Rithöfundar nýttu aukadaginn í brúðkaup Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. mars 2024 10:07 Bragi Páll og Bergþóra fóru sínar eigin leiðir varðandi giftingarhringana. Bergþóra Snæbjörns Bragi Páll Sigurðsson og Bergþóra Snæbjörnsdóttir eru hjón. Sannkölluð rithöfundahjón. Þau létu pússa sig saman við persónulega athöfn á heimili sínu í gær, 29. febrúar. Átta ára dóttir þeirra stýrði athöfninni. Bergþóra segir frá tímamótunum á Facebook-síðu sinni. „Við Bragi Páll ætluðum að gifta okkur í Vegas árið 2014 þegar við vorum á ferðalagi um Bandaríkin. Svo sólbrunnum við svo skelfilega daginn àður að við hættum við. Síðan er liðinn áratugur og tvö börn og loksins létum við verða af þessu,“ segir Bergþóra. Andi Elvis Presley sveif yfir vötnum eins og til stóð í Las Vegas fyrir áratug. „Þar sem Elvis Presley gaf okkur aldrei saman, sungu Bragi og Úa lag með Elvis. Can’t help falling in love,“ segir Bergþóra og vísar til Úrsúlu dóttur þeirra sem verður brátt níu ára. View this post on Instagram A post shared by Bergþóra Snæbjörnsdóttir (@bergthorass) „Það var svo Úrsúla sem gaf okkur saman en hún samdi ræðuna alveg sjálf. Hún bað mig að passa eins vel upp á pabba sinn og ég passa upp á skóna mína. Sem er fyndið þar sem ég er algjör skóböðull. Svo bað hún pabba sinn að passa jafnvel upp á mig og húsbílinn sinn. Sem er reyndar on point.“ Bragi Páll hefur réttindi til að gefa fólk saman á vegum Siðmenntar og má telja líklegt að hann hafi séð um pappírsvinnuna þótt Úrsúla hafi stýrt athöfninni með glæsibrag. Uppþvottavélin fór af stað í miðri athöfn. „Rómantískt - eins og við. Lifi ástin og ljósið.“ Bergþóra var viðmælandi Dóru Júlíu í jólasögu í desember. Bergþóra og Bragi hafa látið ástandið í Palestínu sig varða og verið áberandi í mótmælum á Austurvelli þar sem ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd. Bergþóra var meðal þriggja kvenna sem fóru á eigin vegum til Egyptalands og komu Palestínufólki með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar til Íslands. „Við héldum enga almennilega veislu og því eigum við ekki rétt á neinum gjöfum. En ef þið hugsið hlýlega til okkar megið þið endilega gefa okkur þá brúðkaupsgjöf að styrkja söfnunina okkar til að bjarga fólki út af Gaza. Svo að fleiri fjölskyldur fái að njóta þess, sem okkur þykir svo sjálfsagt, að vera saman,“ segir Bergþóra og deilir söfnunarupplýsingum. Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kt:600217-0380 Aur: 1237919151 „Ef að söfnunin klárast lofum við risapartýi í sumar!“ Tímamót Bókmenntir Hlaupársdagur Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Bergþóra segir frá tímamótunum á Facebook-síðu sinni. „Við Bragi Páll ætluðum að gifta okkur í Vegas árið 2014 þegar við vorum á ferðalagi um Bandaríkin. Svo sólbrunnum við svo skelfilega daginn àður að við hættum við. Síðan er liðinn áratugur og tvö börn og loksins létum við verða af þessu,“ segir Bergþóra. Andi Elvis Presley sveif yfir vötnum eins og til stóð í Las Vegas fyrir áratug. „Þar sem Elvis Presley gaf okkur aldrei saman, sungu Bragi og Úa lag með Elvis. Can’t help falling in love,“ segir Bergþóra og vísar til Úrsúlu dóttur þeirra sem verður brátt níu ára. View this post on Instagram A post shared by Bergþóra Snæbjörnsdóttir (@bergthorass) „Það var svo Úrsúla sem gaf okkur saman en hún samdi ræðuna alveg sjálf. Hún bað mig að passa eins vel upp á pabba sinn og ég passa upp á skóna mína. Sem er fyndið þar sem ég er algjör skóböðull. Svo bað hún pabba sinn að passa jafnvel upp á mig og húsbílinn sinn. Sem er reyndar on point.“ Bragi Páll hefur réttindi til að gefa fólk saman á vegum Siðmenntar og má telja líklegt að hann hafi séð um pappírsvinnuna þótt Úrsúla hafi stýrt athöfninni með glæsibrag. Uppþvottavélin fór af stað í miðri athöfn. „Rómantískt - eins og við. Lifi ástin og ljósið.“ Bergþóra var viðmælandi Dóru Júlíu í jólasögu í desember. Bergþóra og Bragi hafa látið ástandið í Palestínu sig varða og verið áberandi í mótmælum á Austurvelli þar sem ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd. Bergþóra var meðal þriggja kvenna sem fóru á eigin vegum til Egyptalands og komu Palestínufólki með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar til Íslands. „Við héldum enga almennilega veislu og því eigum við ekki rétt á neinum gjöfum. En ef þið hugsið hlýlega til okkar megið þið endilega gefa okkur þá brúðkaupsgjöf að styrkja söfnunina okkar til að bjarga fólki út af Gaza. Svo að fleiri fjölskyldur fái að njóta þess, sem okkur þykir svo sjálfsagt, að vera saman,“ segir Bergþóra og deilir söfnunarupplýsingum. Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kt:600217-0380 Aur: 1237919151 „Ef að söfnunin klárast lofum við risapartýi í sumar!“
Tímamót Bókmenntir Hlaupársdagur Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira