Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. mars 2024 07:00 Marín Manda segist vilja læra prjóna heila flík áður en hún deyr, ekki aðeins trefil. Marín Manda Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. „Mig langaði alltaf í stóra fjölskyldu og stundum erum við svolítið eins og ítölsk fjölskylda þar sem allir hafa eitthvað til málanna að leggja yfir matarborðinu, segir Marín Manda sem hún býr með manni sínum, Hannesi Frímanni Hrólfssyni framkvæmdastjóra Kviku eignastýringar, og fjórum börnum: „Krakkarnir eru öll mjög ólík með ólíkar þarfir en kemur vel saman sem er alls ekki sjálfgefið í samsettri fjölskyldu. Sú minnsta, Thelma Hrönn er eiginlega límið sem tengir alla saman sem er ákaflega fallegt.“ Marín Manda segir áföll og sorg hafa kennt henni mest á lífið.Marín Manda Marín Manda sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Marín Manda Magnúsdóttir. Aldur? 45 ára. Starf? Þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í hlaðvarpi og sjónvarpi (Spegilmyndin og Útlit). Ég menntaði mig í nútímafræði og hagnýtri menningarmiðlun sem nýtist vel í því sem ég geri í dag. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Það er nóg að gera á mínu heimili. Ég bý með Hannesi Frímanni manninum mínum og við erum með fjögur börn á heimilinu. Hvað er á döfinni? Fljótlega byrja ég að vinna að nýju sjónvarpsverkefni sem er mjög spennandi og ég held svo áfram að gera hlaðvarp Spegilmyndarinnar. Þar spjalla ég við áhugavert fólk um lífið og tilveruna. Það eru svo margar spurningar sem kvikna um ýmis mál sem tengjast heilbrigðum lífstíl, kvenheilsu, hreyfingu, mataræði, útliti og fegrun og ég fæ til mín fólk sem hefur upplifað eitthvað á eigin skinni eða eru fagaðilar í fræðunum. Konur eru oft svo leitandi og ég er bara aðeins að krassa í yfirborðið og er sjálf engin sérfræðingur í þessum málum – er bara forvitin og hef ákaflega gaman að spjalla við fjölbreytta flóru af fólki. Maður þarf svolítið að sækja verkefnin þegar maður starfar sjálfstætt og því er ég ávallt með angana úti að þróa hugmyndir. Þín mesta gæfa í lífinu? Börnin mín eru án efa mesti fjársjóður lífs míns. Ástin og tengslin sem þú deilir með börnunum þínum og minningarnar sem þið skapið saman eru ómetanlegar. Þau hafa svo sannarlega verið lífsfylling í mitt líf - þrátt fyrir að þau séu stundum krefjandi. Móðurhlutverkið er jú allskonar og ég held að það sé mikilvægt að leyfa sér stundum að vera fullkomlega ófullkominn. Að hitta Hannes manninn minn var að sjálfsögðu einnig mikil gæfa. Hann er kletturinn minn sem hvetur mig áfram í mínum verkefnum og er mikill viskubrunnur. Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég reyni að huga að heilsunni á heildrænan hátt. Andlega heilsan er því jafn mikilvæg og líkamlega heilsan. Það eru engir öfgar og engir kúrar. Er bara meðvituð um að borða minna unninn mat, bæti meira próteini við mataræðið, drekk mikið vatn yfir daginn og stunda pilates. Í gegnum tíðina hef ég lítið þurft að hugsa út í hvað ég er að borða en eftir að ég eignaðist yngstu dóttur mína þegar ég var fertug upplifði ég mig í framandi líkama. Þessi líkami minn hefur þó gengið með þrjú börn sem ég er óneitanlega þakklát fyrir. Fallegasti staður á landinu? En í heiminum? Fegurðin leynist á margvíslegum stöðum þar sem þér líður vel. Rauðisandur er einn fallegasti staður á landinu að mínu mati. Það er mikið erfiðara að velja einungis einn stað úti í heimi sem mér þykir fallegastur. Mauritus, Santorini og Phi Phi eyjar eru til að mynda dásamlegir staðir. Marín Manda Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Að ferðast er langbest til þess að endurhlaða batteríin. Sumir upplifa stress á ferðalögum en ég upplifi frelsi - að skoða nýja staði og upplifa öðruvísi matarmenningu og menningarheima er svo ótrúlega gefandi. Hvað hefur mótað þig mest? Ætli það sé ekki áskoranir, sorgir og sigrar sem hafa mótað mig í þann einstakling sem ég er. Fæstir ganga í gegnum lífið áfallalaust og öll sú reynsla hefur aukið mér víðsýni og auðmýkt. Ég flutti ung að heiman og þurfti að standa á eigin fótum og hef því ávallt verið mjög sjálfstæð. Auðvitað reyndi ég að verða fullorðin hratt en hafði ekki hugmynd um hvað það hafði í för með sér. Það er óumflýjanlegt að gera mistök á lífsleiðinni og ég hef gert heilmörg, bæði í einkalífi og starfi. Það er þá sem ég hef þroskast mest og neyðst til að staldra við og líta inn á við. Það hefur þó einnig kennt mér að ég get tekist á við miklu meira en mig hefði grunað. Hvað ertu að hámhorfa á? Heimildamyndir og sönn sakamál eru í miklu uppáhaldi hjá mér en undanfarið hef ég verið að hámhorfa á þættina Killing Eve sem koma skemmtilega á óvart. Uppskrift að drauma sunnudegi? Það væri mikill lúxus að sofa út. Fara í góðan brunch og jafnvel kíkja á söfn. Ég man þegar ég bjó í Kaupmannahöfn var eins og borgin væri öll sofandi á sunnudögum, allt meira og minna lokað. Eins konar draugaborg þar sem enginn var á ferli. Sunnudagar voru því ekki í miklu uppáhaldi áður fyrr en nú nýt ég þess að hafa lítil sem engin plön á sunnudögum og bara hafa það huggulegt með fjölskyldunni. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Mig langar bara að lifa lífinu - borða ísinn, fara í ferðina, prófa nýja hluti og umvefja mig nærandi og skemmtilegu fólki. Vonandi verð ég við góða heilsu svo ég geti séð börnin vaxa úr grasi og verða að sjálfstæðu fólki sem eltir draumana sína. Svo langar mig að læra að prjóna heila flík, ekki bara trefil. Þetta hljómar svo miðaldra en það skrítna við að vera miðaldra að það er ekkert svo hræðilegt. Marín Manda bjó um árabil í Kaupmannahöfn.Marín Manda Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Það má deila um hvort þetta sé hæfileiki eða ekki en kindur elska mig því ég get raunverulega jarmað eins og lamb. Þegar ég var yngri eyddi ég mörgum stundum í fjárhúsunum hjá afa og ömmu að syngja hástöfum til þess að spekja kindurnar og fékk þá skammir fyrir. Það reyndist víst afa svolítið erfitt fyrir að gefa spökum kindum. Svo er ég með ansi öflugt lyktarskyn sem getur bæði verið löstur og kostur. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala bara dönsku, ensku og íslensku. Mjög basic. Mig langaði alltaf að læra ítölsku og hver veit nema ég geri það einn daginn. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Þau eru reyndar nokkur. Til að mynda að þú verður sjálf að skapa eigin tækifæri því síminn er ekki að fara hringja. Annað er að fólk er ekki með ákveðinn gildistíma. Konur renna ekki út eftir ákveðinn aldur og því er aldrei of seint að endurskapa sig og breyta um stefnu í lífinu. Hvort sem það er að fara í nám, skipta um vinnu, kynnast nýju fólki eða eignast nýtt áhugamál. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Ég bursta tennur og fer svo að græja litlu fyrir leikskólann. Vek síðan unglingana til að koma þeim af stað í skólann. Þegar yngsta dóttirin er farin í leikskólann þá hef ég meiri tíma til að skella mér í sturtu og græja mig fyrir daginn. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Rétt fyrir svefninn set ég rólega jóga tónlist á spotify til að spila í gegnum nóttina. Það hreinsar hugann og ég sofna ljúft. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Takk elsku og hjarta emoji. Hælar eða strigaskór? Hælaskór að sjálfsögðu. Vissulega geng ég einnig í strigaskóm en hælaskór eða stígvél eru svo mikið fallegri á fæti á lágvöxnum konum. Ég geng í einhvers konar hælum á hverjum degi og er sjúk í allskonar skrítna hæla. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég fór svolítið að gráta yfir Netflix þáttunum One Day. Þessi söguþráður fangar það hvernig lífið getur breyst á augabragði og mér fannst þeir svo fallegir en sorglegir. Ég hélt að þetta væru meira svona unglingaþættir en þeir náðu mér alveg. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Fataherbergið er minn staður. Stundum stend ég þar inni og vinn í tölvunni í algjörri kyrrð og ró því þar er enginn að trufla mig. Marín Manda Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Purple Hat er geðveikt. Að spila það hátt í bílnum fær mig í svakalegan gír og fyllir mig að orku. Ertu A eða B týpa? Ég er svo mikil B týpa sem vakna til lífsins á kvöldin þegar flestir eru sofnaðir og er mest skapandi þá. Sem er auðvitað bagalegt því ég fæ þá svo lítinn svefn og dagarnir byrja snemma hér á bæ eins og hjá flestum. Ertu með einhvern bucket lista? Já ég hef ávallt haft bucket lista í lífinu. Fyrir mig er nauðsynlegt að vera með drauma og markmið og sjá hlutina fyrir sér. Markmiðasetning er eitt en að framkvæma það sem maður þráir er annað. Stundum þarf maður að vaða í hlutina og í öðrum tilvikum er betra að anda inn á við og finna rétta tímann til þess að uppfylla bucket listann. Ég er spennt fyrir framtíðinni og er til að mynda með langan lista af stöðum sem mig langar að ferðast á, Nýja Sjáland, Víetnam, Lissabon og Bali. Að búa erlendis aftur á meira framandi stað er einnig á listanum. Restin er leyndó. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is. Ástin og lífið Tímamót Hin hliðin Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Mig langaði alltaf í stóra fjölskyldu og stundum erum við svolítið eins og ítölsk fjölskylda þar sem allir hafa eitthvað til málanna að leggja yfir matarborðinu, segir Marín Manda sem hún býr með manni sínum, Hannesi Frímanni Hrólfssyni framkvæmdastjóra Kviku eignastýringar, og fjórum börnum: „Krakkarnir eru öll mjög ólík með ólíkar þarfir en kemur vel saman sem er alls ekki sjálfgefið í samsettri fjölskyldu. Sú minnsta, Thelma Hrönn er eiginlega límið sem tengir alla saman sem er ákaflega fallegt.“ Marín Manda segir áföll og sorg hafa kennt henni mest á lífið.Marín Manda Marín Manda sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Marín Manda Magnúsdóttir. Aldur? 45 ára. Starf? Þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í hlaðvarpi og sjónvarpi (Spegilmyndin og Útlit). Ég menntaði mig í nútímafræði og hagnýtri menningarmiðlun sem nýtist vel í því sem ég geri í dag. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Það er nóg að gera á mínu heimili. Ég bý með Hannesi Frímanni manninum mínum og við erum með fjögur börn á heimilinu. Hvað er á döfinni? Fljótlega byrja ég að vinna að nýju sjónvarpsverkefni sem er mjög spennandi og ég held svo áfram að gera hlaðvarp Spegilmyndarinnar. Þar spjalla ég við áhugavert fólk um lífið og tilveruna. Það eru svo margar spurningar sem kvikna um ýmis mál sem tengjast heilbrigðum lífstíl, kvenheilsu, hreyfingu, mataræði, útliti og fegrun og ég fæ til mín fólk sem hefur upplifað eitthvað á eigin skinni eða eru fagaðilar í fræðunum. Konur eru oft svo leitandi og ég er bara aðeins að krassa í yfirborðið og er sjálf engin sérfræðingur í þessum málum – er bara forvitin og hef ákaflega gaman að spjalla við fjölbreytta flóru af fólki. Maður þarf svolítið að sækja verkefnin þegar maður starfar sjálfstætt og því er ég ávallt með angana úti að þróa hugmyndir. Þín mesta gæfa í lífinu? Börnin mín eru án efa mesti fjársjóður lífs míns. Ástin og tengslin sem þú deilir með börnunum þínum og minningarnar sem þið skapið saman eru ómetanlegar. Þau hafa svo sannarlega verið lífsfylling í mitt líf - þrátt fyrir að þau séu stundum krefjandi. Móðurhlutverkið er jú allskonar og ég held að það sé mikilvægt að leyfa sér stundum að vera fullkomlega ófullkominn. Að hitta Hannes manninn minn var að sjálfsögðu einnig mikil gæfa. Hann er kletturinn minn sem hvetur mig áfram í mínum verkefnum og er mikill viskubrunnur. Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég reyni að huga að heilsunni á heildrænan hátt. Andlega heilsan er því jafn mikilvæg og líkamlega heilsan. Það eru engir öfgar og engir kúrar. Er bara meðvituð um að borða minna unninn mat, bæti meira próteini við mataræðið, drekk mikið vatn yfir daginn og stunda pilates. Í gegnum tíðina hef ég lítið þurft að hugsa út í hvað ég er að borða en eftir að ég eignaðist yngstu dóttur mína þegar ég var fertug upplifði ég mig í framandi líkama. Þessi líkami minn hefur þó gengið með þrjú börn sem ég er óneitanlega þakklát fyrir. Fallegasti staður á landinu? En í heiminum? Fegurðin leynist á margvíslegum stöðum þar sem þér líður vel. Rauðisandur er einn fallegasti staður á landinu að mínu mati. Það er mikið erfiðara að velja einungis einn stað úti í heimi sem mér þykir fallegastur. Mauritus, Santorini og Phi Phi eyjar eru til að mynda dásamlegir staðir. Marín Manda Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Að ferðast er langbest til þess að endurhlaða batteríin. Sumir upplifa stress á ferðalögum en ég upplifi frelsi - að skoða nýja staði og upplifa öðruvísi matarmenningu og menningarheima er svo ótrúlega gefandi. Hvað hefur mótað þig mest? Ætli það sé ekki áskoranir, sorgir og sigrar sem hafa mótað mig í þann einstakling sem ég er. Fæstir ganga í gegnum lífið áfallalaust og öll sú reynsla hefur aukið mér víðsýni og auðmýkt. Ég flutti ung að heiman og þurfti að standa á eigin fótum og hef því ávallt verið mjög sjálfstæð. Auðvitað reyndi ég að verða fullorðin hratt en hafði ekki hugmynd um hvað það hafði í för með sér. Það er óumflýjanlegt að gera mistök á lífsleiðinni og ég hef gert heilmörg, bæði í einkalífi og starfi. Það er þá sem ég hef þroskast mest og neyðst til að staldra við og líta inn á við. Það hefur þó einnig kennt mér að ég get tekist á við miklu meira en mig hefði grunað. Hvað ertu að hámhorfa á? Heimildamyndir og sönn sakamál eru í miklu uppáhaldi hjá mér en undanfarið hef ég verið að hámhorfa á þættina Killing Eve sem koma skemmtilega á óvart. Uppskrift að drauma sunnudegi? Það væri mikill lúxus að sofa út. Fara í góðan brunch og jafnvel kíkja á söfn. Ég man þegar ég bjó í Kaupmannahöfn var eins og borgin væri öll sofandi á sunnudögum, allt meira og minna lokað. Eins konar draugaborg þar sem enginn var á ferli. Sunnudagar voru því ekki í miklu uppáhaldi áður fyrr en nú nýt ég þess að hafa lítil sem engin plön á sunnudögum og bara hafa það huggulegt með fjölskyldunni. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Mig langar bara að lifa lífinu - borða ísinn, fara í ferðina, prófa nýja hluti og umvefja mig nærandi og skemmtilegu fólki. Vonandi verð ég við góða heilsu svo ég geti séð börnin vaxa úr grasi og verða að sjálfstæðu fólki sem eltir draumana sína. Svo langar mig að læra að prjóna heila flík, ekki bara trefil. Þetta hljómar svo miðaldra en það skrítna við að vera miðaldra að það er ekkert svo hræðilegt. Marín Manda bjó um árabil í Kaupmannahöfn.Marín Manda Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Það má deila um hvort þetta sé hæfileiki eða ekki en kindur elska mig því ég get raunverulega jarmað eins og lamb. Þegar ég var yngri eyddi ég mörgum stundum í fjárhúsunum hjá afa og ömmu að syngja hástöfum til þess að spekja kindurnar og fékk þá skammir fyrir. Það reyndist víst afa svolítið erfitt fyrir að gefa spökum kindum. Svo er ég með ansi öflugt lyktarskyn sem getur bæði verið löstur og kostur. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala bara dönsku, ensku og íslensku. Mjög basic. Mig langaði alltaf að læra ítölsku og hver veit nema ég geri það einn daginn. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Þau eru reyndar nokkur. Til að mynda að þú verður sjálf að skapa eigin tækifæri því síminn er ekki að fara hringja. Annað er að fólk er ekki með ákveðinn gildistíma. Konur renna ekki út eftir ákveðinn aldur og því er aldrei of seint að endurskapa sig og breyta um stefnu í lífinu. Hvort sem það er að fara í nám, skipta um vinnu, kynnast nýju fólki eða eignast nýtt áhugamál. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Ég bursta tennur og fer svo að græja litlu fyrir leikskólann. Vek síðan unglingana til að koma þeim af stað í skólann. Þegar yngsta dóttirin er farin í leikskólann þá hef ég meiri tíma til að skella mér í sturtu og græja mig fyrir daginn. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Rétt fyrir svefninn set ég rólega jóga tónlist á spotify til að spila í gegnum nóttina. Það hreinsar hugann og ég sofna ljúft. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Takk elsku og hjarta emoji. Hælar eða strigaskór? Hælaskór að sjálfsögðu. Vissulega geng ég einnig í strigaskóm en hælaskór eða stígvél eru svo mikið fallegri á fæti á lágvöxnum konum. Ég geng í einhvers konar hælum á hverjum degi og er sjúk í allskonar skrítna hæla. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég fór svolítið að gráta yfir Netflix þáttunum One Day. Þessi söguþráður fangar það hvernig lífið getur breyst á augabragði og mér fannst þeir svo fallegir en sorglegir. Ég hélt að þetta væru meira svona unglingaþættir en þeir náðu mér alveg. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Fataherbergið er minn staður. Stundum stend ég þar inni og vinn í tölvunni í algjörri kyrrð og ró því þar er enginn að trufla mig. Marín Manda Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Purple Hat er geðveikt. Að spila það hátt í bílnum fær mig í svakalegan gír og fyllir mig að orku. Ertu A eða B týpa? Ég er svo mikil B týpa sem vakna til lífsins á kvöldin þegar flestir eru sofnaðir og er mest skapandi þá. Sem er auðvitað bagalegt því ég fæ þá svo lítinn svefn og dagarnir byrja snemma hér á bæ eins og hjá flestum. Ertu með einhvern bucket lista? Já ég hef ávallt haft bucket lista í lífinu. Fyrir mig er nauðsynlegt að vera með drauma og markmið og sjá hlutina fyrir sér. Markmiðasetning er eitt en að framkvæma það sem maður þráir er annað. Stundum þarf maður að vaða í hlutina og í öðrum tilvikum er betra að anda inn á við og finna rétta tímann til þess að uppfylla bucket listann. Ég er spennt fyrir framtíðinni og er til að mynda með langan lista af stöðum sem mig langar að ferðast á, Nýja Sjáland, Víetnam, Lissabon og Bali. Að búa erlendis aftur á meira framandi stað er einnig á listanum. Restin er leyndó. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.
Ástin og lífið Tímamót Hin hliðin Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira