Umhverfisvænar hárvörur sem hafa slegið í gegn Waterclouds á Íslandi 8. mars 2024 08:30 Það sem meðal annars einkennir vörurnar frá Waterclouds er að þær eru hannaðar með norrænt hár í huga. Jóhann Eymundsson hágreiðslumaður er eigandi Waterclouds á Íslandi. Umhverfisvænu hárvörurnar frá Waterclouds hafa slegið í gegn hér á landi undanfarið eitt og hálft ár en þær eru framleiddar úr hráefnum norrænnar náttúru. Fyrsta kynslóð vara frá Waterclouds koma á markað árið 2001 í Svíþjóð og hefur vörumerkið vaxið jafnt og þétt síðan þá. Í dag er það eitt stærsta og virtasta hárvörumerki Svíþjóðar að sögn Jóhanns Eymundssonar, hágreiðslumanns og eiganda Waterclouds á Íslandi. „Það segir nú mikið enda eru Svíar þekktir fyrir mörg hágæða vörumerki þegar kemur að hárvörum.“ Sjálfur hefur Jóhann starfað í þessum geira síðan árið 2006 og á því 18 ára starfsafmæli síðar á árinu. Fyrir vikið hefur hann mikla þekkingu á ólíkum hárvörum, kostum þeirra og göllum. „Árið 2020 lenti ég í slysi og þurfti að hætta hefðbundnu hárgreiðslustarfi en vildi endilega halda áfram að starfa í greininni. Ég fann þetta flotta vörumerki á ferðalagi um Svíþjóð og fannst kominn tími á að kynna landsmönnum fyrir nýjum og spennandi hárvörum.“ Það sem einkennir meðal annars Waterclouds vörurnar er að þær eru hannaðar með norrænt hár í huga að sögn Jóhanns. „Það eru ekki endilega allir sem átta sig á því hversu ólíkar hártýpur eru í heiminum. Hár okkar sem búa í Norður Evrópu er til dæmis ólíkt íbúum Suður Evrópu en við höfum mun fíngerðara hár en grannar okkar í suðri.“ Því skipta innihaldsefni hárvara mjög miklu máli upp á bestu virkni fyrir hártýpu okkar og þar koma vörurnar frá Waterclouds heldur betur sterkar inn. „Þegar réttu hárvörurnar eru valdar þarf líka að nota mun minna af efni og því duga vörurnar frá Waterclouds mun lengur.“ Vörurnar frá Waterclouds eru unisex og henta öllum kynjum að sögn Jóhanns. „Þær eru þó vinsælastar meðal kvenna. Reyndar bjóðum við upp á sér herralínu sem er hönnuð í stíl sjötta áratugar síðustu aldar og minnir um margt á stemninguna á rakarastofunum í New York um miðja síðustu öld. Einnig bjóðum við upp á skemmtilega skegglínu með fjölbreyttum vörum sem hugsa um húðina undir skegginu, fyrir skeggið sjálft og til að móta það betur. Seinna á þessu ári munum við auka við vöruúrval okkar, koma inn með liti og aukahluti fyrir hársnyrta og jafnvel annað spennandi merki.“ Waterclouds býður m.a. upp á skemmtilega skegglínu með fjölbreyttum vörum sem hugsa um húðina undir skegginu, fyrir skeggið sjálft og til að móta það betur. Waterclouds leggur mikið upp úr umhverfisstefnu sinni þar sem meðal annars er lögð áhersla á endurunnið plast, hrein og góð innihaldsefni auk þess sem vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum að sögn Jóhanns. „Allar vörur Waterclouds eru þróaðar úr hráefnum norrænnar náttúru. Framtíðar markmið Waterclouds er að vörur fyrirtækisins innihaldi að minnsta kosti 80% náttúrulegar afurðir í framtíðinni. Svo má ekki gleyma því að þær eru ekki prófaðar á dýrum heldur notum við aðrar aðferðir til þess að prófa öryggi og gæði varanna.“ Sölustaðir Waterclouds eru einungis vel valdar hárgreiðslustofur en hægt er að kynna sér sölustaðina og vöruúrvalið á waterclouds.is. Hár og förðun Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Sjá meira
Fyrsta kynslóð vara frá Waterclouds koma á markað árið 2001 í Svíþjóð og hefur vörumerkið vaxið jafnt og þétt síðan þá. Í dag er það eitt stærsta og virtasta hárvörumerki Svíþjóðar að sögn Jóhanns Eymundssonar, hágreiðslumanns og eiganda Waterclouds á Íslandi. „Það segir nú mikið enda eru Svíar þekktir fyrir mörg hágæða vörumerki þegar kemur að hárvörum.“ Sjálfur hefur Jóhann starfað í þessum geira síðan árið 2006 og á því 18 ára starfsafmæli síðar á árinu. Fyrir vikið hefur hann mikla þekkingu á ólíkum hárvörum, kostum þeirra og göllum. „Árið 2020 lenti ég í slysi og þurfti að hætta hefðbundnu hárgreiðslustarfi en vildi endilega halda áfram að starfa í greininni. Ég fann þetta flotta vörumerki á ferðalagi um Svíþjóð og fannst kominn tími á að kynna landsmönnum fyrir nýjum og spennandi hárvörum.“ Það sem einkennir meðal annars Waterclouds vörurnar er að þær eru hannaðar með norrænt hár í huga að sögn Jóhanns. „Það eru ekki endilega allir sem átta sig á því hversu ólíkar hártýpur eru í heiminum. Hár okkar sem búa í Norður Evrópu er til dæmis ólíkt íbúum Suður Evrópu en við höfum mun fíngerðara hár en grannar okkar í suðri.“ Því skipta innihaldsefni hárvara mjög miklu máli upp á bestu virkni fyrir hártýpu okkar og þar koma vörurnar frá Waterclouds heldur betur sterkar inn. „Þegar réttu hárvörurnar eru valdar þarf líka að nota mun minna af efni og því duga vörurnar frá Waterclouds mun lengur.“ Vörurnar frá Waterclouds eru unisex og henta öllum kynjum að sögn Jóhanns. „Þær eru þó vinsælastar meðal kvenna. Reyndar bjóðum við upp á sér herralínu sem er hönnuð í stíl sjötta áratugar síðustu aldar og minnir um margt á stemninguna á rakarastofunum í New York um miðja síðustu öld. Einnig bjóðum við upp á skemmtilega skegglínu með fjölbreyttum vörum sem hugsa um húðina undir skegginu, fyrir skeggið sjálft og til að móta það betur. Seinna á þessu ári munum við auka við vöruúrval okkar, koma inn með liti og aukahluti fyrir hársnyrta og jafnvel annað spennandi merki.“ Waterclouds býður m.a. upp á skemmtilega skegglínu með fjölbreyttum vörum sem hugsa um húðina undir skegginu, fyrir skeggið sjálft og til að móta það betur. Waterclouds leggur mikið upp úr umhverfisstefnu sinni þar sem meðal annars er lögð áhersla á endurunnið plast, hrein og góð innihaldsefni auk þess sem vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum að sögn Jóhanns. „Allar vörur Waterclouds eru þróaðar úr hráefnum norrænnar náttúru. Framtíðar markmið Waterclouds er að vörur fyrirtækisins innihaldi að minnsta kosti 80% náttúrulegar afurðir í framtíðinni. Svo má ekki gleyma því að þær eru ekki prófaðar á dýrum heldur notum við aðrar aðferðir til þess að prófa öryggi og gæði varanna.“ Sölustaðir Waterclouds eru einungis vel valdar hárgreiðslustofur en hægt er að kynna sér sölustaðina og vöruúrvalið á waterclouds.is.
Hár og förðun Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Sjá meira