Flautað til leiks Trausti Hjálmarsson skrifar 1. mars 2024 12:30 Í dag var flautað til leiks í formannskjöri Bændasamtaka Íslands. Þess vegna er dagurinn stór – að minnsta kosti í mínum huga. Ég trúi því einlæglega að formannskosningarnar geti skipt bændur á Íslandi – og um leið landbúnað þjóðarinnar – miklu máli. Ekki endilega vegna þess að sofið hafi verið á verðinum hingað til heldur vegna þess að við stöndum á mikilvægum tímamótum og þurfum að nýta fjölmörg sóknarfæri okkar til fulls. Grípa gæsina á meðan hún gefst. Seinna gæti orðið of seint. Ég átta mig að sjálfsögðu á því að framboð gegn sitjandi formanni er ákveðin yfirlýsing um að hægt sé að gera betur. Gagnrýni mín beinist samt í raun ekki að einstökum ákvörðunum sem teknar hafa verið við stjórnvöl samtakanna heldur menningunni og verklaginu sem þar hefur orðið til. Samtal á milli þeirra sem við stjórnvölinn standa og hinna sem ganga til daglegra starfa sinna úti á akrinum hefur dofnað. Samtal bændaforystunnar og stjórnvalda hefur að sama skapi steytt á skeri. Það hefur í langan tíma frekar líkst störukeppni en samskiptum; hvað þá samstarfi. Þess vegna hafa mörg mikilvæg mál ekki náð fram að ganga. Í því sambandi má nefna tollverndina og ýmis önnur brýn viðfangsefni sem kippa þarf í liðinn til þess að laga rekstrar- og samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Ég hef auðvitað mínar skoðanir á alls kyns áhersluatriðum sem ég tel að forysta Bændasamtakanna þurfi að einbeita sér að. Mér dettur samt ekki til hugar að það sé mitt hlutverk, hvorki fyrir þessar kosningar né mögulega eftir þær, að hafa vit fyrir heildinni um hvert beri að stefna og hvernig. Það eru búgreinarnar sem velja sér sína forystu til að leiða mikilvæg verkefni grasrótarinnar og það er svo formanns BÍ og stjórnar að vinna eftir stefnu bændanna. Einmitt þess vegna hef ég lagt svo mikla áherslu á þau augljósu framfaraskref í vinnulagi bændaforystunnar að leggja betur við hlustir en gert hefur verið og efla með öllum tiltækum ráðum samtal á milli bænda, samstarf þeirra og samstöðu. Og þessi einföldu leiðarstef í innra starfi okkar bændanna gilda ekki síður út á við. Samtalið við stjórnvöld í landinu þarf að vera hreinskiptið, heiðarlegt og lausnamiðað. Samstarfið við fyrirtækin sem byggja verðmætasköpun sína á framleiðslu okkar bændanna þarf sömuleiðis að grundvallast á trausti og sameiginlegu markmiði um ásættanlega afkomu beggja. Og samstaða í samfélaginu öllu um vöxt og viðgang landbúnaðarins er svo auðvitað hornsteinn þess að vel takist til. Formannskosningin stendur yfir í dag og á morgun, 1.-2.mars. Félagsmenn í Bændasamtökunum geta tekið þátt og vonandi er að þeir nýti lýðræðislegan rétt sinn með myndarlegum hætti. Það verða síðan einungis kjörnir fulltrúar á Búnaðarþing 14. – 15. mars sem greiða atkvæði um hverjir aðrir taki sæti í stjórn Bændasamtakanna. Vonandi tekst okkur að manna samhentan flokk við stjórnvölinn sem leitar allra leiða til þess að nýta sóknarfæri okkar til fulls. Höfundur er frambjóðandi til formanns Bændasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Trausti Hjálmarsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í dag var flautað til leiks í formannskjöri Bændasamtaka Íslands. Þess vegna er dagurinn stór – að minnsta kosti í mínum huga. Ég trúi því einlæglega að formannskosningarnar geti skipt bændur á Íslandi – og um leið landbúnað þjóðarinnar – miklu máli. Ekki endilega vegna þess að sofið hafi verið á verðinum hingað til heldur vegna þess að við stöndum á mikilvægum tímamótum og þurfum að nýta fjölmörg sóknarfæri okkar til fulls. Grípa gæsina á meðan hún gefst. Seinna gæti orðið of seint. Ég átta mig að sjálfsögðu á því að framboð gegn sitjandi formanni er ákveðin yfirlýsing um að hægt sé að gera betur. Gagnrýni mín beinist samt í raun ekki að einstökum ákvörðunum sem teknar hafa verið við stjórnvöl samtakanna heldur menningunni og verklaginu sem þar hefur orðið til. Samtal á milli þeirra sem við stjórnvölinn standa og hinna sem ganga til daglegra starfa sinna úti á akrinum hefur dofnað. Samtal bændaforystunnar og stjórnvalda hefur að sama skapi steytt á skeri. Það hefur í langan tíma frekar líkst störukeppni en samskiptum; hvað þá samstarfi. Þess vegna hafa mörg mikilvæg mál ekki náð fram að ganga. Í því sambandi má nefna tollverndina og ýmis önnur brýn viðfangsefni sem kippa þarf í liðinn til þess að laga rekstrar- og samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Ég hef auðvitað mínar skoðanir á alls kyns áhersluatriðum sem ég tel að forysta Bændasamtakanna þurfi að einbeita sér að. Mér dettur samt ekki til hugar að það sé mitt hlutverk, hvorki fyrir þessar kosningar né mögulega eftir þær, að hafa vit fyrir heildinni um hvert beri að stefna og hvernig. Það eru búgreinarnar sem velja sér sína forystu til að leiða mikilvæg verkefni grasrótarinnar og það er svo formanns BÍ og stjórnar að vinna eftir stefnu bændanna. Einmitt þess vegna hef ég lagt svo mikla áherslu á þau augljósu framfaraskref í vinnulagi bændaforystunnar að leggja betur við hlustir en gert hefur verið og efla með öllum tiltækum ráðum samtal á milli bænda, samstarf þeirra og samstöðu. Og þessi einföldu leiðarstef í innra starfi okkar bændanna gilda ekki síður út á við. Samtalið við stjórnvöld í landinu þarf að vera hreinskiptið, heiðarlegt og lausnamiðað. Samstarfið við fyrirtækin sem byggja verðmætasköpun sína á framleiðslu okkar bændanna þarf sömuleiðis að grundvallast á trausti og sameiginlegu markmiði um ásættanlega afkomu beggja. Og samstaða í samfélaginu öllu um vöxt og viðgang landbúnaðarins er svo auðvitað hornsteinn þess að vel takist til. Formannskosningin stendur yfir í dag og á morgun, 1.-2.mars. Félagsmenn í Bændasamtökunum geta tekið þátt og vonandi er að þeir nýti lýðræðislegan rétt sinn með myndarlegum hætti. Það verða síðan einungis kjörnir fulltrúar á Búnaðarþing 14. – 15. mars sem greiða atkvæði um hverjir aðrir taki sæti í stjórn Bændasamtakanna. Vonandi tekst okkur að manna samhentan flokk við stjórnvölinn sem leitar allra leiða til þess að nýta sóknarfæri okkar til fulls. Höfundur er frambjóðandi til formanns Bændasamtakanna.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun