Dómsmálaráðherra reiknar með málþófi á Alþingi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2024 14:30 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fjallaði meðal annars um útlendingamál á fundinum í Rangárhöllinni á Hellu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á síðustu tveimur árum hafa íslensk stjórnvöld fengið níu þúsund umsóknir frá flóttafólki um vernd hér á landi en það eru mun fleiri umsóknir en hin löndin á Norðurlöndunum hafa fengið á sama tíma. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið í fundarherferð á Suðurlandi síðustu daga eins og aðrir flokkar í kjördæmaviku alþingismanna um all land. Einn af fundnum var haldin í Rangárhöllinni á Hellu þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra fór yfir stöðu útlendingamála. Guðrún sagðist vera mjög stolt og ánægð með að ríkisstjórnin væri búin að samþykkja heildarnálgun í málefnum flóttafólks, innflytjenda og hælisleitenda hér á landi en hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi á morgun, mánudag. „Og þá munum við líka sjá hvað stjórnarandstaðan ætlar að gera, hvort að þau ætli að fara í málþóf, sem ég tel einboðið að einhverjir reyna að gera,” segir Guðrún á fundinum og hélt áfram. „Á síðustu tveimur árum höfum við fengið hér umsóknir um vernd, sem eru níu þúsund talsins en það eru jafn margir og allir íbúar í Sveitarfélaginu Árborg. Það sem er merkilegt er það að við erum að fá gríðarlegar miklar umsóknir og við erum jafnvel að fá fleiri umsóknir heldur en á Norðurlöndunum og það segir okkur það að það er eitthvað óeðlilegt hér í okkar kerfi. Við erum með eitthvað frábrugðið, við erum með öðruvísi lagaumhverfi heldur en nágrannalöndin, sem við viljum bera okkur saman við,” sagði Guðrún. Ráðherra var spurður heilmikið um stöðu útlendingamála á fundinum og var þeim öllum svarað fljótt og vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kostnaðurinn við málaflokkinn, hann hleypur á milljörðum. „Kostnaðurinn er að lágmarki komin upp í 20 milljarða, að lágmarki og það sem er sorglegt við það að við erum í raun að brenna helminginn af þeim peningum því samþykktarhlutfall um vernd hér á landi, að svona helmingur þeirra sem sækir um, hann fær vernd, helmingurinn fær synjun, nema að það hefur tekið okkur næstum tvö ár að synja þessu fólki. Og á meðan er fólk hér í framfærslu, fær húsnæði og er í fullri framfærslu og nýtur heilbrigðisþjónustu hér á landi,” sagði dómsmálaráðherra á fundinum á Hellu í vikunni. Rangárþing eystra Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið í fundarherferð á Suðurlandi síðustu daga eins og aðrir flokkar í kjördæmaviku alþingismanna um all land. Einn af fundnum var haldin í Rangárhöllinni á Hellu þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra fór yfir stöðu útlendingamála. Guðrún sagðist vera mjög stolt og ánægð með að ríkisstjórnin væri búin að samþykkja heildarnálgun í málefnum flóttafólks, innflytjenda og hælisleitenda hér á landi en hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi á morgun, mánudag. „Og þá munum við líka sjá hvað stjórnarandstaðan ætlar að gera, hvort að þau ætli að fara í málþóf, sem ég tel einboðið að einhverjir reyna að gera,” segir Guðrún á fundinum og hélt áfram. „Á síðustu tveimur árum höfum við fengið hér umsóknir um vernd, sem eru níu þúsund talsins en það eru jafn margir og allir íbúar í Sveitarfélaginu Árborg. Það sem er merkilegt er það að við erum að fá gríðarlegar miklar umsóknir og við erum jafnvel að fá fleiri umsóknir heldur en á Norðurlöndunum og það segir okkur það að það er eitthvað óeðlilegt hér í okkar kerfi. Við erum með eitthvað frábrugðið, við erum með öðruvísi lagaumhverfi heldur en nágrannalöndin, sem við viljum bera okkur saman við,” sagði Guðrún. Ráðherra var spurður heilmikið um stöðu útlendingamála á fundinum og var þeim öllum svarað fljótt og vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kostnaðurinn við málaflokkinn, hann hleypur á milljörðum. „Kostnaðurinn er að lágmarki komin upp í 20 milljarða, að lágmarki og það sem er sorglegt við það að við erum í raun að brenna helminginn af þeim peningum því samþykktarhlutfall um vernd hér á landi, að svona helmingur þeirra sem sækir um, hann fær vernd, helmingurinn fær synjun, nema að það hefur tekið okkur næstum tvö ár að synja þessu fólki. Og á meðan er fólk hér í framfærslu, fær húsnæði og er í fullri framfærslu og nýtur heilbrigðisþjónustu hér á landi,” sagði dómsmálaráðherra á fundinum á Hellu í vikunni.
Rangárþing eystra Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira