Fimm leiðir til að kveikja neistann eftir framhjáhald Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. mars 2024 13:31 Getty Framhjáhald er með því versta sem getur komið fyrir ástarsambönd. Hvort sem um ræðir líkamlegt eða andlegt framhjáhald. Ef pör ákveða að leggja svikin á bakvið sig og bjarga sambandinu krefst það mikillar einbeitingar og skuldbindingar af hálfu beggja aðila. Á danska lífstílsefnum Alt.dk má finna fimm ráð til fólks í þessari stöðu. 1. Gefið ykkur tíma Í fyrsta lagi er mikilvægt að pör gefi sér góðan tíma í að byggja upp traust, að því er fram kemur í umfjöllun danska miðilsins. Oft er talað um að tíminn lækni öll sár en í þessu tilfelli er mikilvægt að huga að því hvernig tíminnn er nýttur. Sýnið ferlinu og hvort öðru þolinmæði og virðingu. Stundum er sagt að tíminn geti læknað öll sár. Vísir/Getty 2. Leggðu þig fram Sá sem hélt framhjá verður að átta sig á því að svikin geta markað djúp spor í sálarlífið hjá þeim sem varð fyrir því. Það er eitt að viðurkenna mistökin og halda áfram en svo getur það tekið tíma að átta sig á því sem gerðist áður en skrefið er tekið fram á við. Þá er mikilvægt að sá sem hélt framhjá sé tilbúinin að vera á staðnum, láti vita af sér og sýni skilning á því að traustið sé lítið til að byrja með. Stundum þarf að leggja sig fram til að geta treyst aftur. Vísir/Getty 3. Fyrirgefning Samkvæmt alt.dk er það ekki aðeins tíminn sem skiptir máli svo hægt sé að halda sambandinu gangandi. Það krefst fyrirgefningar að halda áfram og vilja til þess að sleppa tökunum, í stað þess að halda áfram að velta sér upp úr því sem gerðist. Þá segir danski miðillinn að traust snúist um val. Val um að trúa á aðra. Að þora að trúa að þau séu að segja satt, vilji okkur það besta og haga sér í samræmi við það. Það getur verið erfitt að trúa því þegar þú hefur upplifað að vera svikin/nn. Það er þó þess virði að æfa sig ef þú vilt eiga gott samband eftir framhjáhald. Slepptu takinu og reyndu að treysta á ný. Fyrirgefningin er mikilvægur hluti af sáttum en að veita hana getur oft verið hægara sagt en gert. Vísir/Getty 4. Þiggja sambandsráðgjöf Sambandsráðgjöf eftir erfið tímabil getur reynst pörum vel til að byggja upp góðan grunn í sambandinu. Slík vinna getur fært pör nær hvort öðru og veitt þeim tækifæri á að byrja nýjan kafla. Fyrir mörgum getur reynst erfitt að viðurkenna að utanaðkomandi aðstoðar sé þörf. Vísir/Getty 5. Ég elska þig (kannski) skilyrðislaust Öll pör fara í gegnum mis erfið tímabil í lífinu. Erfiðleikarnir þurfa þó ekki endilega að vera neikvæðir fyrir sambandið. Þeir geta þvert á móti sýnt pörum hversu lánsöm þau eru að eiga hvort annað í raun og veru. Mundu að það erfiðasta í lífnu er ekki alltaf endirinn. Þó svo að þú standir einn í myrkrinu er ljós við enda ganganna. Stundum erum við bara ekki opin fyrir því að sjá það. Erfiðleikar einkenna öll sambönd. Vísir/Getty Ástin og lífið Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Sjá meira
1. Gefið ykkur tíma Í fyrsta lagi er mikilvægt að pör gefi sér góðan tíma í að byggja upp traust, að því er fram kemur í umfjöllun danska miðilsins. Oft er talað um að tíminn lækni öll sár en í þessu tilfelli er mikilvægt að huga að því hvernig tíminnn er nýttur. Sýnið ferlinu og hvort öðru þolinmæði og virðingu. Stundum er sagt að tíminn geti læknað öll sár. Vísir/Getty 2. Leggðu þig fram Sá sem hélt framhjá verður að átta sig á því að svikin geta markað djúp spor í sálarlífið hjá þeim sem varð fyrir því. Það er eitt að viðurkenna mistökin og halda áfram en svo getur það tekið tíma að átta sig á því sem gerðist áður en skrefið er tekið fram á við. Þá er mikilvægt að sá sem hélt framhjá sé tilbúinin að vera á staðnum, láti vita af sér og sýni skilning á því að traustið sé lítið til að byrja með. Stundum þarf að leggja sig fram til að geta treyst aftur. Vísir/Getty 3. Fyrirgefning Samkvæmt alt.dk er það ekki aðeins tíminn sem skiptir máli svo hægt sé að halda sambandinu gangandi. Það krefst fyrirgefningar að halda áfram og vilja til þess að sleppa tökunum, í stað þess að halda áfram að velta sér upp úr því sem gerðist. Þá segir danski miðillinn að traust snúist um val. Val um að trúa á aðra. Að þora að trúa að þau séu að segja satt, vilji okkur það besta og haga sér í samræmi við það. Það getur verið erfitt að trúa því þegar þú hefur upplifað að vera svikin/nn. Það er þó þess virði að æfa sig ef þú vilt eiga gott samband eftir framhjáhald. Slepptu takinu og reyndu að treysta á ný. Fyrirgefningin er mikilvægur hluti af sáttum en að veita hana getur oft verið hægara sagt en gert. Vísir/Getty 4. Þiggja sambandsráðgjöf Sambandsráðgjöf eftir erfið tímabil getur reynst pörum vel til að byggja upp góðan grunn í sambandinu. Slík vinna getur fært pör nær hvort öðru og veitt þeim tækifæri á að byrja nýjan kafla. Fyrir mörgum getur reynst erfitt að viðurkenna að utanaðkomandi aðstoðar sé þörf. Vísir/Getty 5. Ég elska þig (kannski) skilyrðislaust Öll pör fara í gegnum mis erfið tímabil í lífinu. Erfiðleikarnir þurfa þó ekki endilega að vera neikvæðir fyrir sambandið. Þeir geta þvert á móti sýnt pörum hversu lánsöm þau eru að eiga hvort annað í raun og veru. Mundu að það erfiðasta í lífnu er ekki alltaf endirinn. Þó svo að þú standir einn í myrkrinu er ljós við enda ganganna. Stundum erum við bara ekki opin fyrir því að sjá það. Erfiðleikar einkenna öll sambönd. Vísir/Getty
Ástin og lífið Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Sjá meira