Í tilkynningu segir einnig að farið verði yfir helstu áskoranir Landsvirkjunar „í okkar einstaka, lokaða raforkukerfi - og svo fögnum við einnig góðum árangri í rekstri Landsvirkjunar sem skilar sér beint til þjóðarinnar“.
Samkvæmt áætlunum mun Landsvirkjun greiða tuttugu milljarða króna arð í ríkissjóð á þessu ári.
Fundurinn hefst klukkan tvö og fer fram í Norðurljósasal Hörpu. Einnig má horfa á fundinn í spilaranum hér að neðan.