda fólks og í þriðja lagi vegna þess að vísindamennirnir gátu ekki rannsakað efnahagslega og félagslega þætti sjúklinganna. Phillip Landrigan, barnalæknir og faraldursfræðingur við Boston College, skrifaði ritsjórnarleiðara í sama tímarit og segir vísindamenn hafa velt fyrir sér áhrifum örplasts á heilsu fólks undanfarin tuttugu ár en það hafi reynst erfitt að meta hver þau séu nákvæmlega. Landrigan segir rannsóknina vera þá fyrstu sem gefi til kynna tengsl milli örplasts og nanóplasts við sjúkdóma í mönnum. „Hún sannar ekki orsök og afleiðingu en gefur í skyn orsök og afleiðingu,“ sagði Landrigan sem sagði nauðsynlegt að rannsóknin krefðist frekari rannsókna svo hægt væri annað hvort að staðfesta niðurstöðurnar eða afsanna þær. Skotpallur fyrir frekari rannsóknir á örplasti Aðrir vísindamenn sem hafa rannsakað hjarta- og æðakerfið hafa verið misyfirlýsingarglaðir um rannsóknina. Hún sé takmörkuð en boði þó ákveðin tíðindi. „Rannsóknin er forvitnileg. Hins vegar eru töluverðar takmarkanir á henni,“ sagði Dr. Steve Nissen, hjartasérfræðingur við Cleveland Clinic, akademíska læknastöð. Hann segir rannsóknina vekja okkur til umhugsunar um að hugsanlega þurfi að taka örplast meira alvarlegar en áður. „Valdur að hjartasjúkdómum? Ekki sannað. Sem mögulegu valdu? Já, kannski,“ Robert Brook, vísindamaður sem vinnur við að rannsaka umhverfisáhrif á hjarta- og æðakerfið við Wayne State háskóla í Detroit, var yfirlýsingaglaðari og sagði rannsóknina vera tímamótarannsókn. „Þetta verður skotpallur fyrir frekari rannsóknir um allan heim við að staðfesta, víkka út og kafa dýpra ofan í stærð þeirrar hættu sem stafar af ör- og nanóplasti,“ sagði hann. Umhverfismál Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Við erum umkringd og umvafin plasti flestalla daga, hvort sem það er í matarpakkningum, raftækjum, dekkjum, húsgögnum eða fötum. Það sem meira er þá losar plastið frá sér örplast sem getur smogið næstum hvert sem er og fólk getur bæði gleypt og andað að sér. Örplast hefur fundist í höfunum, drykkjar- og regnvatni, flögrandi um loftið og meira að segja í brjóstamjólk. Ekki nóg með að örplastið sé alls staðar heldur getur það tekið aldir fyrir það að brotna niður. Fyrir vikið eiga frumur sem sjá um að hreinsa burt rusl erfitt með að eyða örplastinu sem safnast þá upp í lífverum. Í mönnum hefur örplast fundist í blóði og líffærum á borð við lungu og fylgju. Þrátt fyrir að örplastið safnist fyrir í líkamanum þýðir ekki endilega að það valdi skaða. Plastmengaðir líklegri til að fá hjartaáfall, slag eða deyja Í fyrsta skipti hefur hins vegar birst rannsókn sem sýnir tengsl milli örplasts og heilsu fólks. Rannsóknin var unnin af ítölskum vísindamönnum við Campania Luigi Vanvitelli háskóla í Caserta og tók fyrir 257 einstaklinga sem höfðu farið í aðgerð til að losa stíflaðar blóðæðar í hálsi. Vísindamennirnir greindu fitubygginguna sem skurðlæknarnir fjarlægðu úr hálsslagæðum fólksins en þær ferja blóð og súrefni til heilans. Með tveimur aðferðum greindu þeir merki um plast, aðallega ósýnilegt nanóplast, í æðaskellum 150 sjúklinga (um 58 prósent þátttakenda) en ekkert plast í 107 sjúklingum. Fylgst var með einstaklingunum í þrjú ár eftir aðgerðina. Þrjátíu einstaklingar af þeim sem innihéldu plast (um nítján prósent) fengu á þeim tíma hjartaáfall, heilablóðfall eða létust til samanburðar við aðeins átta af þeim plastlausu (um 7,5 prósent). Þar að auki voru merki um meiri æðabólgur í þeim sem voru með plast í æðunum en þær eru taldar geta aukið hættu á hjartaáföllum og heilablóðföllum. Fyrsta rannsóknin sem gefi til kynna tengsl plasts við sjúkdóma Rannsóknin birtist í The New England Journal of Medicine þann 6. mars er þó ýsmum takmörkunum háð. Í fyrsta lagi vegna þess hve fáir voru rannsakaðir, í öðru lagi vegna þess að fólkið sem var til rannsóknar glímdi þegar við ákveðna heilsubresti sem eru ekki lýsandi fyrir heildarfjölda fólks og í þriðja lagi vegna þess að vísindamennirnir gátu ekki rannsakað efnahagslega og félagslega þætti sjúklinganna. Phillip Landrigan, barnalæknir og faraldursfræðingur við Boston College, skrifaði ritsjórnarleiðara í sama tímarit og segir vísindamenn hafa velt fyrir sér áhrifum örplasts á heilsu fólks undanfarin tuttugu ár en það hafi reynst erfitt að meta hver þau séu nákvæmlega. Landrigan segir rannsóknina vera þá fyrstu sem gefi til kynna tengsl milli örplasts og nanóplasts við sjúkdóma í mönnum. „Hún sannar ekki orsök og afleiðingu en gefur í skyn orsök og afleiðingu,“ sagði Landrigan sem sagði nauðsynlegt að rannsóknin krefðist frekari rannsókna svo hægt væri annað hvort að staðfesta niðurstöðurnar eða afsanna þær. Skotpallur fyrir frekari rannsóknir á örplasti Aðrir vísindamenn sem hafa rannsakað hjarta- og æðakerfið hafa verið misyfirlýsingarglaðir um rannsóknina. Hún sé takmörkuð en boði þó ákveðin tíðindi. „Rannsóknin er forvitnileg. Hins vegar eru töluverðar takmarkanir á henni,“ sagði Dr. Steve Nissen, hjartasérfræðingur við Cleveland Clinic, akademíska læknastöð. Hann segir rannsóknina vekja okkur til umhugsunar um að hugsanlega þurfi að taka örplast meira alvarlegar en áður. „Valdur að hjartasjúkdómum? Ekki sannað. Sem mögulegu valdu? Já, kannski,“ Robert Brook, vísindamaður sem vinnur við að rannsaka umhverfisáhrif á hjarta- og æðakerfið við Wayne State háskóla í Detroit, var yfirlýsingaglaðari og sagði rannsóknina vera tímamótarannsókn. „Þetta verður skotpallur fyrir frekari rannsóknir um allan heim við að staðfesta, víkka út og kafa dýpra ofan í stærð þeirrar hættu sem stafar af ör- og nanóplasti,“ sagði hann.
Umhverfismál Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira