Hávaxnasti maður landsins loksins í almennilegu rúmi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2024 20:05 Ragnar Ágúst hefur alltaf átt í miklum vandræðum með að finna sér rúm og dýnu sem hentar lengd hans en nú er það loksins komið hjá honum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það getur verið æði flókið að vera hávaxnasti maður landsins og get ekki sofið í rúmi án þess að fæturnir standi langt fram úr eins og fréttamaður varð vitni af þegar hann lagðist í rúmið með manninum, sem er tveir metrar og tuttugu sentímetrar á hæð. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, sem er alltaf kallaður Raggi Nat, er Hvergerðingur og þekktur körfuboltamaður sem spilar með Hamri og íslenska landsliðinu. Raggi er engin smásmíði þegar kemur að hæð og er hæstur á Íslandi, tveir og tuttugu, notar skó númer 52 og þarf að láta sérsauma föt á sig. Það hefur alltaf verið vesen fyrir Ragga að velja sér rúm til að sofa í og hvað þá á dýnu sem passar. Hér er Ragnar í hefðbundnu rúmi, sem er allt of lítið. „Hnén standa næstum bara fram úr í þessu, þetta er ekki alveg gert fyrir mann eins og mig,” segir Raggi. Ragnar Ágúst og fréttamaður að ræða saman.Aðsend Raggi hitti mann óvænt á dögunum, sem býr reyndar líka í Hveragerði og er með fyrirtæki sem selur rúm og dýnur í höfuðborginni og þá fóru hlutirnir að gerast. „Já, ég fékk hérna rúm, sem er tveir og fjörutíu í Woolroom og það er í fyrsta skipti í mörg ár, sem ég er með rúm, sem ég passa í, ekki bara á stærðina heldur er líka ullardýna, sem er alveg geggjuð,” segir Raggi. Hvenær ertu vaknaður á morgnanna? „Það er oftast um áttaleytið en það fer eftir því hvort ég er með dóttur mína með mér, hún á það til að vakna aðeins fyrr en ég reyni að vera komin á fætur um átta,” segir Raggi. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, hæsti Íslendingurinn, sem er 2,20 sentímetrar að ræða við Vilmund Möller Sigurðsson eigandi Woolroom.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hvergerðingurinn er ánægður með að hafa getað reddað risa Hvergerðingnum rúmi og dýnu. „Já, ég er svona að reyna að koma því á framfæri líka til íþróttafólks eins og til allra að svefninn er í rauninni ekki bara tímalengd heldur er hann svefngæði. Þetta er alveg eins og að borða mat, það er ekki nóg að borða mikið, við vitum að þú þarft að borða heilnæmt til þess að ná toppárangri, til dæmis í íþróttum,” segir Vilmundur Möller Sigurðsson, eigandi Woolroom og bætir við. Ragnar er rosalega hár eins og sjá má.Aðsend „Þú þarft að sofa heilnæmt, þú þarft að sofa á heilnæmum efnum og þar virðist ullin hafa vinningin umfram held ég bara allt er í boði allavega á Íslandi.” Og Raggi segir frábært að vera svona hávaxinn, það komi sér nánast alltaf vel. „Það eru bara öll tækifærin, sem liggja í þessu. Það er að nýta þetta í körfuboltann og líta niður á alla aðra, það er mjög skemmtilegt,” segir hann hlæjandi. Hveragerði Reykjavík Verslun Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, sem er alltaf kallaður Raggi Nat, er Hvergerðingur og þekktur körfuboltamaður sem spilar með Hamri og íslenska landsliðinu. Raggi er engin smásmíði þegar kemur að hæð og er hæstur á Íslandi, tveir og tuttugu, notar skó númer 52 og þarf að láta sérsauma föt á sig. Það hefur alltaf verið vesen fyrir Ragga að velja sér rúm til að sofa í og hvað þá á dýnu sem passar. Hér er Ragnar í hefðbundnu rúmi, sem er allt of lítið. „Hnén standa næstum bara fram úr í þessu, þetta er ekki alveg gert fyrir mann eins og mig,” segir Raggi. Ragnar Ágúst og fréttamaður að ræða saman.Aðsend Raggi hitti mann óvænt á dögunum, sem býr reyndar líka í Hveragerði og er með fyrirtæki sem selur rúm og dýnur í höfuðborginni og þá fóru hlutirnir að gerast. „Já, ég fékk hérna rúm, sem er tveir og fjörutíu í Woolroom og það er í fyrsta skipti í mörg ár, sem ég er með rúm, sem ég passa í, ekki bara á stærðina heldur er líka ullardýna, sem er alveg geggjuð,” segir Raggi. Hvenær ertu vaknaður á morgnanna? „Það er oftast um áttaleytið en það fer eftir því hvort ég er með dóttur mína með mér, hún á það til að vakna aðeins fyrr en ég reyni að vera komin á fætur um átta,” segir Raggi. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, hæsti Íslendingurinn, sem er 2,20 sentímetrar að ræða við Vilmund Möller Sigurðsson eigandi Woolroom.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hvergerðingurinn er ánægður með að hafa getað reddað risa Hvergerðingnum rúmi og dýnu. „Já, ég er svona að reyna að koma því á framfæri líka til íþróttafólks eins og til allra að svefninn er í rauninni ekki bara tímalengd heldur er hann svefngæði. Þetta er alveg eins og að borða mat, það er ekki nóg að borða mikið, við vitum að þú þarft að borða heilnæmt til þess að ná toppárangri, til dæmis í íþróttum,” segir Vilmundur Möller Sigurðsson, eigandi Woolroom og bætir við. Ragnar er rosalega hár eins og sjá má.Aðsend „Þú þarft að sofa heilnæmt, þú þarft að sofa á heilnæmum efnum og þar virðist ullin hafa vinningin umfram held ég bara allt er í boði allavega á Íslandi.” Og Raggi segir frábært að vera svona hávaxinn, það komi sér nánast alltaf vel. „Það eru bara öll tækifærin, sem liggja í þessu. Það er að nýta þetta í körfuboltann og líta niður á alla aðra, það er mjög skemmtilegt,” segir hann hlæjandi.
Hveragerði Reykjavík Verslun Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira