Bergþór stríðir Samfylkingunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. mars 2024 13:31 Bergþór Ólason, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar í útlendingamálum, í umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm Samfylkingin styður markmið útlendingafrumvarpsins sem er til umræðu á Alþingi og dómsmálaráðherra fagnar stefnubreytingu flokksins. Þingflokkur Vinstri Grænna gerir ýmsa fyrirvara við málið. Frumvarpið felur í sér nokkrar lykilbreytingar; hert er á skilyrðum fjölskyldusameiningar þannig að bara þau sem hafa búið hér á landi í tvö ár geti sótt um þær. Þá er gildistími dvalarleyfis þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd styttur og einnig er sérregla, um að umsóknir þeirra sem hafa sérstök tengsl við landið verði teknar til efnismeðferðar, afnumin. Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær og sagðist Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, styðja markmið þess. „Yfirlýst markmið þessa tiltekna frumvarps er að færa löggjöfina nær þeim reglum sem eru við lýði á hinum Norðurlöndunum, að auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar og tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns. Þetta eru allt markmið sem ég styð,“ sagði Jóhann í umræðum um málið. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi að það mætti eflaust greina nýjan tón í orðræðu flokksins.vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar og það gerði einnig Bergþór Ólason, þingmaður Miðfloksins, sem óskaði flokknum til hamingju með breytta nálgun. „Ég sat hér í salnum og hugsaði bara, sérstaklega framan af ræðu, að ég hefði getað verið að flytja hana fyrir ekki löngu síðan. Það þykir mér alveg frábært, að við séum að komast á þann stað að við séum öll innst inni Miðflokksmenn í þessu máli,“ sagði Bergþór og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, upplýsti um það að málið hefði verið afgreitt úr þingflokknum með ýmsum fyrirvörum. Meðal annars þurfi að skoða gögn um fyrirkomulag fjölskyldusameininga á hinum Norðurlöndum og meta hvort stytting á gildistíma dvalarleyfa muni jafnvel hafa þveröfug áhrif og auka álag á Útlendingastofnun. Þá sé nógu skýrt fyrir hvort breytingarnar muni í reynd lækka kostnað við málaflokkinn. „Þingflokkur VG leggur áherslu á mótuð verði heildarsýn um málaflokkinn með áherslu á aukinn fjölda kvótaflóttafólks, aukna aðlögun og inngildinu og aðgerðir til að tryggja jöfnuð og velsæld allra borgara samfélagsins,“ sagði Orri Páll Orrason, þingmaður Vinstri Grænna. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og málið komið til allsherjar- og menntamálanefndar. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Frumvarpið felur í sér nokkrar lykilbreytingar; hert er á skilyrðum fjölskyldusameiningar þannig að bara þau sem hafa búið hér á landi í tvö ár geti sótt um þær. Þá er gildistími dvalarleyfis þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd styttur og einnig er sérregla, um að umsóknir þeirra sem hafa sérstök tengsl við landið verði teknar til efnismeðferðar, afnumin. Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær og sagðist Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, styðja markmið þess. „Yfirlýst markmið þessa tiltekna frumvarps er að færa löggjöfina nær þeim reglum sem eru við lýði á hinum Norðurlöndunum, að auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar og tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns. Þetta eru allt markmið sem ég styð,“ sagði Jóhann í umræðum um málið. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi að það mætti eflaust greina nýjan tón í orðræðu flokksins.vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar og það gerði einnig Bergþór Ólason, þingmaður Miðfloksins, sem óskaði flokknum til hamingju með breytta nálgun. „Ég sat hér í salnum og hugsaði bara, sérstaklega framan af ræðu, að ég hefði getað verið að flytja hana fyrir ekki löngu síðan. Það þykir mér alveg frábært, að við séum að komast á þann stað að við séum öll innst inni Miðflokksmenn í þessu máli,“ sagði Bergþór og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, upplýsti um það að málið hefði verið afgreitt úr þingflokknum með ýmsum fyrirvörum. Meðal annars þurfi að skoða gögn um fyrirkomulag fjölskyldusameininga á hinum Norðurlöndum og meta hvort stytting á gildistíma dvalarleyfa muni jafnvel hafa þveröfug áhrif og auka álag á Útlendingastofnun. Þá sé nógu skýrt fyrir hvort breytingarnar muni í reynd lækka kostnað við málaflokkinn. „Þingflokkur VG leggur áherslu á mótuð verði heildarsýn um málaflokkinn með áherslu á aukinn fjölda kvótaflóttafólks, aukna aðlögun og inngildinu og aðgerðir til að tryggja jöfnuð og velsæld allra borgara samfélagsins,“ sagði Orri Páll Orrason, þingmaður Vinstri Grænna. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og málið komið til allsherjar- og menntamálanefndar.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira