Hinn 33 ára gamli Stokke er engin smásmíð en hann er 1,91 metri á hæð og spilar eingöngu sem fremsti maður. Hann hefur komið víða við á sínum ferli en lék síðast með Kristiansund í norsku B-deildinni.
Stokke skoraði 16 mörk á síðustu leiktíð en hefur alls skorað 73 mörk í efstu tveimur deildum Noregs. Þá hefur hann einnig spilað í dönsku úrvalsdeildinni með Randers.
Benjamin Stokke í Breiðablik pic.twitter.com/NkqjU4RHVR
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) March 3, 2024