„Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 4. mars 2024 08:00 Það voru miklir fagnaðarfundir þegar Hasan tók á móti konu sinni og dóttur. Hann er fullur þakklætis og er stoltur að fá að búa á Íslandi. Vísir/Einar Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. Í vikunni sem leið fékk Hasan Farahat loksins að faðma tíu mánaða dóttur sína Mariam og Aroob eiginkonu sína en þau höfðu ekki sést í níu mánuði. Hasan hefur stöðugt óttast um öryggi þeirra og hefur úr fjarska þurft að horfa upp á ástandið á Gasa versna dag frá degi. Endurfundirnir voru því tilfinningaþrungnir og langþráðir. „Augnablikið þegar ég sá þær á flugvellinum og faðmaði þær var virkilega magnað,“ segir Hasan Farahat. Átakanlegt að lýsa síðustu dögunum á Gasa Aroob Abu Shawereb segist hafa fundið fyrir djúpstæðum létti þegar hún lenti á Íslandi. „Sérstaklega af því að ég er með lítið barn, Mariam. Ég var viss um að þetta yrði góður staður fyrir hana. Hann væri öruggur og allt yrði öruggt,“ segir Aroob. Aroob og Mariam litla voru fegnar að komast til Íslands.Vísir/Einar Það var átakanlegt fyrir Aroob að lýsa síðustu dögum þeirra mæðgna á Gasa. Þar hafi verið nær alger skortur á nauðsynjum og gríðarleg eyðilegging. Þær leituðu skjóls í tjaldi í kulda og rigningu en undir það síðasta fór henni að verða ljóst í hvað stefndi. „Á þessum stað, ef þú deyrð ekki vegna sprengjuárásanna þá muntu sennilega deyja úr hungri, sjúkdómi eða ofþreytu,“ segir Aroob. Þakkar sjálfboðaliðunum af öllu hjarta Íslenskir sjálfboðaliðar aðstoðuðu mæðgurnar við flóttann og alla leið til Íslands. Hasan vildi ólmur fá að lesa upp nöfn þeirra sem hann vildi þakka sérstaklega. Hann hvetur þá almenning til að styðja við samtökin Solaris sem hafa unnið að því í sjálfboðavinnu að koma dvalarleyfishöfum á Íslandi út af Gasasvæðinu. „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína og ég hefði þær ekki í fanginu mínu. Ég vil þakka þeim af öllu hjarta en líka öllum þeim sem hafa veitt stuðning,“ segir Hasan. Mariam litla er algjört krútt.Vísir/Einar Hyggst leggja hart að sér við að byggja upp íslenskt samfélag Hasan er með gráðu í almannatengslafræðum og markaðssetningu en nú vinnur hann hjá íslensku fyrirtæki við að leggja þakdúka og það er nóg að gera. Hvöss umræða um útlendingamál virðist ekki hafa farið fram hjá Hasan en hann vildi að það kæmi skýrt fram að hanni hygðist leggja hart að sér og hjálpa til við að byggja upp íslenskt samfélag. „Ég er af öllu hjarta stoltur og glaður að fá að búa hér á þessu landi þar sem fólk er sannarlega frjálst og hefur mannúð að leiðarljósi,“ sagði Hasan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í vikunni sem leið fékk Hasan Farahat loksins að faðma tíu mánaða dóttur sína Mariam og Aroob eiginkonu sína en þau höfðu ekki sést í níu mánuði. Hasan hefur stöðugt óttast um öryggi þeirra og hefur úr fjarska þurft að horfa upp á ástandið á Gasa versna dag frá degi. Endurfundirnir voru því tilfinningaþrungnir og langþráðir. „Augnablikið þegar ég sá þær á flugvellinum og faðmaði þær var virkilega magnað,“ segir Hasan Farahat. Átakanlegt að lýsa síðustu dögunum á Gasa Aroob Abu Shawereb segist hafa fundið fyrir djúpstæðum létti þegar hún lenti á Íslandi. „Sérstaklega af því að ég er með lítið barn, Mariam. Ég var viss um að þetta yrði góður staður fyrir hana. Hann væri öruggur og allt yrði öruggt,“ segir Aroob. Aroob og Mariam litla voru fegnar að komast til Íslands.Vísir/Einar Það var átakanlegt fyrir Aroob að lýsa síðustu dögum þeirra mæðgna á Gasa. Þar hafi verið nær alger skortur á nauðsynjum og gríðarleg eyðilegging. Þær leituðu skjóls í tjaldi í kulda og rigningu en undir það síðasta fór henni að verða ljóst í hvað stefndi. „Á þessum stað, ef þú deyrð ekki vegna sprengjuárásanna þá muntu sennilega deyja úr hungri, sjúkdómi eða ofþreytu,“ segir Aroob. Þakkar sjálfboðaliðunum af öllu hjarta Íslenskir sjálfboðaliðar aðstoðuðu mæðgurnar við flóttann og alla leið til Íslands. Hasan vildi ólmur fá að lesa upp nöfn þeirra sem hann vildi þakka sérstaklega. Hann hvetur þá almenning til að styðja við samtökin Solaris sem hafa unnið að því í sjálfboðavinnu að koma dvalarleyfishöfum á Íslandi út af Gasasvæðinu. „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína og ég hefði þær ekki í fanginu mínu. Ég vil þakka þeim af öllu hjarta en líka öllum þeim sem hafa veitt stuðning,“ segir Hasan. Mariam litla er algjört krútt.Vísir/Einar Hyggst leggja hart að sér við að byggja upp íslenskt samfélag Hasan er með gráðu í almannatengslafræðum og markaðssetningu en nú vinnur hann hjá íslensku fyrirtæki við að leggja þakdúka og það er nóg að gera. Hvöss umræða um útlendingamál virðist ekki hafa farið fram hjá Hasan en hann vildi að það kæmi skýrt fram að hanni hygðist leggja hart að sér og hjálpa til við að byggja upp íslenskt samfélag. „Ég er af öllu hjarta stoltur og glaður að fá að búa hér á þessu landi þar sem fólk er sannarlega frjálst og hefur mannúð að leiðarljósi,“ sagði Hasan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27
Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent