Clippers vann leikinn 140-115. Atvikið átti sér stað snemma í öðrum leikhluta, þá reyndi Westbrook að stela boltanum af Jordan Poole, leikstjórnanda Wizards, með þeim afleiðingum að úlnliður hans beyglaðist til og bein brákaði.
Not even a grimace to spot on Russell Westbrook face after he broke his hand
— Beastbrook (@Beastbr00k0) March 2, 2024
Iron man 😤 pic.twitter.com/ilppoh20mn
„Ég vorkenni bara Russ akkúrat núna. Maður vill aldrei sjá leikmann meiðast, ég veit ekki enn hvort hann mun þurfa aðgerð eða ekki. Eins og staðan er verður hann frá í einhvern tíma“ sagði Ty Lue, þjálfari LA Clippers eftir leik.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir Clippers sem berst við önnur lið vesturhlutans um heimavallarrétt í úrslitakeppni á leið sinni að fyrsta NBA titlinum.
Westbrook hefur tekið þátt í öllum leikjum liðsins á tímabilinu til þessa, skorað 11,1 stig, gripið 5,2 fráköst og gefið 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Þetta er í annað sinn sem Westbrook brákar bein í hönd sinni, síðast var hann fjórar vikur frá keppni tímabilið 2014–15. Standist sá tímarammi nú mun Westbrook verða heill heilsu þegar úrslitakeppnin hefst þann 20. apríl.